Fara í efni

Beitarhólf nr. 27 í Efri Flóa auglýst til leigu

Málsnúmer 2505025

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26. fundur - 15.05.2025

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að auglýsa hólf 27 í austari flóa við Hofsós til leigu. Gert er ráð fyrir fimm ára leigutíma og til greina kemur ef fleiri en einn sækja um að hægt verði að skipta hólfinu upp. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa er falið að auglýsa hólfið.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 33. fundur - 18.09.2025

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar 15. Maí sl. var ákveðið að auglýsa hólf 28 til leigu. Í framhaldinu kom ein umsókn frá Gunnari Eysteinssyni um ósk um leigu á hólfinu. Áður var búið að samþykkja af sveitarstjórn að leigja hólf 27 til Páls Óskarssonar og hólf 29 til Rúnars Númasonar. Hafa þeir núna báðir dregið sínar umsóknir til baka og eru þessi hólf því ennþá ógirt og ekki í leigu. Með hliðsjón af stöðu málsins samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að leiga Gunnari Eysteinssyni hólf 28 með tímabundinn aðgang að hólfum 27 og 29. Forstöðumanni framkvæmda falið að ganga frá samningi við Gunnar Eysteinsson til eins árs.