Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
Fulltrúi VG og óháðra Álfhildur Leifsdóttir sat fundinn í fjarfundarbúnaði í fjarveru Hildar Magnúsdóttur
1.Beitarhólf nr. 27 í Efri Flóa auglýst til leigu
Málsnúmer 2505025Vakta málsnúmer
Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar 15. Maí sl. var ákveðið að auglýsa hólf 28 til leigu. Í framhaldinu kom ein umsókn frá Gunnari Eysteinssyni um ósk um leigu á hólfinu. Áður var búið að samþykkja af sveitarstjórn að leigja hólf 27 til Páls Óskarssonar og hólf 29 til Rúnars Númasonar. Hafa þeir núna báðir dregið sínar umsóknir til baka og eru þessi hólf því ennþá ógirt og ekki í leigu. Með hliðsjón af stöðu málsins samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að leiga Gunnari Eysteinssyni hólf 28 með tímabundinn aðgang að hólfum 27 og 29. Forstöðumanni framkvæmda falið að ganga frá samningi við Gunnar Eysteinsson til eins árs.
2.Fjárhagsáætlanir Fjallskilanefnda 2026
Málsnúmer 2509152Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að kalla eftir að fjárhagsáætlunum fjallskilanefnda vegna ársins 2026 verði skilað til landbúnaðarfulltrúa í síðasta lagi 2. október.
3.Girðing móti Tungulandi
Málsnúmer 2304020Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að láta fjarlægja girðingu í svokölluðu Léttfetahólfi á Hryggjardal. Forstöðumanni framkvæmda falið að verðmeta verkið vegna fjárhagsáætlunar 2026 og finna leiðir til að leysa verkefnið.
4.Fyrirhuguð niðurfelling vega af vegaskrá
Málsnúmer 2508046Vakta málsnúmer
Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá Magnús Björnsson fyrir hönd vegagerðarinnar á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir því um hvaða vegi er að ræða.
5.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2026
Málsnúmer 2508110Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og tæmingu rotþróa 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
6.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026
Málsnúmer 2508126Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
7.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026
Málsnúmer 2508130Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða.
8.Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025
Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer
Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025 lagðar fram til kynningar.
9.Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2025
Málsnúmer 2509091Vakta málsnúmer
Lagt fram yfirlit um verðlaunahafa Umhverfisverðlauna Skagafjarðar samkvæmt vali Soroptmistafélags Skagafjarðar. En verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn þann fjórða september síðastliðinn. Landbúnaðar- og innviðanefnd óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju og hvetur íbúa Skagafjarðar áfram til góðrar umgengni og snyrtimennsku.
10.Loftlagsdagurinn 2025
Málsnúmer 2509092Vakta málsnúmer
Umhverfis- og orkustofnun kynnir Loftlagsdaginn 2025 sem fer fram 1. október í Norðurljósasal Hörpu.
Fundi slitið - kl. 10:10.