Fara í efni

Fréttir

Rotþróarlosun 2025

19.02.2025
Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á eftirfarandi svæðum í sumar: Hegranes og Blönduhlíð að Fljótum. Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja aðgengi losunarbíls að rotþróm og að þær séu auðfinnanlegar og opnanlegar. Ef eigendur hafa athugasemdir fram að færa og/eða vilja afþakka þjónustuna, vinsamlega komið þeim á...

Skipulagsmál - Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403: Vinnslutillaga

19.02.2025
Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 - Tillaga á vinnslustigi (mál nr. 808/2024 í Skipulagsgáttinni) Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 35. fundi sínum þann 12. febrúar 2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi fyrir „Sauðárkrók athafnarsvæði AT-403“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Tillagan er sett fram sem uppdrættir og...

Lagning ljósleiðara á Sauðárkróki

19.02.2025
Míla í samstarfi við Skagafjörð leggur ljósleiðara á Sauðárkróki sumarið 2025. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu. Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Skagafjörður var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda. Áformað er að framkvæmdir fari fram sumarið...

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025

18.02.2025
Verðfyrirspurn Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025.   Um er að ræða jarðvegsskipti á fyrirhuguðu sorpmóttökusvæði og í vegtengingu að svæðinu, uppgrafið efni flutt á losunarstað, verktaki útvegi burðarhæft efni í fyllingu. Umhverfis svæðið skal setja upp girðingu úr...

Útboð - Akstursþjónusta í Skagafirði

18.02.2025
Consensa fyrir höng Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu fyrir aldraða í Skagafirði samkvæmt skilmálum útboðsins. Útboðinu er skipt í tvo samningshluta og heimilt er að leggja fram tilboð í annan samningshluta útboðsins eða báða samningshluta þess. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Útboð - Heimsending máltíða innan Sauðárkróks

18.02.2025
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í heimsendingu máltíða innan Sauðárkróks samkvæmt skilmálum útboðsins. Um er að ræða þjónustu fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir og eiga rétt á heimaþjónustu samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Nýtt fyrirkomulag varðandi vetrarþjónustu á vegum Skagafjarðar

17.02.2025
Við vekjum athygli á því að nýtt fyrirkomulag hefur tekið gildi varðandi vetrarþjónustu á vegum Skagafjarðar, þ.e. nú skal hafa samband við Þjónustumiðstöð eða landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa Skagafjarðar, Kára Gunnarsson, til þess að óska eftir þjónustu í stað þess að hafa samband við þá tengiliði sem áður tóku við pöntunum. Svæðin skiptast á...

María Neves hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

14.02.2025
María Neves hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Í starfinu felst að vinna að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í sveitarfélaginu.   María Neves lauk...

Hunda- og kattahreinsun á Sauðárkróki

14.02.2025
Fimmtudaginn 20. febrúar nk. býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum upp á hreinsun gæludýra í Áhaldahúsinu, Borgarflöt 27 á Sauðárkróki.    Kattahreinsun verður frá kl. 16:00 - 17:00 og hundahreinsun verður frá kl. 17:00 - 18:00.   Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og stendur skilvísum gæludýraeigendum...