Fara í efni

Skipulagsnefnd

48. fundur 22. apríl 2024 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar - Fasi 2

Málsnúmer 2401240Vakta málsnúmer

Farið yfir innsendar umsagnir við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa 2 á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 10.04.2024 á Skipulagsgáttinni mál nr. 240/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/240.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða viðbrögð við innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fasa 2 á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2.Borgargerði 4 L234946 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2304004Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag Borgargerði 4, Borgarsveit, Skagafirði, mál nr. 425/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/425) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Borgargerði 4, Borgarsveit, Skagafirði og felur skipulagsfulltrúa að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

3.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að halda kynningarfund vegna deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil og aðalskipulagsbreytingar á Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil, AF-402 þriðjudaginn 30. apríl næstkomandi, kl. 16:00- 18:00 í Stóra salnum að Sæmundargötu 7A á Sauðárkróki.
Athugasemdafrestur við bæði málin á Skipulagsgáttinni verður framlendur um 2 vikur eða frá 01.05.2024 til og með 16.05.2024.
Tengill á bæði málin á Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar:
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516
https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515

4.Suðurbraut 9 - Fyrirspurn vegna deiliskipulagsvinnu á Hofsósi

Málsnúmer 2404117Vakta málsnúmer

Ína Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu sendir inn erindi og vísar í fyrri bókun skipulagsnefndarinnar frá 11.01.2024 varðandi umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Suðurbraut 9 (málsnúmer 2312100) þar sem afmörkun lóðarinnar liggur ekki fyrir og því ekki hægt að skipuleggja bílastæði innan lóðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæði sem afmarkast af Suðurbraut, Túngötu, Lindargötu og Skólagötu á Hofsósi.

5.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð - Grenndarkynning

Málsnúmer 2312215Vakta málsnúmer

Fara yfir innsendar umsagnir sem bárust á kynningartíma (22.02.2024- 23.03.2024) grenndarkynning vegna lóðar fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð verði hafnað í ljósi mikillar andstöðu íbúa við staðsetninguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að funda með Rarik til að finna heppilegri staðsetingu.

6.Borgarflöt nr. 23, 25, 27og 29 - Beiðni um þróunarreit

Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer

Reimar Marteinsson fulltrúi rekstarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sendir inn fyrirhugaða tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa ákvörðun um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um beiðni um þróunarreit til sveitarstjórnar.

7.Kúskerpi L146314 - Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2404114Vakta málsnúmer

María Stefanía Jóhannsdóttir fyrir hönd Kúskerpis ehf. eiganda lögbýlisins Kúskerpis landnúmer 146314 óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 10,6 hektara svæði á landi jarðarinnar.

Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur dags. 31.01.2024 af fyrirhuguðu skógræktarsvæði unnin hjá Landi og skógi af Sigríði Hrefnu Pálsdóttur.
Fyrirhugað skógræktarsvæði er í landi Kúskerpis. Nú þegar er í gildi samningur um nytjaskógrækt frá árinu 2002 á 34,8 ha svæði neðar í landinu. Nýja skógræktarsvæðið er 10,6 hektarar að stærð og hefur verið nýtt sem beitiland. Svæðið er í um 150 - 190 m.y.s..
Umsókn þessari fylgir umsögn minjavarðar Norðurlands vestra dags. 08.02.2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

8.Nestún 7 - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 2404072Vakta málsnúmer

Gunnar Freyr Gunnarsson og Aðalheiður Sigurðardóttir sækja um byggingarlóðina við Nestún 7 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til umsækjanda.

9.Nestún 18 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2404100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 18 við Nestún á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir í verki 79006210, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12. mars 2024.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Veitingarhúsið Sauðá - Lóðarmál

Málsnúmer 2404106Vakta málsnúmer

Sandra Björk Jónsdóttir fyrir hönd Sauðárhlíðar ehf. sækir um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi hjá veitingahúsinu Sauðá, um að afnema bann við innakstri inn á plan við Sauðá.
Frá því að við tókum við rekstri veitingahússins hefur umferð margfaldast og þykir okkur ekki gott að þurfa að troðast inn á annarra manna umráðasvæði með því að gestir okkar leggi á stæðum hjá nálægum stofnunum og höfum við heyrt að það sé ekki að valda neinni sérstakri ánægju á þeim bæjum, skiljanlega.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt því er gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á þetta plan og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að aflétta kvöð á lóðinni og í kjölfarið að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og lóðarleigusamning. Nefndin bendir jafnframt á að tryggja þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um umrædda innkeyrslu áður en innkeyrslubannið verði tekið af. Vinna þarf verkið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

11.Hátún 1 (L146038) - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2404014Vakta málsnúmer

Helga Sjöfn Helgadóttir og Gunnlaugur Hrafn Jónsson, þinglýstir eigendur Hátúns 1 (L146038) óska eftir heimild til að stofna 1.260 m2 íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. mars 2024. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7354-4000.

Hátún I er fyrir landskipti 168,5 ha og verður eftir landskipti 168,4 ha.

Íbúðarhús er innan útskiptrar lóðar og fylgir henni að landskiptum loknum:
Fasteignanúmer F2140466
Matshluti 03 0101
byggingarár 1950
birt stærð 222,7 m²
Lóðin fær heitið Hátún 3. Landheiti vísar til upprunajarðar og er næsti lausi tölustafur notaður.

Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Lítið sem ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar.

Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.

Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Hátúni I, L146038.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókn þessari. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000045 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti og umbeðið eignarheiti.

12.Þormóðsholt L228962 - Tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra

Málsnúmer 2404111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Sigurjóni Þórðarsyni hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra dags. 05.04.2024 vegna Þormóðsholts L228962.

Fundi slitið - kl. 12:00.