Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

42. fundur 15. október 2025 kl. 16:15 - 19:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrund Pétursdóttir
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Eyþór Fannar Sveinsson varam.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka mál númer 2510144 - Þjónustustefna Skagafjarðar á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 162

Málsnúmer 2509011FVakta málsnúmer

Fundargerð 162. fundar byggðarráðs frá 17. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Til fundarins kom Sara Björk Þorsteinsdóttir verkefnastjóri farsældar hjá SSNV.

    Í framhaldi af vinnu við undirbúning stofnunar Farsældarráðs Norðurlands vestra í samræmi við lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, kom verkefnastjóri farsældar hjá SSNV, ásamt framkvæmdastjóra, á fund byggðarráðs til að kynna verkefnið nánar, fjalla um hlutverk og starfsemi ráðsins og ræða næstu skref.

    Byggðarráð þakkar Söru fyrir komuna og fyrir áhugavert erindi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 160/2025, "Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum". Umsagnarfrestur er til og með 19.09. 2025.
    Mál áður á dagskrá 161. fundi byggðarráðs þann 10. september sl.

    Til fundarins mætti Sigríður Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

    Byggðarráð Skagafjarðar leggst alfarið gegn því að eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum landsins til Umhverfis- og orkustofnunar og að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum til Matvælastofnunar. Þó að heilbrigðiseftirlitin hafi mörg verkefni á sinni könnu eru þessir tveir verkþættir sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur áform um að færa frá þeim, að taka um það bil 70% af starfsemi heilbrigðiseftirlitanna og eru þeirra lang stærstu tekjuberandi verkefni. Það er því ljóst að með tilfærslu þessara verkefna er verið að kippa núverandi rekstrargrundvelli undan heilbrigðiseftirlitum landsins og eftir verða verkefni sem geta talist þjónustuverkefni við almenning sem skila litlum sem engum tekjum til rekstrarins. Augljóst er að sveitarfélögin í landinu munu þá ein og sér bera þann kostnað, ef þau þá yfirhöfuð treysta sér til að reka heilbrigðiseftirlitin eftir þessa breytingu. Þá hefur komið fram að ekkert í ábendingum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem kallar á að afnám staðbundinna stjórnvalda sé nauðsynlegt til að uppfylla kröfur ESB.

    Þrátt fyrir að gefin séu fyrirheit um að störfum á landsbyggðinni muni ekki fækka í lýsingu á áformunum í Samráðsgátt stjórnvalda, þá telur byggðarráð Skagafjarðar verulegar líkur á að fyrirtæki, ferðaþjónustuaðilar, verslanir og margir aðrir aðilar sem þurfa á úttektum að halda, sitji uppi með mun óskilvirkari og dýrari þjónustu nái breytingarnar fram að ganga, vegna fjarlægðar eftirlitsaðila við úttektaraðila og takmarkaðrar þekkingar þeirra á staðháttum.

    Því skal hins vegar haldið til haga að það er ýmislegt sem þarf að laga og bæta í samræmingu umsókna, úttekta, meðferðarmála og skila á niðurstöðum eftirlits milli heilbrigðiseftirlitanna. Þessa vinnu á að klára með því að styrkja samræmingarhlutverk Umhverfis- og orkustofnunar og Matvælastofnunar, sem skilgreint er í lögum. Það myndi tryggja skilvirkari og vandaðri vinnubrögð og þjónustu til þjónustuþega og tryggja þannig rekstur og umgjörð þeirra í landshlutunum, íbúunum til góða.

    Byggðarráð Skagafjarðar tekur jafnframt heilshugar undir þær athugasemdir sem SHÍ (Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi) hafa sent frá sér og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að draga umrædd áform að öllu leyti til baka. Mun betri leið er að klára frekari vinnu um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlitanna í samráði við sveitarfélögin og SHÍ með útgangspunkti í þeim sex aðgerðum sem SHÍ leggur til í sinni umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 1.3 2508116 Beiðni um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Á 161. fundi byggðarráðs var tekin fyrir beiðni um aukinn frest til að útfæra tillögur hópsins að leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð var á einu máli um að ekki yrðu veittir frekari frestir vegna málsins. Sunna Axelsdóttir lögfræðingur hefur fyrir hönd hópsins óskað eftir rökstuðningi frá byggðarráði vegna ákvörðunarinnar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að setja saman drög að rökstuðningi og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra, dagsett 11. september 2025, svohljóðandi:

    "Ég óska hér með eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu:

    1. Hvenær fundaði hópurinn síðast?
    2. Hver var dagskrá þess fundar og hvaða niðurstöður liggja fyrir?
    3. Hvaða mál eru á dagskrá framundan hjá hópnum og hvenær er næsti fundur áætlaður?"

    Svör byggðarráðs við fyrirspurninni koma hér að neðan:

    1. Hvenær fundaði hópurinn síðast?
    Hópurinn fundaði síðast 9. október 2024.

    2. Hver var dagskrá þess fundar og hvaða niðurstöður liggja fyrir?
    Sá fundur hófst með umræðum um starfsemi og samsetningu hópsins, svo var rædd tíðni og dagsetning næstu funda hópsins, áherslumál hvað varðar markmið, forgangsröðun og fjármögnun aðgengismála í sveitarfélaginu, auk mögulegra breytinga á mönnun umrædds hóps.

    3. Hvaða mál eru á dagskrá framundan hjá hópnum og hvenær er næsti fundur áætlaður?
    Stefnt er að því að boða fund hópsins í byrjun október á þessu ári en það hefur bitnað á virkni hans að starfsemi veitu- og framkvæmdasviðs hefur verið undirmönnuð undanfarið ár, allt til loka júní sl. Fyrir liggur að nefndarmenn eru sammála um að skoða þurfi heppilega samsetningu nefndarinnar m.t.t. verkefna og eftirfylgni.

    Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "VG og óháð harma að störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hafi legið niðri í sveitarfélaginu Skagafirði frá 9. október 2024 og hafi því ekki fengið þann sess sem þau ættu að hafa. Aðgengi er ekki aukaatriði heldur grundvallarmannréttindi og forsenda jafnréttis og samfélagslegrar þátttöku. Aðgengismál snerta ekki aðeins fatlað fólk heldur alla íbúa sveitarfélagsins ekki síst eldri borgara, foreldra með börn í vögnum og alla sem þurfa öruggt og aðgengilegt umhverfi í daglegu lífi.
    Við krefjumst þess að tryggt verði að hópurinn verði útvíkkaður eins og um hefur verið rætt og að hann hefji regluleg störf með skýra verkáætlun og eftirfylgni og að aðgengismál verða ekki lengur látin sitja á hakanum hjá ráðgefandi hóp um aðgengismál sveitarfélagsins eins og hefur því miður verið undanfarið."

    Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
    "Fulltrúar meirihluta vilja árétta að aðgengismál skipta okkur öll miklu máli og eru grundvallaratriði fyrir alla. Núverandi aðgengishópur er skipaður fulltrúa sveitarfélagsins, tveimur hagaðilum ásamt fulltrúum meiri- og minnihluta sveitarstjórnar og gott að hafa það í huga að allir nefndarmenn í hópnum geta óskað eftir fundi þegar þeim hugnast eða telja þörf á. Megin ástæða þess að ekki hefur verið fundað reglulega síðasta árið er undirmönnun á starfsemi veitu- og framkvæmdarsviðs sem nú eru kominn í betra horf vegna nýrra ráðninga. Það er vissulega miður að hópurinn hefur ekki komið saman en það þýðir hins vegar ekki, að ekki sé unnið gott starf tengt aðgengismálum á meðan. Sem dæmi má nefna að aðgengismál í Sundlaug Sauðárkróks voru í sumar tekinn út af Öryrkjabandalaginu og var niðurstaðan glæsileg, aðgengismálum í hag. Sama á við um allar nýframkvæmdir og byggingar sem sveitarfélagið stendur fyrir en þar er lögð mikil áhersla á að kröfur um aðgengismál séu uppfylltar."
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "G og óháð harma að störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hafi legið niðri í sveitarfélaginu Skagafirði frá 9. október 2024 og hafi því ekki fengið þann sess sem þau ættu að hafa. Aðgengi er ekki aukaatriði heldur grundvallarmannréttindi og forsenda jafnréttis og samfélagslegrar þátttöku. Aðgengismál snerta ekki aðeins fatlað fólk heldur alla íbúa sveitarfélagsins ekki síst eldri borgara, foreldra með börn í vögnum og alla sem þurfa öruggt og aðgengilegt umhverfi í daglegu lífi. Við krefjumst þess að tryggt verði að hópurinn verði útvíkkaður eins og um hefur verið rætt og að hann hefji regluleg störf með skýra verkáætlun og eftirfylgni og að aðgengismál verða ekki lengur látin sitja á hakanum hjá ráðgefandi hóp um aðgengismál sveitarfélagsins eins og hefur því miður verið undanfarið."

    Fulltrúar meirihluta ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Fulltrúar meirihluta vilja árétta að aðgengismál skipta okkur öll miklu máli og eru grundvallaratriði fyrir alla. Núverandi aðgengishópur er skipaður fulltrúa sveitarfélagsins, tveimur hagaðilum ásamt fulltrúum meiri- og minnihluta sveitarstjórnar og gott að hafa það í huga að allir nefndarmenn í hópnum geta óskað eftir fundi þegar þeim hugnast eða telja þörf á. Megin ástæða þess að ekki hefur verið fundað reglulega síðasta árið er undirmönnun á starfsemi veitu- og framkvæmdarsviðs sem nú eru kominn í betra horf vegna nýrra ráðninga. Það er vissulega miður að hópurinn hefur ekki komið saman en það þýðir hins vegar ekki, að ekki sé unnið gott starf tengt aðgengismálum á meðan. Sem dæmi má nefna að aðgengismál í Sundlaug Sauðárkróks voru í sumar tekinn út af Öryrkjabandalaginu og var niðurstaðan glæsileg, aðgengismálum í hag. Sama á við um allar nýframkvæmdir og byggingar sem sveitarfélagið stendur fyrir en þar er lögð mikil áhersla á að kröfur um aðgengismál séu uppfylltar."
  • 1.5 2509145 Styrkbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Lagt fram erindi frá félagi fósturforeldra, dagsett 9. september 2025. Í bréfinu óskar félagið eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu fyrir árið 2026.

    Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Lagt fram bréf frá Einari Ólasyni dagsett 2. september 2025. Í bréfi sínu skorar Einar á sveitarfélagið að gera allt sem hægt er til þess að öll 12 mánaða börn og eldri fái pláss á leikskóla.

    Byggðarráð þakkar fyrir bréfið og tillögur sem fram koma í því. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd m.t.t. þess hvaða aðgerðir er mögulega hægt að skoða til viðbótar þeim sem þegar hefur verið ráðist í, til að tryggja mönnun á leikskólum Skagafjarðar og úrræði fyrir foreldra sem ekki koma börnum sínum í leikskólavistun.

    Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "VG og óháð fagnar framkominni áskorun og tekur undir áhyggjur um mönnunarvanda á leikskólum í Skagafirði. Við teljum að endurskoða þurfi aðgerðir til að mæta vandanum ekki síst með því að eiga samtal við starfsfólk leikskóla um bæði raunhæfar lausnir til að dreifa vinnuálagi og gera vinnustaðinn meira aðlaðandi fyrir nýtt starfsfólk. Þar mætti m.a. horfa til fyrri aðgerða sveitarfélagsins sem miðuðu að sveigjanlegum lausnum og spyrja hvort ekki sé tímabært að endurvekja hluta þeirra eða þróa þær áfram svo hægt sé að manna þessa mikilvægu vinnustaði."

    Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
    "Fulltrúar meirihlutans vilja árétta að það er mjög virkt samtal í gangi við stjórnendur leikskólans um hugsanlegar lausnir á þessum vanda, en grunnvandinn er að það vantar fleira starfsfólk til starfa. Hvetjum við fræðslunefnd til að vinna áfram að lausn málsins með stjórnendum sveitarfélagsins en við hörmum öll að þessi staða skuli vera uppi."
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
    "VG og óháð fagnar framkominni áskorun og tekur undir áhyggjur um mönnunarvanda á leikskólum í Skagafirði. Við teljum að endurskoða þurfi aðgerðir til að mæta vandanum ekki síst með því að eiga samtal við starfsfólk leikskóla um bæði raunhæfar lausnir til að dreifa vinnuálagi og gera vinnustaðinn meira aðlaðandi fyrir nýtt starfsfólk. Þar mætti m.a. horfa til fyrri aðgerða sveitarfélagsins sem miðuðu að sveigjanlegum lausnum og spyrja hvort ekki sé tímabært að endurvekja hluta þeirra eða þróa þær áfram svo hægt sé að manna þessa mikilvægu vinnustaði."

    Fulltrúar meirihluta ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Fulltrúar meirihlutans vilja árétta að það er mjög virkt samtal í gangi við stjórnendur leikskólans um hugsanlegar lausnir á þessum vanda, en grunnvandinn er að það vantar fleira starfsfólk til starfa. Hvetjum við fræðslunefnd til að vinna áfram að lausn málsins með stjórnendum sveitarfélagsins en við hörmum öll að þessi staða skuli vera uppi."
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Lagt fram erindi frá UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, dagsett 14. ágúst 2025, þar sem vakin er athygli á að UNICEF á Íslandi hefur opnað fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög og er Skagafirði boðið að sækja um. Jafnframt er boðið upp á að haldin verði kynning á verkefninu fyrir áhugasöm sveitarfélög.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að þiggja boð UNICEF um kynningu á verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 163/2025, "Fæðuöryggi á Íslandi. Staða og horfur - 2025". Umsagnarfrestur er til og með 23.09. 2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að unnin hafi verið samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Fæðuöryggi er vaxandi áhyggjuefni um allan heim í ljósi loftslagsbreytinga og óstöðugleika í alþjóðastjórnmálum. Fyrir Ísland eru þessar áskoranir sérstaklega mikilvægar vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana sem gera landið mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu. Af samantektinni má sjá að fæðukerfi landsins er viðkvæmt gagnvart ytri og innri áföllum. Nauðsynlegt er að stjórnvöld taki tillit til þess og nýti alla kosti sem mögulegir eru til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar á tímum margvíslegra utanaðkomandi ógna.

    Öflugur landbúnaður er stærsta sóknarfæri Íslands í að tryggja innlenda matvælaframleiðslu og þar með fæðuöryggi. Byggðarráð leggur áherslu á að endurskoðun búvörusamninga verði vönduð, gagnadrifin og bundin mælanlegum viðmiðum og raunhæfum úrræðum til að bregðast við áföllum í aðfangakeðjum. Æskilegt væri að setja markmið um lágmarkshlutdeild innlendrar framleiðslu í lykilflokkum á borð við mjólkurvörur, kjöt og korn með árlegu uppgjöri og viðbragðsflötum á borð við tímabundinn stuðning við afkastahindranir og sveiflur.

    Það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar að stjórnvöld vinni ekki gegn eigin markmiðum í þeim efnum. Má þar nefna að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. Slíkt myndi veikja innlenda mjólkurframleiðslu sem er kjarnastoð fæðuöryggis.

    Áhersla verði jafnframt á áþreifanlegt átak í kornrækt og birgðahaldi til að styrkja kornframleiðslu og þurrk- og geymsluinnviði. Slíkt átak væri ákjósanleg leið til að auka lágmarksbirgðir korns í landinu á hverjum tíma. Hlutdeild Íslands í korni til manneldis er hverfandi eða um 1% auk þess sem fræðimenn hafa á þessu ári undirstrikað að neyðarbirgðir skipta sköpum.

    Að auki telur byggðarráð brýnt að ráðast í markvissar aðgerðir fyrir sauðfjárbúskap um verðmyndun, vöruframþróun og markaðstengingar til að vernda byggð, landnýtingu og matvælaframleiðslu hér á landi. Kindakjötsframleiðsla 2024 var í sögulegu lágmarki. Fjöldi sláturfjár var 447 þúsund og hefur ekki verið minni frá því árið 1954. Greining Byggðastofnunar undirstrikar byggðafestu sauðfjárbúskapar og þörf á mótvægisaðgerðum þegar áföll dynja á í greininni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 162 Lagt fram til kynningar bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, dagsett 10. september 2025, þar sem vakin er athygli á vaxandi tjónum á nýlegum mannvirkjum á þekktum flóðasvæðum. Með þessu bréfinu er áréttuð lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum og réttur almennings til skýrra upplýsinga um takmarkanir á vátryggingarvernd og bótarétti skv. 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar byggt er á svæðum með fyrir fram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 163

Málsnúmer 2509018FVakta málsnúmer

Fundargerð 163. fundar byggðarráðs frá 24. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Marín Rós Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Unicef sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti fyrir byggðarráði hvað felst í verkefninu um barnvæn samfélög á vegum Unicef.

    Byggðarráð þakkar fyrir góða kynningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið.

    HMS framkvæmdi úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar þann 14. maí 2025. Markmiðið var að staðreyna hvort starfsemi slökkviliðsins væri í samræmi við lögbundnar kröfur, brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og að leiðbeina sveitarstjórn um þau atriði sem þarfnast úrbóta.

    Í úttektarskýrslu eru eingöngu gerðar athugasemdir við 2 atriði af þeim 32 atriðum sem voru til skoðunar. Snúa báðar athugasemdir að því að húsakostur Brunavarna Skagafjarðar er undir þeim mörkum sem starfsemin þarfnast. Ráðast þarf í þarfagreiningarvinnu til að meta nauðsynlegar úrbætur á húsnæði Brunavarna Skagafjarðar ásamt aðkomu að svæðinu og skipulag þess.

    Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir kynningu á niðurstöðum og fagnar jákvæðri niðurstöðu úttektar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 2.3 2508116 Beiðni um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Arnór Halldórsson, lögmaður sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

    Hópur leigutaka lóða á Nöfum ofan Sauðárkróks höfðu farið þess á leit að fá að bera undir byggðarráð hugmyndir að breyttu orðalagi lóðarleigusamninga vegna lóða á Nöfum. Byggðarráð varð við þeirri beiðni og óskaði eftir skriflegu erindi frá hópnum til að taka afstöðu til. Engar tillögur bárust byggðarráði, en Sunna Axelsdóttir sendi byggðarráði erindi og óskaði eftir frekari fresti til að vinna að tillögum að leggja fyrir byggðarráð. Byggðarráð hafnaði því að veita frekari fresti í málinu á 161. fundi sínum þann 10. september sl. Í framhaldi þess hefur Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs á því að hafna því að veita frekari frest í málinu.

    Arnór gerði grein fyrir drögum að umbeðnum rökstuðningi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að senda rökstuðning byggðarráðs fyrir ákvörðuninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026. Um er að ræða að jafnaði hækkun um 2,7% hækkun liða frá gjaldskrá ársins 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lögð fram skýrsla útgefin af Byggðastofnun 16. september sl., um þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi. Skýrsla sem þessi hefur verið gefin út á tveggja ára fresti og sýna niðurstöður hennar stöðuna í lok árs 2024.
    Megin niðurstöður skýrslunnar sýna að ríkisstörfum heldur áfram að fjölga og nú um 538 eða 1,9% frá árinu 2023. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta.
    Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022.
    Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö.
    Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum.
    Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra.
    Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar hér en í öðrum landshlutum. Á sama tíma er íbúafjölgunin einnig hægari en meðaltalsfjölgunin er á Íslandi. Þessi þróun er með öllu óásættanleg og henni verður að snúa við. Við bætist svo stórlega aukin gjaldtaka hins opinbera úr landshlutanum með hundruða milljóna króna viðbótar gjöldum á sjávarútveg. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra og ríkisstjórn Íslands að bregðast við þessari þróun í samráði við sveitarstjórnir á Norðurlandi vestra, með aðgerðum sem hafi það að markmiði að efla hag landshlutans til jafns við aðra slíka hér á landi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lögð fram beiðni frá Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um styrk til handa félaginu til að standa straum af sætaferðum á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins en þar mætast Víkingur frá Ólafsvík og Tindastóll á Laugardalsvelli, föstudagskvöldið 26. september kl. 19:15.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Knattspyrnudeild UMF Tindastóls um 450 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði við sætaferðir á úrslitaleikinn. Styrkurinn verður greiddur af málaflokki 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lagt fram erindi frá Ólínu Björk Hjartardóttur fyrir hönd rekstraraðila við Aðalgötu á Sauðárkróki, dagsett 22. september sl. Í erindinu óskar hún eftir leyfi sveitarfélagsins til að loka Aðalgötunni fimmtudaginn 2. október frá 20:00 til 22:00 í tengslum við kvöldopnun verslunar-, veitinga- og þjónustuaðila við götuna.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita fyrir sitt leyti leyfi fyrir því að Aðalgatan á Sauðárkróki verði lokuð frá horni Skólastígs og Skagfirðingabrautar (við Ráðhús) alveg norður eftir Aðalgötunni að Gránu (Við Villa Nova) fimmtudaginn 2. október á milli 20:00 og 22:00.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 158/2025, "Breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts o.fl. til skoðunar". Umsagnarfrestur er til og með 10.10. 2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum athugunarinnar um hvort m.a. sé mögulegt að bæta lausafjárstýringu ríkissjóðs og draga þannig úr vaxtakostnaði hans, auk þess að rýna í gildandi regluverk hér á landi og skoða regluverk um sama efni á öðrum Norðurlöndum.

    Byggðarráð Skagafjarðar vill í þessu sambandi leggja til að athugunin verði útvíkkuð. Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða, hvernig fjármuna er aflað og í hvað þeim er varið. Eðlilegt er að jafnframt verði hugað að lausafjárstýringu sveitarfélaganna og vaxtakostnaði með því að afnema virðisaukaskatt af innviðaframkvæmdum sveitarfélaga. Afar óeðlilegt er að íslenska ríkið fái 15 milljarða króna tekjur af virðisaukaskatti vegna 78 milljarða króna framkvæmda sveitarfélaga, líkt og á árinu 2023, vegna mikilvægra og lögbundinna innviðauppbyggingarverkefna sveitarfélaga, s.s. vegna skólabygginga, byggingar húsnæðis fyrir fatlað fólk, íþróttamannvirkja o.s.frv. Slíkt fyrirkomulag þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 170/2025, "Aðgengi að vefsetrum og smáforritum opinberra aðila".

    Umsagnarfrestur er til og með 28.09.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Umsagnarfrestur í máli nr. 176/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar", hefur verið framlengdur og rennur út 06.10.2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar lítur það jákvæðum augum að starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verði sameinuð undir hatti einnar stofnunar en við það verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar gagnvart sveitarfélögum, fasteignaeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Samhliða breytingunum þarf að tryggja hraða og öfluga stafræna þróun.

