Byggðarráð Skagafjarðar - 165
Málsnúmer 2510006F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025
Fundargerð 165. fundar byggðarráðs frá 9. október 2025 lögð fram til afgreiðslu á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar.
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2026-2029, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Undir þessum lið sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar
Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er neikvæð um 62.692 þ.kr. Helstu breytur eru lækkaðar tekjur vegna gjaldskrárbreytinga í leikskóla, samningsupphæð vegna málaferla tónlistarskólakennara vegna aksturs, uppreikningur langtímalána vegna verðlagsbreytinga, framkvæmdastyrkur til Golfklúbbs Skagafjarðar, tjón á körfuboltavelli við Árskóla, auk þess sem hluti eignasölu er tekinn út úr fjárhagsáætlun.
Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er jákvæð um 162.660 þ.kr. Helstu breytur eru uppreikningur langtímalána, hækkun höfuðstóls langtímalántöku vegna skilmála skuldabréfa, hækkun á eignum vegna afturköllunar eignasölu, aukinn kostnaður við framkvæmdir við Leikskólann Birkilund, gatnagerð í Sveinstúni frestað, hönnun og stækkun eldhúss í Ársölum frestað, auknar framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna, aukinn framkvæmdakostnaður við Sundlaug Sauðárkróks, auknar framkvæmdir við Árskóla auk þess sem sjóvörn við Hofsós er frestað. Auk þess er lækkun nokkurra framkvæmda.
Niðurstaðan er hækkun á handbæru fé um 99.969 þ.kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Lagður fram samstarfssamningur um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra. Í samstarfssamningnum gera Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögreglustjóri Norðurlands vestra, Sýslumaður Norðurlands vestra, svæðisstöð íþróttahéraða og kirkjan á Norðurlandi vestra samkomulag um stofnun Farsældarráðs, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Lagt fram erindi frá stjórn Íbúasamtaka Varmahlíðar dagsett 1. október 2025. Í erindinu vilja íbúasamtökin ítreka beiðni sína um frágang á Birkimel í Varmahlíð. Vísað er til erindis sem tekið var fyrir á 135. fundi byggðarráðs 26. febrúar 2025.
Búið er að semja við verktaka um að setja upp á næstu dögum 4 ljósastaura í götunni auk þess sem verið er að skoða lausnir hvað varðar hraðatakmarkandi aðgerðir. Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026 var samþykkt á 32. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar.
Berglind Þorsteinsdóttir safnastjóri hefur óskað eftir að gerð verði breyting á gjaldskránni og að bætt verði við gjaldlið. Um er að ræða verð á sameiginlegum miðum á byggðasafnið og sundlaugarnar fyrir árið 2026.
Tekið skal fram að félagsmála- og tómstundanefnd þarf einnig að taka til afgreiðslu framlagt erindi gagnvart sundlaugunum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndin samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti umbeðna breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins og vísar erindinu til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Tekin til umfjöllunar gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 2,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Daggjald er ákvarðað í reglugerð um dagdvöl aldraðra nr. 1245/2016 með árlegum breytingum. Nefndin samþykkir samhljóða að fæðiskostnaður á dag árið 2026 verði 672 kr. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Dagdvöl 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði fyrir hádegisverð hækki um 2,7% úr 728 kr. í 747 kr., sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Iðju hæfingar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2026. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2026. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna árið 2026 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2025, kr. 48.131.
Umönnunarflokkur 1 greitt 85% af meðlagi samtals kr. 40.911 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2 greitt 75% af meðlagi samtals kr. 36.098 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3 greitt 50% af meðlagi samtals kr. 24.066 pr. sólarhring.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Greiðslur vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá 2026 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2025 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá heimaþjónustu 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, að jafnaði er hækkun um 2,7%. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða, vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá hitaveitu 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hitaveitu 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá vatnsveitu 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vatnsveitu 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá Vegna hunda- og kattahalds 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá gámageymslusvæða 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá gámageymslusvæða 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025, "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011". Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025.
Málið kynnt áður á dagskrá 164. fundar byggðarráðs þann 1. október sl.
