Fara í efni

Nýr leikskóli opnaður í Varmahlíð

26.11.2025

Í morgun tók til starfa nýr leikskóli við Birkimel 2 í Varmahlíð en framkvæmdir hófust í byrjun sumars 2024.

Leikskólinn er 540 fermetrar að stærð með tengibyggingu og lóðin er um 5.800 fermetrar. Skólinn samanstendur af fjórum deildum sem heita: Könglaland, Kvistaland, Reyniland og Furuland.

Aðalverktakar verkefnisins voru annars vegar Uppsteypa ehf., sem sá um uppsteypu, allan ytri frágang hússins og lóðarframkvæmdir, og hins vegar Trésmiðjan Stígandi ehf. sem sá um allar innanhússframkvæmdir og uppsetningu innréttinga. Þá má einnig nefna að fjölmargir undirverktakar komu að verkinu.

Þó að lóðarframkvæmdum sé ekki lokið að fullu hefur vinnusvæði verið girt af og leikskólinn tilbúinn til notkunar.

Þessi glæsilega bygging á svo sannarlega eftir að halda vel utan um börn og starfsfólk í leik og starfi til framtíðar.