    Byggðarráð bendir stjórnvöldum einnig á að við sameiningu stofnana skapast tækifæri til að fjölga störfum á vegum ríkisins á landsbyggðinni en sem kunnugt er hallar verulega á landsbyggðina í þeim efnum á meðan höfuðborgarsvæðið er eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda ríkisins er hærra en hlutfall íbúa. Með eflingu opinberrar starfsemi á landsbyggðinni er unnið í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar við að treysta stoðir hinna dreifðu byggða og jafnt aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 15. september 2025. Í bréfinu er boðað til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn miðvikudaginn 1. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í salnum H-l sem er staðsettur á 2.hæð hótelsins og hefst kl. 16:00. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 163 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2025. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.

    Ársfundur samtakanna skal halda í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðarétt Skagafjarðar á ársfundi samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 164

Málsnúmer 2509026FVakta málsnúmer

Fundargerð 164. fundar byggðarráðs frá 1. október 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð.

Álfhildur Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.

Þá kvaddi Álfhildur Leifsdóttir sér hljóðs og lagði fram bókun við lið 3.2.

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Guðlaugur Skúlason sér hljóðs og lagði fram bókun við lið 3.2.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið. Hjörvar lagði fram yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins og fór yfir hver staða er á einstaka verkefnum. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "Það er virkilega dapurlegt hvernig sveitarfélagið Skagafjörður kaus að draga þetta mál sem snýr að launagreiðslum til tónlistarskólakennara á langinn, með þeim afleiðingum að bæturnar, sem hafa nú verið greiddar samkvæmt dómi héraðsdóms, hækkuðu verulega vegna dráttarvaxta. Þegar opinber aðili eins og sveitarfélag ákveður að tefja mál frekar en að leysa það með sanngjörnum hætti, er ekki aðeins verið að valda einstaklingum fjárhagslegu tjóni og andlegu álagi heldur er líka verið að sóa almannafé.
    Þegar sveitarfélagið kýs að verja tíma og fjármunum í að halda uppi málarekstri sem þegar hefur verið úrskurðað í og á endanum reynist svo óréttmætur og tilgangslaus, er verið að senda röng skilaboð til bæði starfsfólks og íbúa. Því er mikilvægt að sveitarfélagið endurskoði verklag sitt í slíkum málum og axli ábyrgð strax þegar ljóst er að mistök hafa átt sér stað, í stað þess að lengja ferlið og auka þar með kostnað samfélagsins og ganga á sameiginlega sjóði eins og hér hefur verið gert.
    Í bókun VG og óháðra á byggðarráðsfundi í september í fyrra, stendur m.a. eftirfarandi: "Samkvæmt þeim dómi sem féll á hendur sveitarfélagsins í Héraðsdómi Norðurlands vestra er ljóst að Skagafjörður braut á kjarasamningi tónlistarkennara og er skylt að greiða bætur vegna þess. Að áfrýja þeim dómi til Landsréttar er bæði kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið en líka afskaplega sorgleg mannauðsstefna. Ætti sveitarfélagið að sjá sóma sinn í því að gera upp vangreidd gjöld við þau sem um ræðir og biðja þau afsökunar á broti á kjarasamningum."
    Frá því rúma ári frá því þetta var ritað hafa dráttarvextir mallað vegna málsins og mikil óvissa verið lögð á starfsfólk sveitarfélagsins sem sannarlega á afsökunarbeiðni af hálfu meirihluta sveitarstjórnar skilið.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháð"

    Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskar bókað:
    "Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks leggur fram eftir Viðvarandi ágreiningur hefur verið milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, annars vegar, og kennara við Tónlistarskóla Skagafjarðar, hins vegar, varðandi greiðslur fyrir ferðatíma vegna aksturs milli starfsstöðva Tónlistarskóla Skagafjarðar á umliðnum árum. Lögmenn málsaðila áttu fundi á síðustu mánuðum með það að markmiði að kanna hvort mögulegt væri að ná sáttum í málinu án frekari málaferla. Þær viðræður leiddu til þeirrar niðurstöðu að mögulegt væri að leysa þann ágreining sem er milli sveitarfélagsins og tónlistarskólakennara. Í þeirri sátt féllst sveitarfélagið á að falla frá áfrýjun málsins til Landsréttar, greiða kennurum ákveðna fjárhæð vegna aksturs þeirra á milli starfsstöðva tónlistarskólans á fyrri árum en samhliða samþykktu kennarar að málið yrði fellt niður án kröfu um kostnað af þeirra hálfu vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Lögmaður kennara hefur samhliða, fyrir þeirra hönd, skrifað undir samkomulag með vísan til greinar 5.4. í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, um hvernig ákvæði greinarinnar varðandi akstur milli starfsstöðva skólans skuli framkvæmt til framtíðar. Í því felst að í upphafi hvers skólaárs er sveitarfélaginu heimilt að minnka kennsluskyldu kennara og þann tíma sem þeir verja til annarra faglegra starfa til að skapa svigrúm sem þeir þurfa til að komast á milli starfsstöðva skólans án sérstakrar viðbótargreiðslna og innan dagvinnumarka. Fyrir liggur því samkomulag um túlkun á því kjarasamningsákvæði sem deilt var um. Er fagnaðarefni að farsæl niðurstaða hafi náðst í málinu sem báðir aðilar fella sig við."
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Á fundinum var farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum sem unnin eru af fyrirtækinu Consensa fyrir Skagafjörð. Meginbreyting frá fyrra útboði er stytting á fyrirhuguðu aksturstímabili, sem verður frá 15. nóvember til og með 28. febrúar ár hvert.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi útboðsgögn með breytingum. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að láta auglýsa útboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Málið áður á dagskrá 163. fundar byggðarráðs 24. september sl. en fylgigögn með því voru ekki rétt og því er málið tekið fyrir að nýju.
    Lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026. Um er að ræða að jafnaði hækkun um 2,7% hækkun liða frá gjaldskrá ársins 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október nk.
    Frumvarp þetta, sem samið er í innviðaráðuneytinu, var áður lagt fram á 156. löggjafarþingi ( 271. mál) en náði þá ekki fram að ganga. Það er nú endurflutt með þeirri breytingu á 3. gr. að tekin er út heimild til að leggja fram eina innviðastefnu í stað sjálfstæðrar stefnu á hverju sviði fyrir sig. Er það í samræmi við tillögu í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á 156. löggjafarþingi.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnu frumvarpi og að í því sé tekið tillit til athugasemda byggðarráðs við fyrra frumvarp frá 16. apríl sl. um að goldinn sé varhugur við að leggja af sérstaka stefnu í byggðamálum sem Alþingi hefur falið ríkisstjórninni að vinna að. Byggðaáætlun er enda mikilvægt tæki til að vinna að því að innviðir og þjónusta mæti þörfum samfélaga og leitast við að tryggja sjálfbærar byggðir um land allt. Byggðaáætlun byggist á heildstæðri stefnumörkun ráðherra og samhæfingu og samspili við aðrar áætlanir ríkisins. Verklag við gerð byggðaáætlunar hefur reynst vel og því full ástæða til að byggja áframhaldandi þróun á því góða verklagi í stað þess að Alþingi Íslendinga veiki eða leggi sérstaka stefnu í byggðamálum af.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 10. október nk.

    Byggðarráð Skagafjarðar styður tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu en leggur áherslu á að þess verði samhliða gætt að ekki verið dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu grunninnviða annars staðar á landinu, m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Þá er nauðsynlegt að stórefla samgöngur til að stuðla að því að t.d. Akureyri geti sinnt svæðishlutverki til vesturs. Þar er brýnt að horfa til jarðganga um Tröllaskaga til að stytta og styrkja samgöngur á milli allra helstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi.

    Auk samgöngubóta sem þarf að ráðast í til að styrkja Akureyri í að sinna svæðishlutverki sínu til vesturs bendir Skagafjörður einnig á að í stefnunni er mikilvægi almenningssamgangna ítrekað sem er í ósamræmi við þær aðgerðir Vegagerðarinnar að fækka ferðum almenningssamgangna á milli landshlutanna úr tveimur ferðum á dag í eina ferð. Huga þarf að því að fjármagna og útfæra skilvirkar almenningssamgöngur til viðbótar við samgöngubætur.

    Einnig er mikilvægt að rík áhersla verði lögð í borgarstefnu á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítala Íslands í lífsbjargandi þjónustu við íbúa landsbyggðanna. Byggðarráð Skagafjarðar áréttar einnig nauðsyn stefnumótunar fyrir þau svæði utan borgarsvæðanna sem gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöðvar þjónustu og verslunar fyrir stór og dreifbýl landsvæði. Ekkert er fjallað um þessi svæði í fyrirliggjandi þingsályktun.

    Tekið er fram í stefnumótuninni að skilgreindu borgarsvæðin tvö eigi að njóta aukins framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, svokallað höfuðstaðarálag vegna þjónustu sem þau veiti umfram önnur sveitarfélög. Nú er Skagafjörður leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra fyrir Norðvesturland auk þess að vera leiðandi í málefnum barnaverndar fyrir Mið-Norðurland. Gæta þarf að því að fleiri sveitarfélög en Akureyri og Reykjavík eru leiðandi sveitarfélög í umfangsmiklum og kostnaðarsömum málaflokkum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025, „Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011“. Umsagnarfrestur er til og með 13.10. 2025.
    Málið kynnt.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 164 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 24. september 2025, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórðar Grétars Árnasonar, kt. 220382-5839, um leyfi til að reka gististað í flokki II - G íbúðir, að Sæmundargötu 15, 550 Sauðárkróki, fasteignanúmer: F2132334, undir heitinu Brim Guesthouse. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 165

Málsnúmer 2510006FVakta málsnúmer

Fundargerð 165. fundar byggðarráðs frá 9. október 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar.

    Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2026-2029, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar

    Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

    Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er neikvæð um 62.692 þ.kr. Helstu breytur eru lækkaðar tekjur vegna gjaldskrárbreytinga í leikskóla, samningsupphæð vegna málaferla tónlistarskólakennara vegna aksturs, uppreikningur langtímalána vegna verðlagsbreytinga, framkvæmdastyrkur til Golfklúbbs Skagafjarðar, tjón á körfuboltavelli við Árskóla, auk þess sem hluti eignasölu er tekinn út úr fjárhagsáætlun.

    Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er jákvæð um 162.660 þ.kr. Helstu breytur eru uppreikningur langtímalána, hækkun höfuðstóls langtímalántöku vegna skilmála skuldabréfa, hækkun á eignum vegna afturköllunar eignasölu, aukinn kostnaður við framkvæmdir við Leikskólann Birkilund, gatnagerð í Sveinstúni frestað, hönnun og stækkun eldhúss í Ársölum frestað, auknar framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna, aukinn framkvæmdakostnaður við Sundlaug Sauðárkróks, auknar framkvæmdir við Árskóla auk þess sem sjóvörn við Hofsós er frestað. Auk þess er lækkun nokkurra framkvæmda.

    Niðurstaðan er hækkun á handbæru fé um 99.969 þ.kr.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Lagður fram samstarfssamningur um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra. Í samstarfssamningnum gera Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögreglustjóri Norðurlands vestra, Sýslumaður Norðurlands vestra, svæðisstöð íþróttahéraða og kirkjan á Norðurlandi vestra samkomulag um stofnun Farsældarráðs, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

    Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Lagt fram erindi frá stjórn Íbúasamtaka Varmahlíðar dagsett 1. október 2025. Í erindinu vilja íbúasamtökin ítreka beiðni sína um frágang á Birkimel í Varmahlíð. Vísað er til erindis sem tekið var fyrir á 135. fundi byggðarráðs 26. febrúar 2025.

    Búið er að semja við verktaka um að setja upp á næstu dögum 4 ljósastaura í götunni auk þess sem verið er að skoða lausnir hvað varðar hraðatakmarkandi aðgerðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
    "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026 var samþykkt á 32. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar.

