Fara í efni

Skipulagslýsing: Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn

07.01.2026

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 44. fundi sínum þann 10. desember 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn á Hofsósi skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hofsós – Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn. Tilgangurinn með gerð skipulagslýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum þess, auka gagnsæi, tryggja betra upplýsingaflæði og skila betri og markvissari skipulagsvinnu.

Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðarþróun svæðisins.

Skipulagslýsingin er auglýst frá 7. janúar til og með 30. janúar 2026. Hægt er að skoða hana í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 4/2026. Skipulagslýsingin mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulagsins og komandi skipulagsvinnu í gegnum vef skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is mál nr. 4/2026 í síðasta lagi 30. janúar 2026. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Nánari upplýsingar má nálgast hér.