Fara í efni

Borgarflöt nr. 23, 25, 27og 29 - Beiðni um þróunarreit

Málsnúmer 2311031

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 39. fundur - 30.11.2023

Fyrir liggur erindi frá Kaupfélagi Skagfirðinga er varðar úthlutuðum lóðum við Borgarflöt á Sauðárkróki. Lóðum nr. 23 og 25 var úthlutað á 10. fundi skipulagsnefndar 20.10.2022, úthlutun staðfest af sveitarstjórn 16.11.2022. Lóð 29 var úthlutað á 23. fundi skipulagsnefndar 27.04.2023, úthlutun staðfest af sveitarstjórn Skagafjarðar 10.05.2023.

Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir því að reiturinn sem lóðirnar standa á auk lóðar nr. 27 við Borgarflöt, verði úthlutað sem þróunarreit, í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði dags. 14.09.2022.

Fram kemur í erindi umsækjanda að fyrirætlanir Kaupfélags Skagfirðinga um þróunarreit á lóðum nr. 23, 25, 27 og 29 við Borgarflöt á Sauðárkróki er að gera heildarskipulag um framtíðarsýn vegna mögulegrar staðsetningar byggingarvöruverslunar KS á reitnum.

"Byggingarverslun KS er nú staðsett á Eyrarvegi 21. Iðnaðar og athafnalóðir á Skarðseyrinni eru að verða fullnýttar og er þörf fyrirtækjana á svæðinu fyrir auknu athafnasvæði mikil. Byggingavöruverslunin er að mörgu leyti óskyld annari starfsemi á Eyrinni og er ekki endilega ákjósanlegasti staðurinn fyrir verslun er varðar sýnileika og aðgengi. Það kemur því vel til greina að KS láti eftir hluta af lóð sinni að Eyrarvegi 21 og víki með byggingarvöruverslun sína annað ef til þess kæmi að önnur fyrirtæki á svæðinu myndu leitast eftir auknu athafnarsvæði.

Lóðirnar við Borgarflöt eru ákjósanlegur staður fyrir byggingavöruverslun að okkar mati. Staðsetningin er í alfaraleið og aðgengi gott og myndi bæta þjónustun við íbúa svæðisins frá því sem nú er auk þess að vera mun sýnilegri þeim sem um Strandveginn fara á leið sinni norður og suður.

Byggingavöruverslunin á Eyrinni er með um 3.000 fermetra undir þaki í dag, sem ætla má að væri um það bil sú stærð sem byggð yrði á reitnum."

Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa ásamt Sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um fyrirhugaða uppbyggingu svæðisins og ætlaðan framkvæmdatíma.

Skipulagsnefnd - 48. fundur - 22.04.2024

Reimar Marteinsson fulltrúi rekstarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sendir inn fyrirhugaða tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa ákvörðun um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um beiðni um þróunarreit til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Reimar Marteinsson fulltrúi rekstarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sendir inn fyrirhugaða tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa ákvörðun um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um beiðni um þróunarreit til sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa rekstrarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga um endurskoðun á fyrirhugaðri tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.