Fara í efni

Ógleymanlega martröðin - aukasýning 29. janúar nk.

26.01.2026

Vegna fjölda áskorana ætla nemendur 8.–10. bekkjar í Varmahlíðarskóla að sýna aftur verkið Ógleymanlega martröðin, þann 29. janúar nk. kl. 18:00 í Miðgarði.

Hefur þú einhvern tímann vaknað sveitt(ur) eftir draum sem var svo raunverulegur að hann fylgdi þér langt fram á dag?
Martraðir geta verið skrýtnar, fyndnar, óþægilegar og stundum óþægilega kunnuglegar. Þær birtast oft þegar síst skyldi – og skilja eftir sig spurningar, ónotatilfinningu og jafnvel hlátur þegar maður hugsar til baka. Úr slíkum draumum sprettur leikritið Ógleymanlega martröðin.

Gaman er að segja frá því að handritið er frumsamið af nemendum í 10. bekk og eru leikstjórar Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ísak Agnarsson.

Sveitarfélagið hvetur öll sem eiga eftir að sjá þetta frábæra verk að kíkja í Miðgarð á fimmtudaginn en vert er að taka fram að um er að ræða allra síðustu sýninguna.