Fara í efni

Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi

Málsnúmer 2502228

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 69. fundur - 05.03.2025

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. febrúar síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Önnu Lilju Guðmundsdóttur og Finns Sigurðarsonar. Umsókn um leyfi til að byggja við íbúðarhús á jörðinni Hólagerði, L146233. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24148, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 19.01.2025.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.

Einnig liggur fyrir erindi dags. 02.03.2025 frá Þóri Guðmundssyni f.h. landeigenda þar sem óskað er eftir undanþágu vegna fjarlægðarmarka frá Merkigarðsvegi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Merkigarðsvegi nr. (7575).
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að fela skipulagsfullrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn Innviðaráðuneytisins.

Skipulagsnefnd - 76. fundur - 12.06.2025

Lagt fram til kynningar drög að bréfi sveitarstjórnar til Húsnæðis- og félagsmálaráðuneytisins varðandi umsókn um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi 50 m fjarlægðarmörk húsbyggingar frá vegi fyrir Hólagerði L146233.

Skipulagsnefnd - 77. fundur - 18.06.2025

Málið áður á dagskrá á 76. fundi skipulagsnefndnarinnar þann 12.06.2025 þar sem kynnt voru drög að umsögn sveitastjórnar frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Var þá bókað: "Lagt fram til kynningar drög að bréfi sveitarstjórnar til Húsnæðis- og félagsmálaráðuneytisins varðandi umsókn um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi 50 m fjarlægðarmörk húsbyggingar frá vegi fyrir Hólagerði L146233."
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir drög að samantekt sinni um afgreiðslu málsins. Málið var rætt á grunni samantektarinnar.

Skipulagsnefnd lýsir sig sammála þeim sjónarmiðum sem fram koma í drögum skipulagsfulltrúa að samantekt til sveitarstjóra um málið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi samantektarinnar og umræddra draga að umsögn sveitarfélagsins í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Að henni lokinni vinni skipulagsfulltrúi málið gagnvart ráðuneytinu í samráði við sveitarstjórn. Að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins verði afstaða til byggingarreits tekinn til endanlegrar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 78. fundur - 26.06.2025

Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025.

Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010.

Byggðarráð Skagafjarðar - 153. fundur - 02.07.2025

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025.
Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010."

Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025.

Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt.

Skipulagsnefnd - 83. fundur - 18.09.2025

Málið áður á dagskrá á 153. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar, þá bókað:
„Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025. Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010." Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025. Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010. Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt."

Skipulagsfulltrúi leggur fram bréf Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til sveitarfélagsins dags. 16.09. 2025, en skv. því hefur ráðuneytið, á grundvelli 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga, veitt undanþágu frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.2.3.5. gr. skipulagsreglugerðar fyrir byggingarreit viðbyggingar við íbúðarhúsið að Hólagerði í 33 metra fjarlægð frá Merkigarðsvegi. Með vísan til þessa bréfs, og til þess að fyrirhuguð framkvæmd er að mati nefndarinnar í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hún ákveði að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum. Skipulagsnefnd telur rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025

Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málið áður á dagskrá á 153. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar, þá bókað:
„Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025. Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010." Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025. Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010. Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt."

Skipulagsfulltrúi leggur fram bréf Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til sveitarfélagsins dags. 16.09. 2025, en skv. því hefur ráðuneytið, á grundvelli 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga, veitt undanþágu frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.2.3.5. gr. skipulagsreglugerðar fyrir byggingarreit viðbyggingar við íbúðarhúsið að Hólagerði í 33 metra fjarlægð frá Merkigarðsvegi. Með vísan til þessa bréfs, og til þess að fyrirhuguð framkvæmd er að mati nefndarinnar í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hún ákveði að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum. Skipulagsnefnd telur rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Fallist er á rök skipulagsnefndar að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum.