Fara í efni

Nýjar hraðaþrengingar settar upp á Sauðárkróki

02.12.2025

Sveitarfélagið setti nýlega upp þrjár hraðaþrengingar á Sauðárkróki og eru þær staðsettar á eftirfarandi stöðum:

  • Sæmundargata – við Hús Frítímans

  • Hólavegur

  • Hólmagrund

Markmiðið með uppsetningunni er að draga úr hraða og bæta öryggi allra vegfarenda, sérstaklega í íbúðarhverfum og við svæði þar sem börn og ungmenni eiga leið um.

Sveitarfélagið mun fylgjast með áhrifum þrenginganna á umferð og reynslu íbúa og ökumanna. Í framhaldi verður skoðað hvort frekari þrengingar verði settar upp.

Þá hvetur sveitarfélagið ökumenn til að sýna aðgát, virða hraðatakmarkanir og taka tillit til annarra vegfarenda.