Fréttir

Lestrarstefna Skagafjarðar hefur litið dagsins ljós

Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að gerð Lestrarstefnu Skagafjarðar. Starfsfólk skólanna tók þátt í gerð stefnunnar en svokallað læsisteymi, sem í sátu fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla, hélt utan um vinnuna undir stjórn Sigurlaugar Rúnar Brynleifsdóttur, deildarstjóra við Grunnskólann austan Vatna.
Lesa meira

Íþróttahúsið á Sauðárkróki auglýsir tvö störf laus til umsóknar

Starf starfsmanns íþróttamannvirkis felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá, eftirlit með íþróttasal og almennum þrifum á sal og klefum. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
Lesa meira

Sundlaugin á Sauðárkróki auglýsir eftir karlmönnum í tvö hlutastörf

Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits með öryggiskerfum ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.
Lesa meira

Útboð - Aðalgata 21a á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í endurgerð á ytra byrði Aðalgötu 21A Sauðárkróki. Verkið felst m.a. í steypuviðgerðum, einangrun og klæðningu útveggja, endurgerð glugga og hurða auk einangrunar og pappalagnar á þökum.
Lesa meira

Útboð - gervigrasvöllur á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu, lagnavinnu, uppsteypu og frágang vegna gervigrasvallar á Sauðárkróki.
Lesa meira

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Góð þátttaka UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ um næstu helgi

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Alls eru 82 keppendur frá UMSS skráðir til þátttöku í 274 greinar og er það talsvert betri þátttaka frá félaginu en fyrri ár.
Lesa meira

Ljómarall á laugardag

Bílaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir Ljómaralli í Skagafirði laugardaginn 29. júlí. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram með hefðbundnu sniði. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér lokanir á vegum vegna keppninnar.
Lesa meira

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

Starfið er tvíþætt og felur í sér stuðning við fatlað fólk á hinum almenna vinnumarkaði og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum einstaklinga við athafnir daglegs lífs í Iðju. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira