Vinnustofa um sjálfbæra þróun þjónustukjarna í ferðaþjónustu 8. febrúar nk.
Markaðsstofa Norðurlands, í samstarfi við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Sveitarfélagið Skagafjörð, boðar til vinnustofu um sjálfbæra þróun þjónustukjarna í ferðaþjónustu (sustainable hub development in tourism). Markmiðið er að fjölga gestum sem dvelja lengur á Norðurlandi – allt árið um kring.
Vinnustofan verður haldinn í Miðgarði sunnudaginn 8. febrúar n.k. kl. 15:00 – 18:00.
Á vinnustofunni verða fulltrúar frá hollensku ferðaskrifstofunni Voigt Travel og svissnesku ferðaskrifstofunni Kontiki Reisen til þess að útskýra sjónarhorn og þarfir erlendra gesta. Báðar ferðaskrifstofurnar bjóða nú þegar bein flug til Akureyrar og vilja vinna með heimafólki til þess að bjóða fleiri vörur og fá gesti til að dvelja lengur. Þessir fulltrúar munu deila reynslu sinni af væntingum gesta og ræða tækifæri á alþjóðavettvangi sem geta gagnast fyrirtækjum og svæðinu í heild.
Af hverju að taka þátt?
- Til að deila þinni þekkingu og reynslu og taka þátt í að móta framtíð svæðisins
- Tækifæri til að læra af og taka samtal við fulltrúa erlendra ferðaskrifstofa með áratuga reynslu á alþjóðavettvangi
- Taka þátt í að móta framtíðarsýn, forgangröðun og næstu skref
Þátttaka á fundinum er án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér
Skagafjörður hvetur öll ferðaþjónustuaðila til að skrá sig sem fyrst, en skráningarfrestur er til 4. febrúar.
Vinsamlegast athugið að fundurinn fer fram á ensku.