Fara í efni

Veitingarhúsið Sauðá - Lóðarmál

Málsnúmer 2404106

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 48. fundur - 22.04.2024

Sandra Björk Jónsdóttir fyrir hönd Sauðárhlíðar ehf. sækir um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi hjá veitingahúsinu Sauðá, um að afnema bann við innakstri inn á plan við Sauðá.
Frá því að við tókum við rekstri veitingahússins hefur umferð margfaldast og þykir okkur ekki gott að þurfa að troðast inn á annarra manna umráðasvæði með því að gestir okkar leggi á stæðum hjá nálægum stofnunum og höfum við heyrt að það sé ekki að valda neinni sérstakri ánægju á þeim bæjum, skiljanlega.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt því er gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á þetta plan og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að aflétta kvöð á lóðinni og í kjölfarið að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og lóðarleigusamning. Nefndin bendir jafnframt á að tryggja þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um umrædda innkeyrslu áður en innkeyrslubannið verði tekið af. Vinna þarf verkið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Sandra Björk Jónsdóttir fyrir hönd Sauðárhlíðar ehf. sækir um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi hjá veitingahúsinu Sauðá, um að afnema bann við innakstri inn á plan við Sauðá. Frá því að við tókum við rekstri veitingahússins hefur umferð margfaldast og þykir okkur ekki gott að þurfa að troðast inn á annarra manna umráðasvæði með því að gestir okkar leggi á stæðum hjá nálægum stofnunum og höfum við heyrt að það sé ekki að valda neinni sérstakri ánægju á þeim bæjum, skiljanlega. Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt því er gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á þetta plan og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að aflétta kvöð á lóðinni og í kjölfarið að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarblað og lóðarleigusamning. Nefndin bendir jafnframt á að tryggja þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda um umrædda innkeyrslu áður en innkeyrslubannið verði tekið af. Vinna þarf verkið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar. Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsnefndar. Nauðsynlegt er að umsókn um breytingu á lóðarblaði og lóðarsamningi sem afnemur bann við innakstri á plan við Sauðá komi frá þinglýstum leigutaka lóðarinnar, þ.e. firmahafa eða prókúruhafa með til þess bært umboð.
Tekið fundahlé í 10 mínútur