Fara í efni

Fréttir

Vel heppnaður fræðsludagur Skagafjarðar í Miðgarði

27.08.2025
Þann 18 . ágúst sl. var hinn árlegi fræðsludagur Skagafjarðar haldinn í Miðgarði. Um er að ræða mikilvægan dag fyrir skólasamfélagið í Skagafirði, en í ár komu saman hátt í 250 starfsmenn tónlistar-, leik- og grunnskóla ásamt starfsfólki fjölskyldusviðs Skagafjarðar og fulltrúum fræðslunefndar. Dagskráin var fjölbreytt og skipulögð með það í huga...

Ráðhúsið lokar fyrir hádegi 28. ágúst nk.

26.08.2025
Vakin er athygli á því að Ráðhúsið lokar fyrir hádegi fimmtudaginn 28. ágúst nk.  Húsið opnar aftur kl. 12:30. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Öryggi barna í umferðinni

26.08.2025
Nú þegar grunnskólar sveitarfélagsins hafa hafið göngu sína að nýju eftir sumarleyfi er vert að vekja athygli á umferðaöryggi barna. Daglega munu börn og ungmenni leggja leið sína út í umferðina - gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra og forráðamanna og mikilvægt er að hafa í huga að mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref sem þátttakendur í...

Dagskrá: SveitaSæla 2025

26.08.2025
SveitaSæla er landbúnaðarsýning og bændahátíð haldin í Skagafirði 30. ágúst. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 27. ágúst næstkomandi

25.08.2025
40. fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn verður í sal sveitarstjórnar á Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 27. ágúst 2025 og hefst klukkan 16:15.   Dagskrá:   Fundargerðir til staðfestingar: 1. 2508008F - Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 361.1 2508066 - Skýrsla deildarstjóra1.2 2506029 - Fjárhagsáætlun 2026 -...

Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

25.08.2025
SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að...

Upplýsingar um systkinaafslátt í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum

22.08.2025
Skagafjörður bendir foreldrum/forráðamönnum, sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólaaldri og/eða barn á grunnskólaaldri sem sækir frístund eftir skóla, á verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði. Systkinaafsláttur Systkini sem eru í mismunandi úrræðum á vegum sveitarfélagsins...

Vatns- og hitaveitutruflanir í Hlíðahverfi í dag - 21. ágúst

21.08.2025
Vakin er athygli á því að lokað verður fyrir kalda vatnið í eftirfarandi götum kl. 10:00: Kvistahlíð Grenihlíð Lerkihlíð Hvannahlíð Furuhlíð Einnig verður heitt vatn ótryggt í Kvistahlíð, Lerkihlíð og Hvannahlíð um tíma. Viðgerð hófst í morgun og má gera ráð fyrir að truflanir á vatnsveitu standi fram eftir...

Upplifir þú skerðingu á farsímasambandi?

21.08.2025
Fjarskiptastofa vill koma á framfæri að lokun 2G og 3G farsímaþjónustu hér á landi fer nú fram í áföngum og verður lokið hjá öllum fjarskiptafyrirtækjum í síðasta lagi í árslok 2025. Síðastliðna áratugi hefur þessi þjónusta þjónað mikilvægu hlutverki, en hún stenst ekki lengur kröfur nútímans um háhraða gagnaflutning og eru 2G/3G netin því víðast...