Heiti potturinn í sundlauginni á Hofsósi verður lokaður fram til 16. júní vegna viðhalds.
11.06.2025
Vegna viðhaldsvinnu á heita pottinum og vaðlauginni í sundlauginni á Hofsósi eru þau lokuð næstu daga. Gert er ráð fyrir að potturinn og vaðlaugin opni aftur 17. júní næstkomandi. Hitastig í sundlauginni verður hækkað upp í 33°C á meðan lokun stendur. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.