Fara í efni

Góðir gestir á bókasafninu

18.12.2025

Í síðustu viku fékk bókasafnið á Sauðárkróki góða heimsókn, en nemendur og starfsfólk starfsbrautar FNV litu við og skoðuðu safnkostinn, spiluðu spil og fengu djús og piparkökur.

Starfsfólk bókasafnsins vill gjarnan fá hópa í heimsókn og kynna afþreyingarvalmöguleikana sem er þar að finna. Áhugasamir geta haft samband með því að senda póst á netfangið bokasafn@skagafjordur.is eða á forstöðumann safnsins, Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, á netfangið kristinse@skagafjordur.is til að finna hentugan tíma. Mælst er með því að láta vita fyrir fram af fyrirhugaðri heimsókn svo hægt sé að taka sem best á móti hópnum og undirbúa komu þeirra á safnið.