Fara í efni

Íbúakönnun vegna tímasetningar Sæluvikunnar 2026

12.11.2025
Sæluvika Skagfirðinga er lista- og menningarhátíð sem haldin er árlega í Skagafirði
 

Undanfarin ár hefur Sæluvika Skagfirðinga hafist síðasta sunnudag aprílmánaðar og staðið yfir í viku. Nú er til skoðunar hvort færa eigi hátíðina fram um tvær vikur, þannig að hún hefjist um miðjan apríl.

Tímasetning Sæluviku hefur mótast í gegnum árin í takt við samfélagið og þróun þess. Stór hluti íbúa Skagafjarðar stundar árstíðabundin störf – hvort sem um er að ræða landbúnað, framkvæmdir eða önnur vorverk – og í lok apríl eru margir komnir á fullt í þessum verkum. Með því að færa Sæluviku fram um tvær vikur væri vonandi hægt að auka þátttöku og fjölbreytni í viðburðum hátíðarinnar.

Sveitarfélagið vill heyra þína skoðun áður en ákvörðun er tekin.

Könnunin er opin til og með 29. nóvember nk.

Vert er að nefna að einungis er um leiðbeinandi könnun að ræða.

Svara könnun