Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda
Málsnúmer 2509178
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 41. fundur - 29.09.2025
Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á styrkjum til að efla samstarf og nýsköpun í íslenskunámi innflytjenda. Úthlutunin byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Úthlutunin byggir jafnframt á menntastefnu 2030 og á þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024-2026.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 38. fundur - 29.09.2025
Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum sat fundinn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 18.september sl. þar sem verið er að vekja athygli sveitarfélaga á styrkjum sem standa til boða. Úthlutað verður allt að 200 m.kr. Megináherslur styrkveitinga eru í sex liðum og byggjast á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að innflytjendur fái tækifæri til að læra íslensku og taka virkan þátt í samfélaginu. Úthlutun styrkja byggir jafnframt á menntastefnu 2030 og þingsályktun um aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2020 ? 2026. Gert er ráð fyrir samstarfi þvert á kerfi menntunar, atvinnulífs og/eða velferðar þar sem samstarfsaðilar geta verið skólar, fræðsluaðilar, sveitarfélög, félög, stofnanir/fyrirtæki eða sérfræðingar.