Aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélög þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili í samræmi við skipulagslög. Aðalskipulag markar framtíðarsýn um hvernig samfélagið á að þróast á næstu árum.

 

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 9. mars 2022 endurskoðað Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu.

Við yfirferð Skipulagsstofnunar á áður innsendu aðalskipulagi sveitarfélagsins komu fram athugasemdir sem snéru að efnistökusvæðum, skrá yfir vegi í náttúru Íslands, landbúnaðarsvæðum, jarðgöngum yfir í Hörgársveit og öðrum atriðum á uppdráttum og í greinargerð.

Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á framkomnum umsögnum og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna. Öll skipulagsgögn, athugasemdir, umsagnir og viðbrögð sveitarstjórnar verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt aðalskipulagsbreyting hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra eða skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri

 

Skipulagsstofnun staðfesti 4. apríl 2022 aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og skrá yfir vegi í náttúru Íslands sem samþykkt voru í sveitarstjórn 9. mars 2022. Við gildistöku aðal­skipulagsins fellur úr gildi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 ásamt síðari breyt­ingum. Málsmeðferð var samkvæmt 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing þess efnis birtist þann 7. apríl 2022 í B-deild Stjórnartíðinda.  

Aðalskipulagið er sett fram í greinargerð og uppdráttum. Þar kemur fram stefnumörkun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um landnotkun og  þróun til ársins 2035.

Greinargerð og umhverfisskýrsla

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Greinargerð

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Umhverfisskýrsla

Uppdrættir

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Sveitarfélagsuppdráttur 1

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Sveitarfélagsuppdráttur 2

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Þéttbýlisuppdráttur Hofsós

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Þéttbýlisuppdráttur Hólar

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Þéttbýlisuppdráttur Sauðárkrókur

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Þéttbýlisuppdráttur Steinsstaðir

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Þéttbýlisuppdráttur Varmahlíð

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Landbúnaðarland

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Efnistökusvæði

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Vegir í náttúru Íslands

Samantekt á athugasemdum

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Samantekt á athugasemdum og svör

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar

Vefsjá Skipulagsstofnunar - Árituð gögn Aðalskipulags Skagafjarðar.

 

Aðalskipulag 2009-2021