Fara í efni

Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka

Málsnúmer 2510065

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 84. fundur - 13.10.2025

Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf, þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, Sigurjón R. Rafnsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja skv. meðfylgjandi gögnum. Umbeðin breyting kallar á óverulega breytingu á deiliskipulagi og er óskað eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370010, dags. 01.10.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra tveggja sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk sem sótt er um breytingu fyrir liggja að mestu leyti í gegnum byggingu sem nær yfir lóðamörk. Því er óskað þess að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið er á hluta lóðamarka Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnd á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Breyting lóðamarka hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar.

Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða það óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi sem hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
Samþykkir nefndin samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025

Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf, þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, Sigurjón R. Rafnsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja skv. meðfylgjandi gögnum. Umbeðin breyting kallar á óverulega breytingu á deiliskipulagi og er óskað eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370010, dags. 01.10.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra tveggja sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk sem sótt er um breytingu fyrir liggja að mestu leyti í gegnum byggingu sem nær yfir lóðamörk. Því er óskað þess að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið er á hluta lóðamarka Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnd á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Breyting lóðamarka hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar.

Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða það óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi sem hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
Samþykkir nefndin samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36. fundur - 24.10.2025

Lögð fram umsókn frá Fisk Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga um breytingu lóðamarka milli Eyrarvegs 18 L143288, og Eyrarvegs 20, L143289.
Landbúnaðar-og innviðanefnd samþykkir erindið samhljóða.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38. fundur - 27.11.2025

Lögð fram umsókn dags. 20.11.2025. frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Fisk Seafood ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar vegna lóðamarka lóðanna Eyrarvegs 18, L143288, og Eyrarvegs 20, L143289.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir erindið samhljóða og vísar til Skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025

Þann 13. okt. 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila lóðarhöfum Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Eyrarvegar 20, landnr. 143289, að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, sem unnin yrði á kostnað lóðarhafa, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda lægi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð 1040/2018. Breytingin varðaði lóðamörk á milli lóðanna tveggja.
Sveitarstjórn samþykkti breytinguna þann 15. okt. 2025 með sama fyrirvara varðandi jákvæða umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti erindið samhljóða þann 24. okt. 2025.
Tilgangur breytingar lóðamarka var skipting matshluta 09 á lóð Eyrarvegar 20, sem er frystigeymsla, byggð árið 2025 af lóðarhöfum beggja lóða.

Komið hefur í ljós að uppskipting mannvirkis kallar á aðra útfærslu en gert var ráð fyrir. Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Þórólfur H. Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir að fyrri breyting verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki skv. meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umbeðin lóðarstofnun kallar á breytingu á deiliskipulagi, óska umsækjendur eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.

Umsækjendur telja að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk lóðar, sem sótt er um að stofna, liggja meðal annars um áðurnefnda bygginu. Þess er því óskað að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið afmarkast við lóðamörk Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnt á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð lóða og byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn fyrir reitinn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Ný lóð yrði stofnuð út úr Eyrarvegi 20, landnr. 143289.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Fyrirhuguð lóð hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er þegar byggt mannvirki, í eigu beggja umsækjenda, sem skráð er á Eyrarveg 20, L143289. Um er að ræða matshluta 09 sem er 1.495,40 m² frystigeymsla, byggð árið 2025. Þess er óskað að umræddur matshluti verði skráður á stofnaða lóð. Þegar lóðin hefur verið stofnuð óska umsækjendur eftir því að fá lóðinni úthlutað að jöfnu og að mannvirki innan fyrirhugaðrar lóðar skráist að jöfnu á milli umsækjenda.
Fyrirliggur samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem vísar erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir Skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Björn Magnús Árnason

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 44. fundur - 10.12.2025

Vísað frá 87. fundi skipulagsnefndar frá 27. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Þann 13. okt. 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila lóðarhöfum Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Eyrarvegar 20, landnr. 143289, að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, sem unnin yrði á kostnað lóðarhafa, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda lægi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð 1040/2018. Breytingin varðaði lóðamörk á milli lóðanna tveggja.
Sveitarstjórn samþykkti breytinguna þann 15. okt. 2025 með sama fyrirvara varðandi jákvæða umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti erindið samhljóða þann 24. okt. 2025.
Tilgangur breytingar lóðamarka var skipting matshluta 09 á lóð Eyrarvegar 20, sem er frystigeymsla, byggð árið 2025 af lóðarhöfum beggja lóða.

Komið hefur í ljós að uppskipting mannvirkis kallar á aðra útfærslu en gert var ráð fyrir. Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Þórólfur H. Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir að fyrri breyting verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki skv. meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umbeðin lóðarstofnun kallar á breytingu á deiliskipulagi, óska umsækjendur eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.

Umsækjendur telja að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk lóðar, sem sótt er um að stofna, liggja meðal annars um áðurnefnda bygginu. Þess er því óskað að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið afmarkast við lóðamörk Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnt á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð lóða og byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn fyrir reitinn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Ný lóð yrði stofnuð út úr Eyrarvegi 20, landnr. 143289.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Fyrirhuguð lóð hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er þegar byggt mannvirki, í eigu beggja umsækjenda, sem skráð er á Eyrarveg 20, L143289. Um er að ræða matshluta 09 sem er 1.495,40 m² frystigeymsla, byggð árið 2025. Þess er óskað að umræddur matshluti verði skráður á stofnaða lóð. Þegar lóðin hefur verið stofnuð óska umsækjendur eftir því að fá lóðinni úthlutað að jöfnu og að mannvirki innan fyrirhugaðrar lóðar skráist að jöfnu á milli umsækjenda.
Fyrirliggur samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem vísar erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir Skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fallast á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn, með níu atkvæðum, að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.