Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. febrúar síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. Önnu Lilju Guðmundsdóttur og Finns Sigurðarsonar. Umsókn um leyfi til að byggja við íbúðarhús á jörðinni Hólagerði, L146233. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA24148, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 19.01.2025.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.
Einnig liggur fyrir erindi dags. 02.03.2025 frá Þóri Guðmundssyni f.h. landeigenda þar sem óskað er eftir undanþágu vegna fjarlægðarmarka frá Merkigarðsvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Merkigarðsvegi nr. (7575).
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að fela skipulagsfullrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn Innviðaráðuneytisins.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.
Einnig liggur fyrir erindi dags. 02.03.2025 frá Þóri Guðmundssyni f.h. landeigenda þar sem óskað er eftir undanþágu vegna fjarlægðarmarka frá Merkigarðsvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að óskað verði eftir undanþágu Innviðaráðuneytis frá d. lið 5.3.2.5, gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, vegna 50 m fjarlægðarmarka byggingarreits frá Merkigarðsvegi nr. (7575).
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að fela skipulagsfullrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn Innviðaráðuneytisins.