Opnunartímar íþróttamannvirkja 2026
Málsnúmer 2508192
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 38. fundur - 29.09.2025
Lagt fram til kynningar minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála þar sem farið er yfir opnunartíma íþróttamannvirkja í Skagafirði og aðsóknartölur sundlauganna það sem af er af árinu 2025. Starfsmanni falið að vinna málið frekar fram að næsta fundi nefndarinnar.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39. fundur - 27.10.2025
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sumar opnunartímar sundlauga í Skagafirði verði lengdur um mánuð.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Opnunartími sundlauga sem er ákveðin út frá fjárhagsáætlun hverju sinni er ekki meitlaður í stein og vel hægt að endurskoða opnunartíma, þegar liggur fyrir hver eftirspurnin í sundlaugarnar er og hvernig gengur að manna stöðugildi við sundlaugar mannvirki. Því höfnum við tillögu minnihlutans.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman minnisblað fyrir fund nefndar í nóvember þar sem farið er yfir aðsóknartölur í sundlaugar Skagafjarðar á þeim tíma sem skólasund er kennt í laugunum, þar sem horft er til þess að lokað verði fyrir almenning í laugarnar á meðan skólasund er kennt.
Í úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Skagafjarðar og tillögur frá árinu 2023 kom skýrt fram að starfsmenn teldu mikilvægt að sundlaugarnar væru lokaðar almenningi á meðan sundkennslu grunnskólana stæði yfir. Við teljum mikilvægt að gæta öryggis og hlusta á ábendingar frá starfsfólki þess efnis.
Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sumar opnunartímar sundlauga í Skagafirði verði lengdur um mánuð.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Opnunartími sundlauga sem er ákveðin út frá fjárhagsáætlun hverju sinni er ekki meitlaður í stein og vel hægt að endurskoða opnunartíma, þegar liggur fyrir hver eftirspurnin í sundlaugarnar er og hvernig gengur að manna stöðugildi við sundlaugar mannvirki. Því höfnum við tillögu minnihlutans.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman minnisblað fyrir fund nefndar í nóvember þar sem farið er yfir aðsóknartölur í sundlaugar Skagafjarðar á þeim tíma sem skólasund er kennt í laugunum, þar sem horft er til þess að lokað verði fyrir almenning í laugarnar á meðan skólasund er kennt.
Í úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Skagafjarðar og tillögur frá árinu 2023 kom skýrt fram að starfsmenn teldu mikilvægt að sundlaugarnar væru lokaðar almenningi á meðan sundkennslu grunnskólana stæði yfir. Við teljum mikilvægt að gæta öryggis og hlusta á ábendingar frá starfsfólki þess efnis.
Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Anna Karitas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum hjá fjármálasviði sat fundinn undir þessum lið.