Félagsmála- og tómstundanefnd
Dagskrá
Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum sat fundinn.
1.Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda
Málsnúmer 2509178Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 18.september sl. þar sem verið er að vekja athygli sveitarfélaga á styrkjum sem standa til boða. Úthlutað verður allt að 200 m.kr. Megináherslur styrkveitinga eru í sex liðum og byggjast á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Úthlutun styrkja byggir jafnframt á menntastefnu 2030 og þingsályktun um aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2020 ? 2026. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög, félög, stofnanir/fyrirtæki eða sérfræðingar.
2.Styrkbeiðni - Stígamót
Málsnúmer 2509012Vakta málsnúmer
Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna fyrir árið 2026. Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu og óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum.
3.Gjaldskrá Dagdvöl 2026
Málsnúmer 2508107Vakta málsnúmer
Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2026 verði 672 kr. Vísað til byggðarráðs.
4.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2026
Málsnúmer 2508124Vakta málsnúmer
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 2,7% úr 728 kr. í 747 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs
5.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2026
Málsnúmer 2508137Vakta málsnúmer
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2026. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2026. Vísað til byggðarráðs.
6.Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2026
Málsnúmer 2508133Vakta málsnúmer
Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2026 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2025 kr. 48.131.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 40.911 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 36.098 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 24.066 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 40.911 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 36.098 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 24.066 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs.
7.Gjaldskrá heimaþjónustu 2026
Málsnúmer 2508115Vakta málsnúmer
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá 2026 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.apríl 2025 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs.
8.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026
Málsnúmer 2508122Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, að jafnaði er hækkun um 2,7%. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða, vísað til byggðarráðs.
9.Opnunartímar íþróttamannvirkja 2026
Málsnúmer 2508192Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála þar sem farið er yfir opnunartíma íþróttamannvirkja í Skagafirði og aðsóknartölur sundlauganna það sem af er af árinu 2025. Starfsmanni falið að vinna málið frekar fram að næsta fundi nefndarinnar.
10.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 06_Æskulýðs- og íþróttamál
Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 06 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
11.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 02_Félagsþjónusta
Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 02 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
12.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2025
Málsnúmer 2501432Vakta málsnúmer
Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók
Fundi slitið - kl. 20:00.