Fara í efni

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í dag - staðan endurmetin á morgun

13.01.2026

Vakin er athygli á því að sundlaugin á Hofsósi lokaði í morgun, þriðjudaginn 13. janúar vegna kuldatíðar. Sökum veðurfars hefur sundlaugin kólnað töluvert og því nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana.

Vonast er til þess að hægt verði að opna laugina sem allra fyrst, en staðan verður endurmetin á morgun, miðvikudaginn 14. janúar og munu nýjust upplýsingar birtast á vef- og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. 

Sveitarfélagið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.