Umsóknir til sérstaks húsnæðisstuðnings vegna 15-17 ára barna
01.09.2025
Skagafjörður veitir sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forráðamanna 15-17 ára barna sem eru með lögheimili í Skagafirði og leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.
Umsókn, afgreiðsla og mat umsókna er rafræn og fer fram hér á heimasíðu Skagafjarðar í gegnum Íbúagátt .
Umsóknareyðublaðið er að finna undir félagsþjónusta.