Rekstraraðili fyrir félagsheimilið Ljósheimar
Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstu félagsheimilisins Ljósheimar F2139958 allt að 10 ára, með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum.
Félagsheimilið Ljósheimar er byggt árið 1985 og er 343,4 m². Í húsinu er rúmgóður salur, vel útbúið eldhús, góð salernisaðstaða og herbergi á efri hæð. Félagsheimilið er nýtt fyrir samkomuhald af ýmsum toga, s.s. fundi, veislur, markaði og jafnvel ættarmót, en stærð lóðar er um 7000 m².
Rekstraraðila er ætlað að sjá um daglega starfsemi í húsinu, útleigu, ræstingar og minni háttar viðhald. Afhending húsnæðis er eftir samkomulagi.
Leigugreiðsla tekur mið af álögðum fasteignasköttum, skyldutryggingum og viðhaldskostnaði sem nemur 0,85% af brunabótamati fasteignarinnar. Brunabótamat eignarinnar er 189.700.000 kr. Rekstraraðila ber jafnframt að standa straum af greiðslu rafmagns, hita og annarra trygginga.
Óskað er eftir að umsókn fylgi upplýsingar um bakgrunn og reynslu umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2026 og skal skila umsóknum í Ráðhúsið á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is.