    Berglind Þorsteinsdóttir safnastjóri hefur óskað eftir að gerð verði breyting á gjaldskránni og að bætt verði við gjaldlið. Um er að ræða verð á sameiginlegum miðum á byggðasafnið og sundlaugarnar fyrir árið 2026.

    Tekið skal fram að félagsmála- og tómstundanefnd þarf einnig að taka til afgreiðslu framlagt erindi gagnvart sundlaugunum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti umbeðna breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins og vísar erindinu til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
    "Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
    "Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
    "Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2026 verði 672 kr. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Dagdvöl 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 2,7% úr 728 kr. í 747 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Iðju hæfingar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2026. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2026. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2026 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2025, kr. 48.131.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 40.911 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 36.098 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 24.066 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá 2026 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2025 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá heimaþjónustu 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, að jafnaði er hækkun um 2,7%. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða, vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
    "Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá hitaveitu 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hitaveitu 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
    "Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá vatnsveitu 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vatnsveitu 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
    "Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá Vegna hunda- og kattahalds 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
    "Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá gámageymslusvæða 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá gámageymslusvæða 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011". Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
    Málið kynnt áður á dagskrá 164. fundar byggðarráðs þann 1. október sl.

    Byggðarráð fagnar almennt markmiðum frumvarpsins um að auka gagnsæi, styrkja fjárhagslegan grundvöll sveitarfélaga og samræma fjármálastjórn. Hins vegar vekjum við athygli á þremur atriðum sem við teljum að geti haft áhrif á rekstur og stjórnsýslu sveitarfélagsins Skagafjarðar.

    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að byggðasamlög og félög með ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélaga, þar á meðal eignarhlutir í landshlutasamtökum, verði færð úr B-hluta í C-hluta reikningsskila. Í frumvarpinu er C-hluti skilgreindur sem félög með takmarkaða ábyrgð sem starfa á markaði, en sú skilgreining útilokar félög sem bera ótakmarkaða ábyrgð aðildarsveitarfélaga.
    Byggðarráð telur mikilvægt að þessi félög falli utan A- og B-hluta, þar sem núverandi flokkun í B-hluta skekkir ársreikning sveitarfélagsins. Þetta hefur áhrif á lykiltölur eins og handbært fé og veltufjármuni, og gefur ranga mynd af fjárhagslegri getu sveitarfélagsins til skuldasöfnunar og framkvæmda. Þrátt fyrir að þessi félög séu að mestu sjálfbær og rekin sjálfstætt, eru skuldbindingar þeirra teknar með í reikninginn, sem getur takmarkað fjárhagslegt svigrúm Skagafjarðar.

    Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélög viðhaldi heilbrigðum fjárhag og geti sinnt lögbundinni grunnþjónustu, en telur að fyrirhugað 110% skuldaviðmið A-hluta sé of þröngt og geti takmarkað svigrúm sveitarfélaga til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar.
    Fjárfestingar í grunninnviðum innan A-hluta, svo sem leik- og grunnskólum, íbúðaúrræðum og ýmsa félagsþjónustu ásamt öðrum lögbundnum verkefnum, eru oft framþungar og krefjast verulegs stofnfjármagns. Slíkar framkvæmdir verða sjaldnast fjármagnaðar með rekstrarafgangi eða handbæru fé einu saman á því tímabili sem uppbyggingin fer fram. Því er nauðsynlegt að sveitarfélög hafi raunhæft svigrúm til að nýta lánsfé til að standa undir lögboðinni þjónustu og tryggja að innviðir séu í samræmi við þarfir íbúa.
    Byggðarráð telur að 110% skuldaviðmið geti haft íþyngjandi áhrif á fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og torveldað viðbrögð við ófyrirséðum aðstæðum, svo sem brýnum viðhaldsverkefnum eða nauðsynlegri uppbyggingu. Mikilvægt er að fjármálareglur sveitarfélaga styðji við getu þeirra til að veita grunnþjónustu og fjárfesta í innviðum, fremur en að hamla henni.
    Við bendum einnig á að innviðaráðherra hefur lagt áherslu á að fjárfestingar sveitarfélaga verði auknar í samræmi við viðmið OECD, sem gera ráð fyrir að þær nemi 1% af landsframleiðslu. Of þröng skuldaviðmið geta grafið undan þessum markmiðum og dregið úr getu sveitarfélaga til að sinna hlutverki sínu í samfélagsuppbyggingu.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur að lækkun þröskuldsins fyrir skyldu til að framkvæma mat á áhrifum fjárfestinga, lántöku og ábyrgða úr 20% í 10% af skatttekjum sé ansi bratt. Þó markmiðið um vandað mat sé í sjálfu sér jákvætt. Viðvörunarskylda við 10% mörkum þýðir að mun fleiri verkefni falla undir áhrifamat, sem getur leitt til aukins kostnaðar vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og aukins vinnuálags innan stjórnsýslunnar. Byggðarráð Skagafjarðar hvetur til þess að þröskuldurinn verði endurskoðaður með hliðsjón af raunhæfu svigrúmi sveitarfélaga til að sinna lögbundnum verkefnum án óhóflegs kostnaðar og flækjustigs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 02 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
    "Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til umræðu.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
    "Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 06 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
    "Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til umræðu.


    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
    "Lögð fram, til fyrri umræðu, drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 fyrir alla málaflokka Veitu- og framkvæmdasviðs. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
    Undir þessum lið sátu fundinn Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri, Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri, Árni Egilsson skrifstofustjóri, Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri í þjónustumiðstöð og Sigurður Arnar Friðriksson forstöðumaður framkvæmda."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu dagsett 30. september 2025 um þátttakendur í minningardegi um þau sem hafa látist í umferðinni. Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember 2025. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og tileinkaður minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum. Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37

Málsnúmer 2508017FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 25. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.

Þá kvaddi Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun við lið 5.11.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

    Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

    Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Lögð fram fyrirspurn frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur fulltrúa Byggðalista

    Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05. september 2024 var tekin fyrir tillaga þess efnis að mála regnbogastíg/stétt við skólabyggingar í Skagafirði og samtvinna það skólastarfi og fræðslu á réttindabaráttu hinsegin fólks. Nefndin tók jákvætt í erindið og samþykkt var að vísa því til fræðslunefndar til umfjöllunar og frekari útfærslu.

    Hvernig er staða þessa máls í dag og hefur efniskostnaður við framkvæmdina verið fjármagnaður?

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna áfram með málið með viðeigandi aðilum og stofnunum. Þá verður einnig áfram unnið að þessum verkefnum samhliða hinsegin hátíðinni, sem verður haldin 15. ágúst 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 5.3 2508068 Laugardagsopnun
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Lögð fram drög að útfærslu á laugardagsopnun yfir haust- og vetrarmánuðina (janúar - maí og september - desember) fyrir Héraðsbókasafnið á Sauðárkróki.

    Nefndin samþykkir samhljóða að hefja laugardagsopnun frá kl. 10:30 - 14:00, frá og með janúar 2026 og felur forstöðumanni að manna opnunina innan samþykktra fjárheimilda í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026 var samþykkt á 32. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar.

    Berglind Þorsteinsdóttir safnastjóri hefur óskað eftir að gerð verði breyting á gjaldskránni og að bætt verði við gjaldlið. Um er að ræða verð á sameiginlegum miða á byggðasafnið og sundlaugarnar fyrir árið 2026.

    Tekið skal fram að félagsmála- og tómstundanefnd þarf einnig að taka til afgreiðslu framlagt erindi gagnvart sundlaugunum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti umbeðna breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins og vísar erindinu til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

    Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðssskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

    Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

    Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Lagt fram erindi frá Berglindi Björnsdóttur verkefnastjóra fyrir hönd SSNV dags. 14. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar um að endurskoða menningarstefnu sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Um er að ræða stefnu frá árinu 2016.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin óskar eftir því að fá nánari upplýsingar og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til umræðu.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til umræðu.


    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37 Samningur um rekstur á félagsheimilinu Bifröst rennur út 31. desember 2025. Núverandi rekstraraðilar munu ekki endurnýja samninginn.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir gott samstarf og þeirra framlag til samfélagsins undanfarin ár.

    Umræður um áform varðandi félagsheimilið.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmanni að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "Með dugnaði, þrautseigju, elju og hugsjón hafa Sigurbjörn Björnsson og Bára Jónsdóttir rekstaraðilar Bifrastar séð til þess að skapa pláss og rými svo menning sviðslista hefur getað lifað, blómstrað og dafnað í samfélaginu í 20 ár, í seinni tíð ásamt dóttur sinni Helgu og tengdasyni Hafþóri Helga. Bíósýningar hafa að jafnaði verið þrisvar í viku á nýjustu myndunum og þar að auki tvær leiksýningar á ári frá Leikfélagi Sauðárkróks, leiksýningar allra bekkja Árskóla, leiksýning Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tónleikahald ásamt ýmsum öðrum viðburðum og öllum þeim æfingum sem fylgja sviðslistum. Fáir dagar ársins líða án þess að Bifröst sé í virkri notkun og þeir dagar sem það gerist hafa gjarnan verið nýttir af ómetanlegu frumkvæði rekstraraðilanna til viðhalds og endurbóta á húsnæðinu, þrátt fyrir að fjármagn sé af skornum skammti frá sveitarfélaginu. Viljum við því skora á formann AMK og starfsmenn nefndarinnar ásamt sveitarstjórn að skapa vettvang þar sem við getum þakkað rekstraraðilum Bifrastar af heilum hug og af virðingu fyrir þeirra óeigingjörnu störf, óþrjótandi eldmóð og ómetanlegt framlag í þágu menningar í Skagafirði.
    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð"

6.Félagsmála- og tómstundanefnd - 38

Málsnúmer 2509019FVakta málsnúmer

Fundargerð 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 29. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 18.september sl. þar sem verið er að vekja athygli sveitarfélaga á styrkjum sem standa til boða. Úthlutað verður allt að 200 m.kr. Megináherslur styrkveitinga eru í sex liðum og byggjast á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Úthlutun styrkja byggir jafnframt á menntastefnu 2030 og þingsályktun um aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2020 ? 2026. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög, félög, stofnanir/fyrirtæki eða sérfræðingar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna fyrir árið 2026. Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu og óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2026 verði 672 kr. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 2,7% úr 728 kr. í 747 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2026. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2026. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2026 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2025 kr. 48.131.
    Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 40.911 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 36.098 pr. sólarhring.
    Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 24.066 pr. sólarhring.
    Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá 2026 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.apríl 2025 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, að jafnaði er hækkun um 2,7%. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða, vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lagt fram til kynningar minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála þar sem farið er yfir opnunartíma íþróttamannvirkja í Skagafirði og aðsóknartölur sundlauganna það sem af er af árinu 2025. Starfsmanni falið að vinna málið frekar fram að næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 06 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 02 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 38 Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 41

