Helgi Páll Jónsson og Rúna Birna Finnsdóttir lóðarhafar lóðar við Víðihlíð 8 á Sauðárkróki óska heimildar Skipulagsnefndar Skagafjarðar til þess að skipta út grasfleti (um 10 m2) að sem liggur frá götu að austanverðu inn að bílastæði lóðar, fyrir steyptan flöt, en um er að ræða svæði er sem nær yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Gulur rammi (merktur 1) á meðfylgjandi loftmynd sýnir svæðið sem um ræðir. Lóðarhafar fóru í framkvæmdir á lóð í bakgarði og var markmiðið að laga frárennslislagnir í bakgarði að vestanverðu og við húsið norðanvert.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en gerir fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.