Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í dag fram til kl. 16:00

25.06.2025
Vakin er athygli á því að sundlaugin á Hofsósi er lokuð í dag, miðvikudaginn 25. júní, fram til kl. 16:00 vegna námskeiðs starfsmanna. Opnunartíminn verður því frá kl. 16:00 - 20:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Hofsós á morgun, 24. júní

23.06.2025
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur á Hofsós næstkomandi þriðjudag, 24. júní, en þá mun lúxusskipið Silver Wind leggst að akkeri utan við höfnina klukkan 8:00 um morguninn og ferja farþega í land. Silver Wind er 163 metra langt og 22 metrar á breidd. Þar eru um borð alls 302 farþegar og 222 áhafnarmeðlimir.  Skipið mun heimsækja...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 23. júní nk.

22.06.2025
 39. fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, mánudaginn 23. júní 2025 og hefst kl. 16:15 Dagskrá: Fundargerðir:1. 2505013F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1461.1 2505096 - Auglýsing atvinnulóða1.2 2505076 - Viðurkenning til listamanns Skagafjarðar1.3 2505075 - Fyrirspurn um leigu og sölu félagsheimila1.4 2503334 -...

Tilkynning vegna geymslusvæða Skagafjarðar, Sauðárkróki og Hofsósi – Fjarlæging allra lausamuna og endurnýjun leigusamninga.

20.06.2025
13. júní 2025 Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um árabil leigt út pláss fyrir gáma á geymslusvæðum sveitar­félagsins að Borgarsíðu 6, Sauðárkróki og Norðurbraut á Hofsósi. Á undanförnum árum hefur safnast þar upp mikið af lausamunum, svo sem bifreiðum, landbúnaðarvélum og öðrum tækjum og tólum sem liggja á víð og dreif um svæðið, í misgóðu...

Hofsós heim 2025 - Bæjarhátíð með fjöri og fjölbreyttri dagskrá

20.06.2025
Bæjarhátíðin Hofsós heim 2025 hófst í gær þegar Sóli Hólm steig á svið í Höfðaborg og sló í gegn með bráðfyndnu uppistandi. Hláturinn var svo sannarlega í fyrirrúmi og vert er að nefna að uppistandssýningin verður endurtekin í kvöld. Miðasala fer fram á tix.is.  Dagskráin í ár er glæsileg að vanda og öll ættu að geta fundið eitthvað...

Endurskoðun afsláttar á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

19.06.2025
Við álagningu fasteignagjalda í janúar 2025 var afsláttur á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega reiknaður til bráðabirgða og miðað við tekjuárið 2023. Innheimtudeild sveitarfélagsins hefur nú endurskoðað afsláttinn með tilliti til tekna ársins 2024 á skattframtali 2025. Allir þeir sem útreikningurinn tekur til hafa fengið rafræna...

Uppfært: Leyfin eru farin - Til sölu tvö veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

16.06.2025
Tvö veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu - um er að ræða tvo daga, 16. júlí og 20. ágúst 2025. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi. Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni og er daglegur veiðitími frá kl....

Götulokanir vegna 17. júní hátíðarhalda og skrúðgöngu

16.06.2025
Vegna skrúðgöngu og 17. júní hátíðarhalda verður tímabundið lokað fyrir umferð bifreiða og/eða umferð stýrt á eftirfarandi götum frá kl. 13:00 til 14:00: Gatnamót Skagfirðingabrautar og Skólastígs. Gatnamót Skagfirðingabrautar og Ránarstígs. Gatnamót Skagfirðingabrautar og Bárustígs. Gatnamót Skagfirðingabrautar og Öldustígs. Gatnamót...

Innritun í Tónlistarskóla Skagafjarðar

13.06.2025
Innritun fyrir skólaárið 2025-2026 er á lokametrum en umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 25. júní nk. Innritun fer fram í gegnum vefform á vef Tónvisku sem hægt er að nálgast hér.  Eins og fram kemur í innritunarreglum Tónlistarskóla Skagafjarðar hafa nemendur sem stundað hafa nám við skólann forgang ef takmarka þarf fjölda...