Samningar vegna gámageymslusvæðis Sauðárkróks komnir í íbúagátt
10.12.2025
Sveitarfélagið vill vekja athygli á að nú hafa þeir einstaklingar sem sótt hafa um og fengið úthlutað plássi á gámageymslusvæði Sauðárkróks fengið samning sinn birtan í íbúagátt sveitarfélagsins. Viðkomandi eru hvött til að undirrita samninginn sem fyrst.
Hægt er að nálgast íbúagáttina á heimasíðu sveitarfélagsins hér.
Þeir einstaklingar sem eru með gáma á svæðinu en hafa ekki sótt um pláss þurfa að sækja um í gegnum íbúagáttina sem allra fyrst. Umsókn er nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi afnot af svæðinu. Að öðru kosti verða gámarnir fjarlægðir á næstunni.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Páll Ólafsson, verkstjóri þjónustumiðstöðvar, á netfanginu gunnarpall@skagafjordur.is.
Sveitarfélagið þakkar fyrir gott samstarf og skjót viðbrögð.