Fara í efni

Ábending vegna lausagöngu hunda

05.01.2026

Vakin er athygli á því að lausaganga hunda í þéttbýli Skagafjarðar er með öllu óheimil alla daga ársins, að undanskildu nytjahundar þegar þeir eru að störfum og í gæslu eiganda eða umráðamanns.

Borið hefur á kvörtunum til sveitarfélagsins vegna lausagöngu hunda upp á síðkastið og því gott að hafa í huga að hundar skulu ávallt vera í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim.

Þá er eiganda og/eða umráðamanni hunds ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.

Nánari upplýsingar má finna í samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald.

Sveitarfélagið þakkar hundaeigendum fyrir skilning og hvetur öll til að fylgja reglunum af ábyrgð og virðingu fyrir nágrönnum og umhverfi.