Fara í efni

Nestún 18 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2404100

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 48. fundur - 22.04.2024

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 18 við Nestún á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir í verki 79006210, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12. mars 2024.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. apríl síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 18 við Nestún á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrættir í verki 79006210, númer A-100 A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12. mars 2024. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkkir, með níu atkvæðum, að heimila að vikið verði frá 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin á gildandi deiliskipulagi sé það óveruleg að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010