Fara í efni

Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíðl

Málsnúmer 2312215

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 11.01.2024

Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK óskar eftir því að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3340x2240 mm.
Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um.
- Mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024

Vísað frá 41. fundi skipulagsnefndar frá 11. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Rögnvaldur Guðmundsson fyrir hönd RARIK óskar eftir því að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3340x2240 mm.
Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um.
- Mynd af væntanlegu húsi fyrir dreifistöð.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.

Sveitastjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi skipulagi í samræmi við 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig að tillagan sé kynnt fyrir Kaupfélagi Skagfirðinga og Olís ásamt lóðarhöfum Mánaþúfu 1, Skógarstígs 1, 2, 4 og 6 og Laugavegs 1.

Skipulagsnefnd - 48. fundur - 22.04.2024

Fara yfir innsendar umsagnir sem bárust á kynningartíma (22.02.2024- 23.03.2024) grenndarkynning vegna lóðar fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð verði hafnað í ljósi mikillar andstöðu íbúa við staðsetninguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að funda með Rarik til að finna heppilegri staðsetingu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Fara yfir innsendar umsagnir sem bárust á kynningartíma (22.02.2024- 23.03.2024) grenndarkynning vegna lóðar fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð verði hafnað í ljósi mikillar andstöðu íbúa við staðsetninguna og að skipulagsfulltrúa verði falið að funda með Rarik til að finna heppilegri staðsetingu.

Sveitarstjórn áréttar að þessari tilteknu staðsetningu fyrir dreifistöð í Varmahlíð er hafnað, með níu atkvæðum, og finna þurfi aðra staðsetningu fyrir dreifistöð Rarik í Varmahlíð.