Málsnúmer 2509025FVakta málsnúmer

Fundargerð 41. fundar fræðslunefndar frá 29. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 41 Fjallað um gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Ljóst er að tekjur vegna leikskólagjalda hafa reynst mun lægri á árinu 2025 en áætlanir gerðu ráð fyrir á meðan útgjöld hafa ekki lækkað á sambærilegan hátt. Breytt fyrirkomulag á gjaldskrá var tveggja ára verkefni sem ákveðið var að fara í á grundvelli vinnu Spretthóps í júlí 2024 en 1. október er eitt ár liðið frá því að breytingarnar tóku gildi. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum hennar að leggja fram greiningu þar sem farið er yfir hvernig til tókst á fyrsta fundi nefndarinnar í janúar 2026. Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslunefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 41 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 04 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslunefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 41 Byggðaráð vísar til umfjöllunar fræðslunefndar bréfi frá Einari Ólasyni dagsett 2. september 2025. Í bréfi sínu skorar Einar á sveitarfélagið að gera allt sem hægt er til þess að öll 12 mánaða börn og eldri fái pláss á leikskóla ásamt því sem hann varpar fram tillögum til mögulegra aðgerða.
    Á síðustu árum hefur verið farið í umfangsmiklar aðgerðir í leikskólum í Skagafirði til að bæta enn frekar starfsumhverfi þeirra. Fyrsti aðgerðapakkinn leit dagsins ljós í júlí 2022 og tókst vel til við að manna skólann tímabundið. Að tveimur árum liðnum var skipaður Spretthópur í leikskólamálum sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2024 og var á grundvelli þeirrar vinnu farið í að breyta gjaldskrám og bæta við skráningardögum til að bæta starfsumhverfi á leikskólum, auk þess að búa til meiri gæðastundir í skólanum fyrir þau börn sem dvelja þar sem lengst. Það verkefni er enn í gangi og mun greining á því liggja fyrir í upphafi næsta árs.
    Leikskólastjórnendur, starfsfólk leikskóla og starfsfólk fjölskyldusviðs hefur verið mjög lausnamiðað í að koma sem flestum börnum að m.v. núverandi mönnun og eru að leita leiða til að ná inn fleira starfsfólki. Mönnunarvandi einskorðast ekki við leikskólann heldur fjölda annara sviða innan sveitarfélagsins sem og á hinum almenna vinnumarkaði. Unnið verður áfram að því að afla mönnunar við leikskólana enda sú staða að foreldrar komist ekki út á vinnumarkað vegna þess að börn fái ekki pláss í leikskólum ekki ásættanleg til lengri tíma. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að kanna fleiri mögulegar leiðir til að bregðast við vandanum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslunefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 41 Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á styrkjum til að efla samstarf og nýsköpun í íslenskunámi innflytjenda. Úthlutunin byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Úthlutunin byggir jafnframt á menntastefnu 2030 og á þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslunefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 41 Lögð fram til kynningar skýrsla með niðurstöðum úr könnunni Öryggi barna í bíl.
    Könnunin var gerð við 38 leikskóla í 22 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 1.525 börnum kannaður. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki tók þátt í könnunni og voru niðurstöður afar ánægjulegar en öll börn og ökumenn voru í viðeigandi öryggisbúnaði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslunefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 41 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um nemendafjölda í skólum Skagafjarðar skólaárið 2025-2026. Við upphaf skólaársins 2025-2026 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 246 sem er sami fjöldi og í fyrra. Grunnskólabörn eru 559 talsins en voru 556 við upphaf síðasta skólaárs og hefur því fjölgað um þrjá nemendur. Nemendur við tónlistarskóla Skagafjarðar eru 158 talsins. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar fræðslunefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkæðum.

8.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33

Málsnúmer 2509014FVakta málsnúmer

Fundargerð 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 18. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar 15. Maí sl. var ákveðið að auglýsa hólf 28 til leigu. Í framhaldinu kom ein umsókn frá Gunnari Eysteinssyni um ósk um leigu á hólfinu. Áður var búið að samþykkja af sveitarstjórn að leigja hólf 27 til Páls Óskarssonar og hólf 29 til Rúnars Númasonar. Hafa þeir núna báðir dregið sínar umsóknir til baka og eru þessi hólf því ennþá ógirt og ekki í leigu. Með hliðsjón af stöðu málsins samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að leiga Gunnari Eysteinssyni hólf 28 með tímabundinn aðgang að hólfum 27 og 29. Forstöðumanni framkvæmda falið að ganga frá samningi við Gunnar Eysteinsson til eins árs. Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með átta atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að kalla eftir að fjárhagsáætlunum fjallskilanefnda vegna ársins 2026 verði skilað til landbúnaðarfulltrúa í síðasta lagi 2. október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að láta fjarlægja girðingu í svokölluðu Léttfetahólfi á Hryggjardal. Forstöðumanni framkvæmda falið að verðmeta verkið vegna fjárhagsáætlunar 2026 og finna leiðir til að leysa verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá Magnús Björnsson fyrir hönd vegagerðarinnar á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir því um hvaða vegi er að ræða. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Lögð fram drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og tæmingu rotþróa 2026.
    Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026.
    Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.

    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025 lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Lagt fram yfirlit um verðlaunahafa Umhverfisverðlauna Skagafjarðar samkvæmt vali Soroptmistafélags Skagafjarðar. En verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn þann fjórða september síðastliðinn. Landbúnaðar- og innviðanefnd óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju og hvetur íbúa Skagafjarðar áfram til góðrar umgengni og snyrtimennsku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 8.10 2509092 Loftlagsdagurinn 2025
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33 Umhverfis- og orkustofnun kynnir Loftlagsdaginn 2025 sem fer fram 1. október í Norðurljósasal Hörpu. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

9.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34

Málsnúmer 2509024FVakta málsnúmer

Fundargerð 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 30. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Sigurður Arnar Friðriksson Forstöðumaður framkvæmda kynnti rekstrartölur vegna sorphirðu fyrstu átta mánuði ársins.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sigurði að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Ársreikningur Veidifélags Unadalsár 2024 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 9.3 2509157 Hafnafundur 2025
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til hafnafundar á Ólafsvík 23.10.2025.
    Fulltrúar Skagafjarðarhafna eru sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs Hjörvar Halldórsson og Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Skýrsla Hafnasambands Íslands um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps 2024 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurhrepps 2024 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar 2024 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 9.8 2509183 Ársreikningur 2024
    Landbúnaðar- og innviðanefnd - 34 Ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur Fljóta 2024 lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

10.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 35

Málsnúmer 2510005FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 8. október 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 35 Lögð fram, til fyrri umræðu, drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 fyrir alla málaflokka Veitu- og framkvæmdasviðs. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
    Undir þessum lið sátu fundinn Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri, Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri, Árni Egilsson skrifstofustjóri, Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri í þjónustumiðstöð og Sigurður Arnar Friðriksson forstöðumaður framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 35 Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá hitaveitu 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 35 Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá vatnsveitu 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 35 Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá Vegna hunda- og kattahalds 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 35 Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá gámageymslusvæða 2026.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

11.Skipulagsnefnd - 83

Málsnúmer 2509015FVakta málsnúmer

Fundargerð 83. fundar skipulagsnefndar frá 18. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 83 Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar eftir að fá úthlutaðri lóð við Borgarflöt 33 samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd í verki nr. 30370001 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Fyrirhugað er að koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast fyrirtækinu og almenningi. Fyrirhuguð bílaþvottastöð er 96 m2 bygging með að- og frákeyrslu. Í skoðun er að samnýta plan Olís fyrir inn- og útkeyrslu af lóð.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umsókninni um lóð sem hefur ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar en bendir jafnframt á að lausar iðnaðar- og athafnarlóðir eru inni á kortasjá sveitarfélagsins á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 83 Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi.

    Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið.
    Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum.
    Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar.
    Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að
    aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250.
    Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3.
    Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim.
    Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Mat á umhverfisáhrifum:
    Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 83 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna efnistöku úr áreyrum Grjótár á Öxnadalsheiði skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
    Áætlað er að taka um 3000 m3 af möl úr áreyrum Grjótár sem nota á í öryggisaðgerðir. Efnið verður notað til að lagfæra fláa á Hringvegi um Öxnadalsheiði. Áætlað er að keyra efni í fláa núna í haust. Efni hefur áður verið tekið á þessu svæði og er náman á aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Efni verður tekið úr botni þess svæðis sem áður hefur verið unnið úr. Að efnistöku lokinni verður svæðið jafnað og aðlagað landslagi.
    Þar sem efni verður tekið úr botni þess svæðis sem áður hefur verið nýtt eru áhrif á umhverfi hverfandi. Efnistökusvæði er um 100 m frá Króká og 200 m frá Grjótá og þarf því ekki að leita leyfis Fiskistofu skv. lögum lax- og silungaveiði nr. 61/2006.
    Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir áætlað efnistökusvæði.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Grjótá á Öxnadalsheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá 80. fundar skipulagsnefndar þann 21.08.2025, þá m.a. bókað:
    "Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 og bárust tvær umsagnir á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/875 ). Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjendum varðandi möguleg áhrif framkvæmdarinnar."

    Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen hafa sent inn m.a. umsögn fasteignasala vegna áhrifa umbeðinna framkvæmda þar sem fram kemur að ekki sé talið að framkvæmdin myndi valda fjártjóni á nærliggjandi húsum. Skuggavarp framkvæmdarinnar umbeðinnar framkvæmdar kemur fram í gögnum frá Stoð ehf. verkfræðistofu, þá telja umsækjendur fordæmi fyrir álíka breytingum við Skagfirðingabraut og að framkvæmdin myndi ekki hafa áhrif á innsýn til suðurs þar sem einungis er gönguhurð til norðurs.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að útbúa bréf og bjóða til fundar með lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 47 til að fara yfir umsókn umsækjenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá á 81. fundi skipulagsnefndar þann 04.09.2025, þá m.a. bókað:
    "Uppfærð tímalína verkáætlunar barst þann 03.09.2025. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins."

    Reimar Marteinsson og Ingólfur Jóhannsson mættu á fund skipulagsnefndar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga til að fara yfir framtíðarsýn umsækjenda á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðið svæði til eins árs og skal umsækjandi innan þess tíma láta vinna deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010 fyrir svæðið á eigin kostnað að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 - Beiðni um þróunarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá á 81. fundi skipulagsnefndar þann 04.09.2025 þar sem m.a. var bókað:
    "Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði."

    Reimar Marteinsson og Ingólfur Jóhannsson mættu á fund skipulagsnefndar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga og fóru yfir framtíðarsýn umsækjenda á umbeðnu skipulagssvæði við Aðalgötu á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 83 Málið áður á dagskrá á 153. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar, þá bókað:
    „Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025. Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010." Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025. Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010. Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt."

