Fara í efni

Fréttir

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 17. september nk.

15.09.2025
41. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a,miðvikudaginn 17. september 2025 og hefst kl. 16:15 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar:1. 2508018F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1591.1 2508116 - Beiðni um fund1.2 2409294 - Ósk um kaup á landi1.3 2310244 - Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra1.4 2508141 -...

Samningar um hönnun nýs menningarhúss undirritaðir

11.09.2025
Síðastliðinn þriðjudag skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta undir samning um hönnun byggingar nýs menningarhúss í Skagafirði og tilheyrandi endurbóta á eldra húsnæði Safnahúss Skagfirðinga. Í nýju menningarhúsi mun verða lifandi vettvangur sviðslista í...

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

11.09.2025
Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Alls bárust 12 umsóknir um starfið, þar af dró einn umsókn sína til baka. Verkefnastjóri er starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og mun hafa umsjón með verkefnum á sínu starfssviði, ásamt umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða á...

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga í Ráðhúsinu

10.09.2025
 Við hjá Skagafirði tökum þátt í Gulum september, vitundarvakningu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Með því viljum við leggja okkar af mörkum til að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi. Í Ráðhúsinu var gulur ljómi yfir fatavali starfsmanna í tilefni...

Tilkynning um stöðvun á heitu vatni þriðjudaginn 9. september

04.09.2025
Heitavatnslaust verður á svæðinu frá Grófargili að Birkihlíð, Keflavík í Hegranesi og að Hofsstaðaseli frá kl. 8:00 þriðjudaginn 9.september fram eftir degi meðan vinna stendur yfir við endurbætur á dælustöðinni við Grófargil. Það svæði sem verður fyrir þjónustustoppi er innan rammans á loftmyndinni í tilkynningunni. Viljum við biðla til notenda...

Menntastefna Skagafjarðar - tilkynning um endurskoðun

01.09.2025
Í vor samþykkti fræðslunefnd að hefja vinnu við endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar frá árinu 2020. Fræðslunefnd hefur skipað stýrihóp um verkefnið og verkstjóri er ráðgjafi frá Ásgarði skólaráðgjöf. Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar með það að markmiði að ná breiðri samstöðu um stefnumótunina og skýra framtíðarsýn í mennta- og uppeldismálum sveitarfélagsins.

Fráveituframkvæmdir á Hólavegi

01.09.2025
Vegna fráveituframkvæmda við Hólaveg 16 verða þrengingar á Hólavegi í dag 1. september og eitthvað fram á morgundaginn.

Umsóknir til sérstaks húsnæðisstuðnings vegna 15-17 ára barna

01.09.2025
Skagafjörður veitir sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forráðamanna 15-17 ára barna sem eru með lögheimili í Skagafirði og leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Umsókn, afgreiðsla og mat umsókna er rafræn og fer fram hér á heimasíðu Skagafjarðar í gegnum Íbúagátt...

Sinfó í sundi

28.08.2025
Sjónvarpstónleikarnir Klassíkin okkar  fara fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV. Af því tilefni ætla margar sundlaugar víða um land að bjóða upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum. Skagafjörður tekur þátt í viðburðinum og verður tónleikunum...