Fara í efni

Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki - Aðalgata 14

07.01.2026

Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggja fyrir gögn er varða tilkynnta framkvæmd í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eiganda neðri hæðar fjöleignahúss sem stendur á lóðinni númer 14 við Aðalgötu á Sauðárkróki.
Skráð byggingarár hússins er 1930. Breytingar varða útlit á gluggum og hurðum vesturhliðar húss. Áætlaður verktími er um 6 mánuðir.
Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem staðfest var af ráðherra þann 11. febrúar 2020.
Samkvæmt greinargerð um verndarsvæði í byggð frá 2018 og Húsakönnun Sauðárkróks frá 2018 hefur húsið miðlungs varðveislugildi sem byggir að mestu á miðlungs menningarsögulegu gildi, tæknilegu ástandi og upprunalegu gildi. Aftur á móti er umhverfis gildi og listrænt gildi þess metið lágt.

Gögn varðandi fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi í ráðhúsi Skagafjarðar og hér á heimasíðunni frá og með 7. janúar  og til og með 21. janúar 2026. Þeim sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd skulu gera það skriflega og skulu þær berast í síðasta lagi þann 21. janúar til byggingarfulltrúa í ráðhúsi, Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið: andrig@skagafjordur.is