    Skipulagsfulltrúi leggur fram bréf Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til sveitarfélagsins dags. 16.09. 2025, en skv. því hefur ráðuneytið, á grundvelli 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga, veitt undanþágu frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.2.3.5. gr. skipulagsreglugerðar fyrir byggingarreit viðbyggingar við íbúðarhúsið að Hólagerði í 33 metra fjarlægð frá Merkigarðsvegi. Með vísan til þessa bréfs, og til þess að fyrirhuguð framkvæmd er að mati nefndarinnar í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hún ákveði að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum. Skipulagsnefnd telur rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 83 Tölvupóstur dags. 17.09.2025 barst frá Stoð ehf. verkfræðistofu þar sem fram kemur að fallið hafi verið frá beiðni um landskipti og umsókn um byggingarreit í landi jarðarinnar Ketu, landnr. 146392, í Hegranesi.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 83 Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) dags. 10. september 2025 þar sem fram kemur að NTÍ beinir sjónum sínum að vaxandi tjónum á nýlegum mannvirkjum á þekktum flóðasvæðum og talsverðrar umræðu um enn frekari framkvæmdir á slíkum svæðum. Með bréfinu er áréttuð lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum og réttur almennings til skýrra upplýsinga um takmarkanir á vátryggingarvernd og bótarétti skv. 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar byggt er á svæðum með fyrir fram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða.
    Einnig vill NTÍ benda á lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 þar sem segir m.a. í gr. 1.1.1. Markmið.
    a. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan
    undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi
    mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt.
    b. Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum.
    Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur það hlutverk að bæta beint tjón sem verður af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Um er að ræða skyldutryggingu á öllum húseignum á Íslandi og lausafé sem er brunatryggt hjá vátryggingafélögum með starfsleyfi á Íslandi. Einnig er skylt að vátryggja hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs, hafnarmannvirki, raforkuvirki og síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera, brýr sem eru lengri en 50 m og skíðalyftur.
    Markmiðið með lögum um NTÍ sem hóf starfsemi sína árið 1975, fyrst sem Viðlagatrygging Íslands og frá árinu 2018 sem Náttúruhamfaratrygging Íslands, er að bæta eignatjón þeirra sem verða fyrir eignatjóni af völdum náttúruhamfara.
    Engu að síður eru ákvæði í 16. grein laganna, sem verndar sjóðinn og gætir hagsmuna heildarinnar gagnvart því að bótasjóðnum sé almennt ekki ráðstafað til að greiða bætur þar sem „hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni.“ Einnig kemur til álita að lækka eða synja alveg bótakröfu ef „gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þeim sökum.“ Það sama á við um lausafé sem geymt er í slíkum mannvirkjum.
    NTÍ undirstrikar að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum eru á ábyrgð viðkomandi skipulagsyfirvalda og þeirra aðila sem velja að byggja og reka mannvirki á slíkum stöðum. Kaupendur húseigna geta ekki gengið út frá því sem vísu að tjónabætur verði greiddar þegar þeir kaupa eignir sem byggðar eru á svæðum þar sem hættan er fyrir fram þekkt eða endurtekin. Ábyrgð skipulagsyfirvalda er því mikil og hefur stjórn NTÍ falið undirritaðri að vekja sérstaka athygli sveitarfélaga á henni.
    Með vísan til framangreinds ættu sveitarfélög að:
    1. tryggja að áhættumat náttúruvár (sérstaklega vegna vatns- og sjávarflóða) sé uppfært og tekið með beinum hætti inn í aðalskipulag, deiliskipulag og skilmála
    byggingarleyfa;
    2. haga skipulagi þannig að forvarnir og varnir (t.d. gólfkóti, flóðvarnarlausnir,
    fráveitukerfi, varúðarmörk) séu markvisst skilgreindar og fjármagnaðar áður en
    framkvæmdir hefjast;
    3. upplýsa byggingarleyfishafa og kaupendur eigna skýrt um þekkta áhættu og
    mögulegar afleiðingar, þ.m.t. takmarkanir á bótarétti samkvæmt 16. gr.; og
    4. leita eftir samráði við sérhæfð stjórnvöld í tengslum við skipulagsákvarðanir (s.s.
    HMS, Skipulagsstofnun, Vegagerðina og Veðurstofu Íslands) eftir því sem við á.
    NTÍ er skylt á hverjum tíma að kanna gaumgæfilega hvort rétt sé að beita 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar skilyrði ákvæðisins eru uppfyllt. Ákvæði sem þetta hefur verið í lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands frá upphafi, þ.e. síðan lög nr. 52/1975 tóku gildi. Þess eru þó vart dæmi að því hafi verið beitt. Samt sem áður hefur þótt nauðsynlegt að halda þessu heimildarákvæði í lögum til þess að unnt sé að sporna við óeðlilegum kröfum um bætur fyrir hús eða önnur mannvirki sem reist eru á hættulegum stöðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 83 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 70 þann 04.09.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 84

Málsnúmer 2510014FVakta málsnúmer

Fundargerð 84. fundar skipulagsnefndar frá 13. október 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsnefnd Skagafjarðar leggur fram tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 ásamt umhverfisskýrslu. Við gerð tillögunnar hefur verið fylgt lögbundnu skipulagsferli samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
    Tillagan tekur m.a. á sameiningu sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, stefnu fyrir íbúðarbyggð, samgöngur, landbúnaðarsvæði, atvinnusvæði, ferðaþjónustu, flutningskerfi raforku, efnistöku, og náttúru- og minjavernd.
    Við mótun tillögunnar og afgreiðslu hennar hefur verið tekið mið af áhrifum á umhverfi og samfélag, sem og þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust í skipulagsferlinu.
    Uppfærslur á tillögunni eftir kynningartíma felast fyrst og fremst í að skerpt er á tilteknum stefnumálum, ákveðnir landnotkunarflokkar eru útfærðir nánar og skipulagsgögn leiðrétt. Ekki voru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.

    Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að hún samþykki Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040.
    Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat.
    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Til bókunarinnar fylgja:
    Greinargerð með skipulagi
    Uppdrættir aðalskipulags
    Umhverfismatsskýrsla
    Umsagnir og athugasemdir sem bárust
    Svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 18.09.2025- 06.10.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
    Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.

    Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.

    Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.

    Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags "Borgarflöt 35, Sauðárkróki" dags. 09.10.2025, uppdráttur VT-01 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagslýsingin var auglýst frá 16.07.2025 til og með 13.08.2025. Alls bárust 7 umsagnir á umsagnartíma sem voru hafðar til hliðsjónar við gerð vinnslutillögunnar.
    Skipulagsuppdráttur nr. VT-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu innan skipulagssvæðisins. Á skipulagsuppdrætti er sýnd aðkoma inn á lóðina, byggingarreitir, bílastæði og helstu skilmálar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsvinnslutillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki " í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarflöt - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56293200 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skapa grundvöll fyrir FNV til að geta eflt húsakost til að halda úti öflugu og samkeppnishæfu verknámi. Lóðamörk og byggingarreitir verða skilgreindir ásamt því að settir verða skipulags- og byggingarskilmálar fyrir lóðina. Sbr. ákvæði aðalskipulags þarf að horfa til þeirrar sérstöðu sem staðsetning lóðarinnar hefur, miðlægt í bænum, innan um aðrar menntastofnanir og sem áberandi kennileiti.
    Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru:
    Skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum FNV.
    Skapa grundvöll fyrir FNV til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur framhaldsskóli.
    Setja skipulags- og byggingarskilmála í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og áform lóðarhafa.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells, tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu), mál nr. 1360/2025 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1360 .
    Kynningartími er frá 30.09.2025 til 28.10.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells, nr. 13602025 - Umsagnarbeiðni, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, nr. 0820/2025: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á deiliskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2025/820 .
    Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, nr. 0820/2025 - Umsagnarbeiðni, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga, mál nr. 0819/2025 á Skipulagsgáttinni, kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi) sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/819 .
    Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0819-2025, Breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf, þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, Sigurjón R. Rafnsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja skv. meðfylgjandi gögnum. Umbeðin breyting kallar á óverulega breytingu á deiliskipulagi og er óskað eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370010, dags. 01.10.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra tveggja sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk sem sótt er um breytingu fyrir liggja að mestu leyti í gegnum byggingu sem nær yfir lóðamörk. Því er óskað þess að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
    Breytingarsvæðið er á hluta lóðamarka Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnd á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Breyting lóðamarka hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
    Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar.

    Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða það óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi sem hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
    Samþykkir nefndin samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa dags. 15.09.2025 vegna Birkimels 35, umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
    Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi, f.h. Birgis Þórs Ingvarssonar og Evu Berglindar Ómarsdóttur. Uppdrættir í verki 79009100, númer A-102, dagsettur 28.08.2025.
    Þar sem þakkantar ná 40-45 cm út fyrir yrstu brún útvegar er óskað eftir umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Um er að ræða samskonar útfærslu á þak kanti eins og nú er á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 32 Birkimel í Varmahlíð.

    Skv. viðauka III um fullnaðarafgreiðslur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Skagfjarðar hefur skipulagsfulltrúi Skagafjarðar afgreitt erindið með tölvupósti dags. 22.09.2025 þar sem m.a. kemur fram að mat skipulagsfulltrúa sé á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna að þessi breyting hafi ekki áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið og því rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Sigríður Jónína Helgadóttir og Snorri Snorrason þinglýstir eigendur landsins Hólabrekka, L146200 í Steinstaðahverfi, Skagafirði óska eftir heimild til að stofna byggingarreit við hlið núverandi íbúðarhúss fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 31,2 m2, mænishæð hámark 3,6 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi frá trésmíðaverkstæði að Lambeyri og komið fyrir á steyptum undirstöðum.
    Næsti tengivegur er Héraðsdalsvegur sem er í um 190 m fjarlægð og næsta sumarhúsalóð L231524 (óbyggð) er í um 180m fjarlægð frá væntanlegum byggingareit.
    Nánari grein er gerð fyrir áformum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S101 í verki nr.72044000 dags. 23.sept.2025.
    Lóðin Hólabrekka L146200 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða
    landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem frístundasvæði í
    aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur. Eigendur jarðarinnar Hólabrekku L 146200 eru jafnframt umsækjendur.
    Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskild framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.

    Skipulagsnefnd telur að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólabrekka L146200 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Halldór Ingólfur Hjálmarsson, Kristjana S Hjálmarsdóttir, Haraldur Árni Hjálmarsson, Guðmundur U D Hjálmarsson, Jakobína H Hjálmarsdóttir, Hjálmar Höskuldur Hjálmarsson, Guðrún Hjálmdís Hjálmarsdóttir, Steinunn Hjálmarsdóttir, Guðfinna Hulda Hjálmarsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólkot í Unadal, landnúmer 146543 óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum, ytri landamerkjum jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 71432101 útg. 01. ágúst 2025 og merkjalýsingu dags. 01. ágúst 2025, gögn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Yfirlýsing um ágreiningslaus merki er hluti af meðfylgjandi merkjalýsingu.
    Ekki er verið að breyta hnitsettum merkjum sem hafa áður fengið meðferð hjá stjórnsýsluyfirvaldi með einhverjum hætti.
    Landamerki jarðarinnar að norðan, í Unadalsá, teljast glögg skv. 5. gr. reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.
    Málsnúmer í landeignaskráningu er M002512.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hólkot L146543 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Ingibjörg Jóhannesdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Keta, landnúmer 146392, í Hegranesi, óskar eftir staðfestingu sveitarfélagsins á hnitsettum, ytri merkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki nr. 79012900, dags. 02. okt. 2025 og merkjalýsingu, skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 02.10.2025. Merkin byggja á landamerkjaskrá no. 109 fyrir jörðinni Ketu, dags. 05.05.1886, þinglýst á manntalsþingi á Ríp 28. maí 1887 og eru teiknuð skv. GPS mælingum. Yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki er hluti af merkjalýsingu.
    Einnig er óskað eftir heimild til að stofna 4 landeignir úr landi jarðarinnar sem "Keta 1", "Keta 2", "Keta 3" og "Keta 4" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti og merkjalýsingu. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Þess er óskað að Keta 1 og Keta 2 verði skráð sem Annað land (80) og Keta 3 og Keta 4 verði skráðar sem íbúðarhúsalóðir (10).
    Skv. Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er Keta að mestum hluta á landbúnaðarsvæði nr. L-1 en fyrir jörðinni miðri er blettur sem er flokkaður sem landbúnaðarsvæði nr. L-2. Keta 1 og 2 verða á landbúnaðarlandi nr. L-1 og Keta 3 og 4 verða á landbúnaðarlandi nr. L-2. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land verður innan Ketu 2, 3 og 4. Ræktað land innan Ketu 1 nemur 2,3 ha. Ræktað land innan Ketu, L146392, mælist 47,6 ha.
    Landheiti útskiptra lóða tekur mið af heiti upprunajarðar og eru í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.
    Engin mannvirki eru innan Ketu 2. Innan Ketu 1 er matshluti nr. 17 sem er 22,2 m² sumarbústaður byggður árið 1978. Innan Ketu 3 verður matshluti nr. 02 sem er 138,8 m² einbýlishús byggt árið 1937. Innan Ketu 4 verður matshluti nr. 15 sem er 174,6 m² einbýlishús byggt árið 1978. Matshlutar þessir skulu fylgja landskiptum tilheyra landeignum sem þeir standa á.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Kvöð um yfirferðarrétt að Ketu 1, 3 og 4 er um heimreið í landi Ketu, L146392.
    Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Ketu, L146392.
    Málsnúmer í landeignaskrá er M002828.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Keta L146392 í Hegranesi, Skagafirði - Umsókn um landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Christine Gerlinde Busch þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 land 6, landnúmer 234078 óskar eftir heimild til að stofna 9.875 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem "Neðri-Ás 7" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 71592004 útg. 29. sept. 2025 og merkjalýsingu dags. 29.09.2025. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Annað land (80). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalandeignar með næsta lausa staðgreini. Landheiti er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
    Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 01 sem er 1.931 m² hesthús byggt árið 2022. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Neðri-Ás 2 land 6 er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
    Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Neðri-Áss 2 land 6, landnúmer 234078, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Málsnúmer í landeignaskrá er M002793.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Neðri-Ás 2 land 6 (L234078) - Umsókn um landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 84 Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Langaborg, landnúmer 225909, í Hegranesi, óska eftir heimild til að stofna 646 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74070310, útg. 08. október 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Hámarks byggingarmagn innan reitsins verður 60 m², hvort hús yrði að hámarki 30 m² og hámarks byggingarhæð 5 m. Byggingarreitur er í um 90 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og liggur um 10 m ofar í landinu. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna.
    Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Getur þó hentað til beitar eða nytjaskógræktar. Uppbygging heimil að uppfylltum skipulagsákvæðum. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill. Land í flokki IV er oft hentugt til beitar og þá nýtt til sumarbeitar eða heilsársbeitar þegar um láglendissvæði er að ræða. Byggingarreitur sem sótt er um er á landi þar sem jarðvegslag er grunnt og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landgerð innan reitsins möguleika á túnræktun. Það er mat umsækjanda að ekki sé kostur á að nýta landið undir byggingarreit til landbúnaðar.
    Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.

    Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lóðarhafar Birkimels 25 óska eftir með tölvupósti dags. 30.09.2025 að skila inn lóðinni til sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarsvið fyrir 2026.

    Ekki voru gerðar breytingar frá ramma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lagt fram til kynningar bréf frá Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, sem beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • 12.19 2509291 Skipulagsdagurinn 2025
    Skipulagsnefnd - 84 Skipulagsdagurinn 2025 fer fram þann 23. október, kl. 9-16 í Háteig á Grandhótel og í beinu streymi. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 71 þann 24.09.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 84 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 72 þann 09.10.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 84. fundar skipulagnefndar staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.

13.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 13. október 2025 þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar til 19. nóvember næstkomandi.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Kristóferi umbeðið leyfi.

14.Endurtilnefning í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502121Vakta málsnúmer

Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi. Forseti ber upp tillögu um Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem formann fræðslunefndar.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

15.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026

Málsnúmer 2508112Vakta málsnúmer

Vísað frá 164. fundi byggðarráðs frá 1. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málið áður á dagskrá 163. fundar byggðarráðs 24. september sl. en fylgigögn með því voru ekki rétt og því er málið tekið fyrir að nýju.
Lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld 2026. Um er að ræða að jafnaði hækkun um 2,7% hækkun liða frá gjaldskrá ársins 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá og samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2507222Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar

Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er neikvæð um 62.692 þ.kr. Helstu breytur eru lækkaðar tekjur vegna gjaldskrárbreytinga í leikskóla, samningsupphæð vegna málaferla tónlistarskólakennara vegna aksturs, uppreikningur langtímalána vegna verðlagsbreytinga, framkvæmdastyrkur til Golfklúbbs Skagafjarðar, tjón á körfuboltavelli við Árskóla, auk þess sem hluti eignasölu er tekinn út úr fjárhagsáætlun.

Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er jákvæð um 162.660 þ.kr. Helstu breytur eru uppreikningur langtímalána, hækkun höfuðstóls langtímalántöku vegna skilmála skuldabréfa, hækkun á eignum vegna afturköllunar eignasölu, aukinn kostnaður við framkvæmdir við Leikskólann Birkilund, gatnagerð í Sveinstúni frestað, hönnun og stækkun eldhúss í Ársölum frestað, auknar framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna, aukinn framkvæmdakostnaður við Sundlaug Sauðárkróks, auknar framkvæmdir við Árskóla auk þess sem sjóvörn við Hofsós er frestað. Auk þess er lækkun nokkurra framkvæmda.

Niðurstaðan er hækkun á handbæru fé um 99.969 þ.kr.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

17.Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð

Málsnúmer 2510076Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Lagður fram samstarfssamningur um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra. Í samstarfssamningnum gera Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögreglustjóri Norðurlands vestra, Sýslumaður Norðurlands vestra, svæðisstöð íþróttahéraða og kirkjan á Norðurlandi vestra samkomulag um stofnun Farsældarráðs, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Samstarfssamningurinn er borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.

18.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026

Málsnúmer 2503217Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026 var samþykkt á 32. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar.

Berglind Þorsteinsdóttir safnastjóri hefur óskað eftir að gerð verði breyting á gjaldskránni og að bætt verði við gjaldlið. Um er að ræða verð á sameiginlegum miðum á byggðasafnið og sundlaugarnar fyrir árið 2026.

Tekið skal fram að félagsmála- og tómstundanefnd þarf einnig að taka til afgreiðslu framlagt erindi gagnvart sundlaugunum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti umbeðna breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins og vísar erindinu til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2026

Málsnúmer 2508117Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2026

Málsnúmer 2508118Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2026

Málsnúmer 2508119Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2026.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Gjaldskrá Dagdvöl 2026

Málsnúmer 2508107Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2026 verði 672 kr. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2026

Málsnúmer 2508124Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 2,7% úr 728 kr. í 747 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2026

Málsnúmer 2508137Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2026. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2026. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð greiðsluviðmið borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2026

Málsnúmer 2508133Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2026 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2025, kr. 48.131.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 40.911 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 36.098 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 24.066 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð greiðsluviðmið borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

26.Gjaldskrá heimaþjónustu 2026

Málsnúmer 2508115Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá 2026 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2025 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026

Málsnúmer 2508122Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, að jafnaði er hækkun um 2,7%. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða, vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Gjaldskrá hitaveitu 2026

Málsnúmer 2508131Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá hitaveitu 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Gjaldskrá vatnsveitu 2026

Málsnúmer 2508132Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá vatnsveitu 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2026

Málsnúmer 2508123Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá Vegna hunda- og kattahalds 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

31.Gjaldskrá gámageymslusvæða 2026

Málsnúmer 2510059Vakta málsnúmer

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá gámageymslusvæða 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

32.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer

Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið.
Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum.
Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar.
Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að
aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250.
Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3.
Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim.
Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mat á umhverfisáhrifum:
Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

33.Grjótá á Öxnadalsheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2509159Vakta málsnúmer

Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna efnistöku úr áreyrum Grjótár á Öxnadalsheiði skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Áætlað er að taka um 3000 m3 af möl úr áreyrum Grjótár sem nota á í öryggisaðgerðir. Efnið verður notað til að lagfæra fláa á Hringvegi um Öxnadalsheiði. Áætlað er að keyra efni í fláa núna í haust. Efni hefur áður verið tekið á þessu svæði og er náman á aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Efni verður tekið úr botni þess svæðis sem áður hefur verið unnið úr. Að efnistöku lokinni verður svæðið jafnað og aðlagað landslagi.
Þar sem efni verður tekið úr botni þess svæðis sem áður hefur verið nýtt eru áhrif á umhverfi hverfandi. Efnistökusvæði er um 100 m frá Króká og 200 m frá Grjótá og þarf því ekki að leita leyfis Fiskistofu skv. lögum lax- og silungaveiði nr. 61/2006.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir áætlað efnistökusvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

34.Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 - Beiðni um þróunarreit

Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer

Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málið áður á dagskrá á 81. fundi skipulagsnefndar þann 04.09.2025, þá m.a. bókað:
"Uppfærð tímalína verkáætlunar barst þann 03.09.2025. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins."

Reimar Marteinsson og Ingólfur Jóhannsson mættu á fund skipulagsnefndar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga til að fara yfir framtíðarsýn umsækjenda á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðið svæði til eins árs og skal umsækjandi innan þess tíma láta vinna deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010 fyrir svæðið á eigin kostnað að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðið svæði til eins árs og skal umsækjandi innan þess tíma láta vinna deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. laga nr. 123/2010 fyrir svæðið á eigin kostnað að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd.

35.Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi

Málsnúmer 2502228Vakta málsnúmer

Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málið áður á dagskrá á 153. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar, þá bókað:
„Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Skipulagsfulltrúi leggur fram undirritaða samantekt sína um málið dags. 25.06. 2025 og drög að umsögn byggðarráðs skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010 en ráðið fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011. Bæði skjölin hafa tekið talsverðum breytingum frá því drög að þeim voru til umfjöllunar í nefndinni hinn 18.06. 2025. Skipulagsnefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í samantektinni og samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að ráðið samþykki að umsögnin verði send Félags- og húsnæðismálaráðuneyti, sbr. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010." Fyrirliggjandi er samantekt skipulagsfulltrúa um málið þar sem fram koma röksemdir fyrir því að undanþága skuli veitt frá 50 metra fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að bréfi byggðarráðs til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Var um málið og þessi skjöl síðast fjallað í skipulagsnefnd 26.06. 2025. Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 tekur samhljóða undir þau rök og sjónarmið sem fram koma í samantekt skipulagsfulltrúa og gerir að sínum, sem og þá umsögn sem kemur fram í drögum að bréfi til ráðuneytisins og felur sveitarstjóra að senda bréfið til ráðuneytisins, ásamt samantektinni, sem umsögn byggðarráðs, skv. 12. mgr. 45. gr. l. 123/2010. Byggðarráð samþykkir samhljóða að árétta mikilvægi þess að ströng túlkun á á fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulageglugerðar skuli ekki leiða til þess að eigendur íbúðarhúsnæðis sem þegar er til staðar innan þeirra marka sem þar er kveðið á um fái ekki að byggja við það húsnæði sitt."

Skipulagsfulltrúi leggur fram bréf Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins til sveitarfélagsins dags. 16.09. 2025, en skv. því hefur ráðuneytið, á grundvelli 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga, veitt undanþágu frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.2.3.5. gr. skipulagsreglugerðar fyrir byggingarreit viðbyggingar við íbúðarhúsið að Hólagerði í 33 metra fjarlægð frá Merkigarðsvegi. Með vísan til þessa bréfs, og til þess að fyrirhuguð framkvæmd er að mati nefndarinnar í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar, samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að hún ákveði að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum. Skipulagsnefnd telur rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita megi byggingarleyfi, á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna, til að byggja við íbúðarhúsið að Hólagerði án deiliskipulagsgerðar. Fallist er á rök skipulagsnefndar að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Það skilyrði verði sett í byggingarleyfið að byggingarreitur viðbyggingarinnar verði ekki nær umræddum vegi en núverandi hús og að gætt verði þess skilyrðis Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fyrir undanþágunni, að byggingarreiturinn verði í a.m.k. 33 m fjarlægð frá honum.

