Fara í efni

Nýjar ungbarnarólur settar upp á tveimur leikvöllum á Sauðárkróki

26.11.2025

Að ósk bæjarbúa hefur sveitarfélagið sett upp tvær nýjar ungbarnarólur á Sauðárkróki. Rólunum var komið fyrir á leiksvæðum, annars vegar á milli Raftahlíðar og Víðihlíðar og hins vegar á milli Hvannahlíðar og Drekahlíðar.

Það er von sveitarfélagsins að nýju rólurnar komi að góðum notum og gleðji yngstu kynslóðina.

Sveitarfélagið þakkar íbúum fyrir ábendingar og áhuga á að gera nærumhverfið enn fjölskylduvænna.