Fara í efni

Erum við með nóg í hillunum? Samráðsfundur fyrir ferðaþjónustuaðila 3. desember nk.

01.12.2025

Markaðsstofa Norðurlands og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til samráðsfundar í Félagsheimilinu Miðgarði (efri sal) miðvikudaginn 3. desember nk.

Í fundarboðinu stendur að öll brennum við fyrir því markmiði að sjá ferðafólk fara sem víðast um landið allt árið um kring. Stór púsl í þeirri vegferð eru bein flug frá lykilmörkuðum beint inn á Norðurland. Til þess að slík flug megi vaxa og dafna, einkum yfir vetrartímann, þarf landshlutinn að standa undir áhugaverðu framboði á þjónustu og afþreyingu. Í lok sl. septembermánaðar stóðu Markaðsstofan og erlendu ferðaþjónustufyrirtækin, sem standa að fluginu, fyrir vinnustofu á Akureyri þar sem fram kom ákveðið ákall um fleiri ferðamöguleika vestan Tröllaskaga. Þessu ákalli ætlum við að bregðast við og skorum á ferðaþjónustuaðila á svæðinu að fjölmenna og hlýða t.d. á reynslusögur þeirra sem þegar eru að nýta möguleika flugsins. Að auki verður kynnt vinna við þróunarverkefni fyrir svæðið og nýir möguleikar skoðaðir.

DAGSKRÁ FUNDARINS:

- Sólmyrkvi 2026! Og svo...?

Sævar Helgi Bragsson

- Þróun kjarnasvæðis (e. Hub Develeopment) - Framhald af fundi með Kontiki og Voigt Travel um tækifæri í frekari dreifingu ferðamanna.

Markaðsstofa Norðurlands

- Að svara kalli markaðarins - reynslusaga úr Mývatnssveit

Anton Freyr Birgisson Saga Travel/GEO travel

- Sértækt markaðsverkefni á Norðurlandi vestra. Ævintýri, saga og tækifæri til sóknar.

Markaðsstofa Norðurlands og SSNV

- Umræður

Skagafjörður hvetur alla ferðaþjónustuaðila í Skagafirði til þess að mæta á fundinn og taka þátt í samtalinu.