Flokkar vinnustaðurinn allan hringinn?
Allan hringinn er samstarfsverkefni á vegum stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að kynna þær breytingar sem áttu sér stað í úrgangsmálum árið 2023 í kjölfar gildistöku nýrra laga og hvetja landsmenn alla til að taka þátt í að mynda hringrásarhagkerfi á Íslandi af fullum krafti.
Á heimasíðu verkefnisins er hægt að fá hagnýt ráð um flokkun rekstrarúrgangs, hvernig hægt er að spara pening með því að flokka, hvernig hægt er að vera fyrirmyndir í flokkun og skoða tékklista sem gefur skýra mynd af stöðu flokkunar á vinnustaðnum og þá hvernig hægt sé að flokka betur.
Heimasíðu verkefnisins má nálgast hér.
Átaksverkefnið gengur út á það að taka höndum saman og stuðla að hringrásarhagkerfi allan hringinn! Sveitarfélagið tekur undir þetta sjónarmið og hvetur fyrirtæki og stofnanir í Skagafirði til þess að flokka meira og tileinka sér hringrásarhugsun.