Fara í efni

Fréttir

Úttekt á rekstri, stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins Skagafjarðar

12.12.2023
Fréttir
Haraldur Líndal Haraldsson kynnti á starfsmannafundi í dag niðurstöður úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins Skagafjarðar og tillögur sem miða að því að bæta framangreinda þætti, þjónustu og starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Skagafjarðar mun í byrjun nýs árs taka tillögunar til frekari umræðu og...

Aðgangur að fjarfundi fyrir starfsmenn sveitarfélagsins

12.12.2023
Fréttir
Eins og áður hefur verið tilkynnt verður starfsmannafundur fyrir starfsmenn sveitarfélagsins Skagafjarðar haldinn í dag, þriðjudaginn 12. desember kl 15:00 í Háa salnum við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Fundinum verður jafnframt streymt á Teams og upptaka gerð aðgengileg eftir fundinn. Á fundinum mun Haraldur Líndal Haraldsson kynna niðurstöður...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 13. desember 2023

11.12.2023
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 13. desember að Sæmundargötu 7 B og hefst hann kl. 16:15

Starfsmannafundur fyrir starfsmenn sveitarfélagsins Skagafjarðar

08.12.2023
Fréttir
Starfsmannafundur fyrir starfsmenn sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 12. desember kl 15:00 í Háa salnum við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Þar mun Haraldur Líndal Haraldsson kynna niðurstöður úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins Skagafjarðar og tillögur sem miða að því að bæta framangreinda þætti,...

Sauðáin hættuleg vegna klaka

07.12.2023
Fréttir
Mikill kuldi hefur verið síðustu daga og vikur og vegna þessa er nú mikil klakamyndun og ísing á ám og lækjum. Af gefnu tilefni biðlum við til foreldra og forráðamanna um að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, né í kringum ána. Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik. Talsvert vatn er einnig farið að...

Byggðasafn Skagfirðinga býður öll velkomin í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18!

02.12.2023
Fréttir
Útgáfuhóf bókarinnar Vetrardagur í Glaumbæ og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler. Þjóðháttaáhugafólk kemur í heimsókn og verður með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum verður eins og við jólaundirbúning árið 1910....

Jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi á laugardag kl 15:30

01.12.2023
Fréttir
Það verður hátíðarstemning á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 2. desember, þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri mun flytja hátíðarávarp, Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans syngja, Benedikt Búálfur og félagar stíga á svið og dansað verður í kringum jólatréð....

Jóladagatal, samverudagatal Skagafjarðar komið í loftið

30.11.2023
Fréttir
Jóladagatal Skagafjarðar er komið í loftið í annað sinn. Jóladagatalið er samverudagatal, hugsað til gamans, með hugmyndum af samverustundum fjölskyldunnar í aðdraganda jóla. Smellt er á hvern dag fyrir sig og upp koma hugmyndir af samverustundum sem hægt er að nota eða breyta aðeins eins og hverjum og einum hentar. Til þess að opna dagatalið er...

Fornverkaskólinn í Skagafirði hlýtur Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar

27.11.2023
Fréttir
Á ársfundi Minjastofnunar Íslands 2023, þann 23. nóvember sl., veitti stofnunin Fornverkaskólanum í Skagafirði sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til varðveislu á fornu byggingarhandverki. Í tilkynningu frá Minjastofnun Íslands segir: Frá árinu 2007 hefur Fornverkaskólinn boðið upp á námskeið í gömlu byggingarhandverki með sérstaka...