Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Úthlutun til fjallskilanefnda 2026
Málsnúmer 2601036Vakta málsnúmer
2.Viðhald Mælifellsréttar 2025
Málsnúmer 2507197Vakta málsnúmer
Stjórn fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið, þau Björn Ólafsson á fundarstað og Þórunn Eyjólfsdóttir og Aron Pétursson í fjarfundabúnaði mættu til viðræðna um rekstur deildarinnar og málefni Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að umsjónarmaður eignasjóðs geri kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem fara þarf í á Mælifellsrétt.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að umsjónarmaður eignasjóðs geri kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem fara þarf í á Mælifellsrétt.
3.Styrkbeiðni - drónakaup
Málsnúmer 2512193Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá fjallskilastjóra Staðarhrepps Jónínu Stefánsdóttur dags. 20.12.2025 með beiðni um fjárstyrk vegna kaupa á dróna fyrir fimm fjallskiladeildir í Vesturfjöllum. Nú þegar hafa fengist þrír styrkir frá hrossaræktardeildum sem hætt hafa starfssemi.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fundi með formönnum deildanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fundi með formönnum deildanna.
4.Beitarhólf nr. 27 í Efri Flóa auglýst til leigu
Málsnúmer 2505025Vakta málsnúmer
Beitarhólf nr. 27 í Efri Flóa við Hofsós er laust til leigu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Umhverfis og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa landið til leigu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Umhverfis og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa landið til leigu.
5.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð
Málsnúmer 2512223Vakta málsnúmer
Til kynningar úr samráðsgátt, Atvinnuvegaráðuneyti: Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð.
6.Ársreikningur 2024 Framhluti Skagafj
Málsnúmer 2601017Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur 2024 fyrir Fjallskilasjóð framhluta Skagafjarðar.
7.Aðalfundur Veiðifélagsins Kolku
Málsnúmer 2512024Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Veiðifélagsins Kolku dags. 18.12.2025.
8.Fyrirhuguð niðurfelling vega af vegaskrá
Málsnúmer 2508046Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar afrit af tilkynningum Vegagerðarinnar um niðurfellingu vega af vegaskrá.
Sveinn Finster Úlfarsson yfirgaf fundinn kl. 10:45 og sat ekki liði nr. 5. 7. og 8.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta fundar.