36.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Skipulagsnefnd Skagafjarðar leggur fram tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 ásamt umhverfisskýrslu. Við gerð tillögunnar hefur verið fylgt lögbundnu skipulagsferli samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Tillagan tekur m.a. á sameiningu sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, stefnu fyrir íbúðarbyggð, samgöngur, landbúnaðarsvæði, atvinnusvæði, ferðaþjónustu, flutningskerfi raforku, efnistöku, og náttúru- og minjavernd.
Við mótun tillögunnar og afgreiðslu hennar hefur verið tekið mið af áhrifum á umhverfi og samfélag, sem og þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust í skipulagsferlinu.
Uppfærslur á tillögunni eftir kynningartíma felast fyrst og fremst í að skerpt er á tilteknum stefnumálum, ákveðnir landnotkunarflokkar eru útfærðir nánar og skipulagsgögn leiðrétt. Ekki voru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.

Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að hún samþykki Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040.
Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Til bókunarinnar fylgja:
Greinargerð með skipulagi
Uppdrættir aðalskipulags
Umhverfismatsskýrsla
Umsagnir og athugasemdir sem bárust
Svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum“

Sigfús Ingi Sigfússon og Einar Eðvald Einarsson kvöddu sér hljóðs.

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040.

37.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 18.09.2025- 06.10.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.

Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.

Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.

Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.“

Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Guðlaugur Skúlason sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi:
"Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vill benda á að ekki eru sérstakar takmarkanir til uppbyggingar mannvirkja á þessu landi en í þessu tilfelli er það einungis hluti varðveislurýmis sem lendir innan hættumatslínunnar. Samkvæmt skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók kemur fram að innan hættumatslínu A sé „heimilt að reisa nýtt íbúðar- og atvinnuhúsnæði án sérstakra styrkinga, nema hvað styrkja þarf hús þar sem búist er við miklum mannsöfnuði (svo sem fjölbýlishús, skóla, sjúkrahús) og íbúðarhús með fleiri en fjórum íbúðum.“ Í fyrirliggjandi vinnslutillögu er samantekt áhrifa á umhverfisþætti þar sem náttúruvá er metin núll í matinu. Jafnframt gerir Veðurstofa Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu innan línunnar. Skýrslu Veðurstofu Íslands frá 2015 má finna á heimasíðu Veðurstofunnar."

Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn samþykkir, með sjö atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

38.Borgarflöt - Deiliskipulag

Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags "Borgarflöt 35, Sauðárkróki" dags. 09.10.2025, uppdráttur VT-01 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagslýsingin var auglýst frá 16.07.2025 til og með 13.08.2025. Alls bárust 7 umsagnir á umsagnartíma sem voru hafðar til hliðsjónar við gerð vinnslutillögunnar.
Skipulagsuppdráttur nr. VT-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu innan skipulagssvæðisins. Á skipulagsuppdrætti er sýnd aðkoma inn á lóðina, byggingarreitir, bílastæði og helstu skilmálar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsvinnslutillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki " í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagsvinnslutillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki " í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

39.Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26

Málsnúmer 2401263Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram skipulagslýsing fyrir Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56293200 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skapa grundvöll fyrir FNV til að geta eflt húsakost til að halda úti öflugu og samkeppnishæfu verknámi. Lóðamörk og byggingarreitir verða skilgreindir ásamt því að settir verða skipulags- og byggingarskilmálar fyrir lóðina. Sbr. ákvæði aðalskipulags þarf að horfa til þeirrar sérstöðu sem staðsetning lóðarinnar hefur, miðlægt í bænum, innan um aðrar menntastofnanir og sem áberandi kennileiti.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru:
Skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum FNV.
Skapa grundvöll fyrir FNV til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur framhaldsskóli.
Setja skipulags- og byggingarskilmála í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og áform lóðarhafa.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

40.Breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells, nr. 13602025 - Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2510142Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells, tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu), mál nr. 1360/2025 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1360 .
Kynningartími er frá 30.09.2025 til 28.10.2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemdir við breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells.

41.Breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, nr. 0820/2025 - Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2510141Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, nr. 0820/2025: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á deiliskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2025/820 .
Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal.

42.Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0819-2025, Breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga

Málsnúmer 2506130Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga, mál nr. 0819/2025 á Skipulagsgáttinni, kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi), sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/819.
Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga.

43.Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka

Málsnúmer 2510065Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf, þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, Sigurjón R. Rafnsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja skv. meðfylgjandi gögnum. Umbeðin breyting kallar á óverulega breytingu á deiliskipulagi og er óskað eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370010, dags. 01.10.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra tveggja sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk sem sótt er um breytingu fyrir liggja að mestu leyti í gegnum byggingu sem nær yfir lóðamörk. Því er óskað þess að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið er á hluta lóðamarka Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnd á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Breyting lóðamarka hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar.

Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða það óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi sem hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
Samþykkir nefndin samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.

44.Hólabrekka L146200 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2509253Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Sigríður Jónína Helgadóttir og Snorri Snorrason þinglýstir eigendur landsins Hólabrekka, L146200 í Steinstaðahverfi, Skagafirði óska eftir heimild til að stofna byggingarreit við hlið núverandi íbúðarhúss fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 31,2 m2, mænishæð hámark 3,6 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi frá trésmíðaverkstæði að Lambeyri og komið fyrir á steyptum undirstöðum.
Næsti tengivegur er Héraðsdalsvegur sem er í um 190 m fjarlægð og næsta sumarhúsalóð L231524 (óbyggð) er í um 180m fjarlægð frá væntanlegum byggingareit.
Nánari grein er gerð fyrir áformum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S101 í verki nr.72044000 dags. 23.sept.2025.
Lóðin Hólabrekka L146200 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða
landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem frístundasvæði í
aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur. Eigendur jarðarinnar Hólabrekku L 146200 eru jafnframt umsækjendur.
Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskild framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.

Skipulagsnefnd telur að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit. Sveitarstjórn fellst á rök skipulagsnefndar að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

45.Hólkot L146543 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum

Málsnúmer 2509372Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Halldór Ingólfur Hjálmarsson, Kristjana S Hjálmarsdóttir, Haraldur Árni Hjálmarsson, Guðmundur U D Hjálmarsson, Jakobína H Hjálmarsdóttir, Hjálmar Höskuldur Hjálmarsson, Guðrún Hjálmdís Hjálmarsdóttir, Steinunn Hjálmarsdóttir, Guðfinna Hulda Hjálmarsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólkot í Unadal, landnúmer 146543 óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum, ytri landamerkjum jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 71432101 útg. 01. ágúst 2025 og merkjalýsingu dags. 01. ágúst 2025, gögn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Yfirlýsing um ágreiningslaus merki er hluti af meðfylgjandi merkjalýsingu.
Ekki er verið að breyta hnitsettum merkjum sem hafa áður fengið meðferð hjá stjórnsýsluyfirvaldi með einhverjum hætti.
Landamerki jarðarinnar að norðan, í Unadalsá, teljast glögg skv. 5. gr. reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.
Málsnúmer í landeignaskráningu er M002512.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum erindið eins og það er fyrir lagt.

46.Keta L146392 í Hegranesi, Skagafirði - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2510104Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Ingibjörg Jóhannesdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Keta, landnúmer 146392, í Hegranesi, óskar eftir staðfestingu sveitarfélagsins á hnitsettum, ytri merkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki nr. 79012900, dags. 02. okt. 2025 og merkjalýsingu, skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 02.10.2025. Merkin byggja á landamerkjaskrá no. 109 fyrir jörðinni Ketu, dags. 05.05.1886, þinglýst á manntalsþingi á Ríp 28. maí 1887 og eru teiknuð skv. GPS mælingum. Yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki er hluti af merkjalýsingu.
Einnig er óskað eftir heimild til að stofna 4 landeignir úr landi jarðarinnar sem "Keta 1", "Keta 2", "Keta 3" og "Keta 4" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti og merkjalýsingu. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Þess er óskað að Keta 1 og Keta 2 verði skráð sem Annað land (80) og Keta 3 og Keta 4 verði skráðar sem íbúðarhúsalóðir (10).
Skv. Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er Keta að mestum hluta á landbúnaðarsvæði nr. L-1 en fyrir jörðinni miðri er blettur sem er flokkaður sem landbúnaðarsvæði nr. L-2. Keta 1 og 2 verða á landbúnaðarlandi nr. L-1 og Keta 3 og 4 verða á landbúnaðarlandi nr. L-2. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land verður innan Ketu 2, 3 og 4. Ræktað land innan Ketu 1 nemur 2,3 ha. Ræktað land innan Ketu, L146392, mælist 47,6 ha.
Landheiti útskiptra lóða tekur mið af heiti upprunajarðar og eru í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.
Engin mannvirki eru innan Ketu 2. Innan Ketu 1 er matshluti nr. 17 sem er 22,2 m² sumarbústaður byggður árið 1978. Innan Ketu 3 verður matshluti nr. 02 sem er 138,8 m² einbýlishús byggt árið 1937. Innan Ketu 4 verður matshluti nr. 15 sem er 174,6 m² einbýlishús byggt árið 1978. Matshlutar þessir skulu fylgja landskiptum tilheyra landeignum sem þeir standa á.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að Ketu 1, 3 og 4 er um heimreið í landi Ketu, L146392.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Ketu, L146392.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002828.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum erindið eins og það er fyrir lagt.

47.Neðri-Ás 2 land 6 (L234078) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2509382Vakta málsnúmer

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Christine Gerlinde Busch þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 land 6, landnúmer 234078 óskar eftir heimild til að stofna 9.875 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem "Neðri-Ás 7" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 71592004 útg. 29. sept. 2025 og merkjalýsingu dags. 29.09.2025. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Annað land (80). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalandeignar með næsta lausa staðgreini. Landheiti er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 01 sem er 1.931 m² hesthús byggt árið 2022. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Neðri-Ás 2 land 6 er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Neðri-Áss 2 land 6, landnúmer 234078, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002793.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti.

48.Fjárhagsáætlun 2026-2029

Málsnúmer 2506062Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 10.429 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 9.232 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 9.206 m.kr., þar af A-hluti 8.466 m.kr.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 1.223 m.kr. Afskriftir nema 324 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 344 m.kr. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 90 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 645 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 766 m.kr. Afskriftir nema 186 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 262 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 318 m.kr.

Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2026, 19.378 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 14.649 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 12.822 m.kr. Þar af hjá A-hluta 11.245 m.kr. Eigið fé er áætlað 6.556 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 33,83%. Eigið fé A-hluta er áætlað 3.404 m.kr. og eiginfjárhlutfall 23,24%. Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 727 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 1.235 m.kr.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2027-2029 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2027 eru 10.782 m.kr., fyrir árið 2028 11.139 m.kr. og fyrir árið 2029 11.509 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2027 um 564 m.kr., fyrir árið 2028 um 638 m.kr. og fyrir árið 2029 um 634 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2027 verði 1.256 m.kr., fyrir árið 2028 verði það 1.281 m.kr. og fyrir árið 2029 verði það 1.302 m.kr.

Sveinn Þ. Finster kvaddi sér hljóðs.

Hlé gert á fundinum.

Þá kvaddi Sigfús Ingi Sigfússon sér hljóðs.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2026-2029 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

49.Þjónustustefna Skagafjarðar 2026

Málsnúmer 2510144Vakta málsnúmer

Vísað frá 166. fundi byggðarráðs þann 15. október 2025, þannig bókað:
"Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun. Til hliðsjónar er þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 með áorðnum breytingum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar.

50.Fundagerðir NNV 2025

Málsnúmer 2501328Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 5. september 2025 lögð fram til kynningar á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025.

51.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 984 frá 12. september 2025 og númer 985 frá 26. september 2025 lagðar fram til kynningar á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025.

52.Fundagerðir SSNV 2025

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNV númer 128 frá 23. september 2025 og 129 frá 7. október 2025 lagðar fram til kynningar á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025.

Fundi slitið - kl. 19:00.