Fara í efni

Opið hús í nýjum leikskóla í Varmahlíð

04.12.2025

Sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýju húsnæði leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.

Flutt verða stutt ávörp, boðið verður upp á kaffiveitingar og fólki gefinn kostur á að ganga um og kynna sér hið nýja húsnæði leikskólans og lóð hans.

 

 

 

 

Ljósmyndari: Gunnhildur Gísladóttir