Fara í efni

Sigurður Óli Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

05.11.2025

Sigurður Óli hefur verið ráðinn í starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Lögbundið hlutverk byggingarfulltrúa er að hafa umsýslu og eftirlit með mannvirkjagerð í sveitarfélaginu. Helstu verkefni aðstoðarmanns verða yfirferð aðal- og séruppdrátta, undirbúningur vegna afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, byggingareftirlit og úttektir mannvirkja, ásamt ýmis konar samskiptum við hönnuði, byggingaraðila, stofnanir og íbúa sem og ýmis konar skráningarvinna.

Sigurður Óli lauk Bsc í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 ásamt því að hafa lokið lokið löggildingarnámskeiði mannvirkjahönnuða árið 2020. Sigurður Óli hefur starfað sem byggingartæknifræðingur hjá Stoð ehf frá árinu 2016 en þar áður starfaði hann hjá Dodda málara ehf.

Sigurður Óli mun hefja störf á komandi mánuðum og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.