Byggðarráð fagnar almennt markmiðum frumvarpsins um að auka gagnsæi, styrkja fjárhagslegan grundvöll sveitarfélaga og samræma fjármálastjórn. Hins vegar vekjum við athygli á þremur atriðum sem við teljum að geti haft áhrif á rekstur og stjórnsýslu sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að byggðasamlög og félög með ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélaga, þar á meðal eignarhlutir í landshlutasamtökum, verði færð úr B-hluta í C-hluta reikningsskila. Í frumvarpinu er C-hluti skilgreindur sem félög með takmarkaða ábyrgð sem starfa á markaði, en sú skilgreining útilokar félög sem bera ótakmarkaða ábyrgð aðildarsveitarfélaga.
Byggðarráð telur mikilvægt að þessi félög falli utan A- og B-hluta, þar sem núverandi flokkun í B-hluta skekkir ársreikning sveitarfélagsins. Þetta hefur áhrif á lykiltölur eins og handbært fé og veltufjármuni, og gefur ranga mynd af fjárhagslegri getu sveitarfélagsins til skuldasöfnunar og framkvæmda. Þrátt fyrir að þessi félög séu að mestu sjálfbær og rekin sjálfstætt, eru skuldbindingar þeirra teknar með í reikninginn, sem getur takmarkað fjárhagslegt svigrúm Skagafjarðar.
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélög viðhaldi heilbrigðum fjárhag og geti sinnt lögbundinni grunnþjónustu, en telur að fyrirhugað 110% skuldaviðmið A-hluta sé of þröngt og geti takmarkað svigrúm sveitarfélaga til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar.
Fjárfestingar í grunninnviðum innan A-hluta, svo sem leik- og grunnskólum, íbúðaúrræðum og ýmsa félagsþjónustu ásamt öðrum lögbundnum verkefnum, eru oft framþungar og krefjast verulegs stofnfjármagns. Slíkar framkvæmdir verða sjaldnast fjármagnaðar með rekstrarafgangi eða handbæru fé einu saman á því tímabili sem uppbyggingin fer fram. Því er nauðsynlegt að sveitarfélög hafi raunhæft svigrúm til að nýta lánsfé til að standa undir lögboðinni þjónustu og tryggja að innviðir séu í samræmi við þarfir íbúa.
Byggðarráð telur að 110% skuldaviðmið geti haft íþyngjandi áhrif á fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og torveldað viðbrögð við ófyrirséðum aðstæðum, svo sem brýnum viðhaldsverkefnum eða nauðsynlegri uppbyggingu. Mikilvægt er að fjármálareglur sveitarfélaga styðji við getu þeirra til að veita grunnþjónustu og fjárfesta í innviðum, fremur en að hamla henni.
Við bendum einnig á að innviðaráðherra hefur lagt áherslu á að fjárfestingar sveitarfélaga verði auknar í samræmi við viðmið OECD, sem gera ráð fyrir að þær nemi 1% af landsframleiðslu. Of þröng skuldaviðmið geta grafið undan þessum markmiðum og dregið úr getu sveitarfélaga til að sinna hlutverki sínu í samfélagsuppbyggingu.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að lækkun þröskuldsins fyrir skyldu til að framkvæma mat á áhrifum fjárfestinga, lántöku og ábyrgða úr 20% í 10% af skatttekjum sé ansi bratt. Þó markmiðið um vandað mat sé í sjálfu sér jákvætt. Viðvörunarskylda við 10% mörkum þýðir að mun fleiri verkefni falla undir áhrifamat, sem getur leitt til aukins kostnaðar vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og aukins vinnuálags innan stjórnsýslunnar. Byggðarráð Skagafjarðar hvetur til þess að þröskuldurinn verði endurskoðaður með hliðsjón af raunhæfu svigrúmi sveitarfélaga til að sinna lögbundnum verkefnum án óhóflegs kostnaðar og flækjustigs.
Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 02 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til umræðu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 38. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 29. september sl., þannig bókað:
"Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 í málaflokki 06 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til umræðu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Vísað frá 35. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram, til fyrri umræðu, drög að fjárhagsáætlun ársins 2026 fyrir alla málaflokka Veitu- og framkvæmdasviðs. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2026 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
Undir þessum lið sátu fundinn Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri, Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri, Árni Egilsson skrifstofustjóri, Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri í þjónustumiðstöð og Sigurður Arnar Friðriksson forstöðumaður framkvæmda."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 165 Lagt fram til kynningar bréf frá Innviðaráðuneytinu dagsett 30. september 2025 um þátttakendur í minningardegi um þau sem hafa látist í umferðinni. Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember 2025. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og tileinkaður minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum. Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar byggðarráðs staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar 15. október 2025 með níu atkvæðum.