Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 171
Málsnúmer 2511016FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 171 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Íbúðareign að Skógargötu 2, F213-2173, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember sl. Á 170. fundi byggðarráðs þann 14. nóvember sl. var það samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að svara innkomnu tilboði með gagntilboði.
Borist hefur gagntilboð við gagntilboði sem sveitarfélagið sendi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna innkomnu tilboði. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 171 Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Skagafjarðar, dagsett 7. október 2025, þar sem Golfklúbburinn fer þess á leit við sveitarfélagið að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna byggingu nýs golfskála fyrir golfklúbbinn.
Ekki liggja fyrir fullnægjandi heimildir í lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 til niðurfellingar gatnagerðargjalds til að verða við beiðninni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita Golfklúbbi Skagafjarðar styrk sem nemur álögðum gatnagerðargjöldum vegna byggingar nýs golfskála. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 171 Til stendur að stofna veiðifélag um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði sem er ætlað að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna, auk þess að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess. Nafn félagsins verður Veiðifélag Eyvindarstaðaheiðar.
Lögð fram drög að samþykktum fyrir veiðifélagið.
Byggðarráð samþykkir drög að samþykktum veiðifélags Eyvindastaðarheiðar og að fulltrúar Skagafjarðar í stjórn verði umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og fulltrúi úr stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf. sem stjórn ákveður hverju sinni. Samþykkt samhljóða að vísa til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 171 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framlagðri tillögu um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Byggðarráð telur að slík aðferð sé mikilvæg til að tryggja jafnræði íbúa landsins og að áhrif lagasetningar á dreifbýli séu metin á kerfisbundinn hátt. Sérstaklega er mikilvægt að sjónarmið sveitarfélaga á landsbyggðinni, þar á meðal Skagafjarðar, fái aukna áherslu þar sem stærsti hluti stjórnsýslunnar, ráðuneytin og löggjafarvaldið eru staðsett í höfuðborginni. Nauðsynlegt er að áhrifamat á landsbyggðina verði haft til hliðsjónar við mótun laga til að koma í veg fyrir ófyrirséð neikvæð áhrif á byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 171 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 225/2025, "Drög að reglugerð um flutning sauð- og geitfjár yfir varnarlínur". Umsagnarfrestur er til og með 28.11. 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 171 Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ, dagsett 13. nóvember 2025. Í bréfinu vill UMFÍ koma á framfæri áskorun frá 54. sambandsþingi UMFÍ þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög, að efla lýðheilsu þjóðarinnar með því að hrinda af stað þjóðarátaki í lýðheilsu og forvörnum, þar sem kraftar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar verði nýttir til fulls. Jafnframt er skorað á sömu aðila að taka nú þegar upp samtal við íþróttahreyfinguna á Íslandi, varðandi starfsumhverfi hennar, m.a. fjármálaumhverfi, starfsumhverfi, lagalegt umhverfi o.fl. Bókun fundar Afgreiðsla 171. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 172
Málsnúmer 2511024FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lagt fram erindi, dags. 13. nóvember 2025, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar. Hópurinn er að skipuleggja gamlárshlaup sem ræst verður frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30 á gamlársdag. Þátttakendur eiga að vera komnir aftur að íþróttahúsi kl. 13:30. Óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð á Skagfirðingabraut frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk. Þegar hefur verið haft samband við lögreglu sem hefur samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða leyfi fyrir umbeðinni lokun fyrir sitt leyti.
Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lagt fram erindi, dags. 21. nóvember 2025, frá Ingvari Daða Jóhannssyni f.h. Björgunarsveitarinnar Grettis, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda brennu á landi sveitarfélagsins við Móhól ofan við Hofsós og skoteldasýningu á sama stað, á gamlársdag kl. 16:00. Jafnframt leyfi til að vera með brennu og skoteldasýningu í landi Hóla norðan við grunnskólann, á gamlársdag kl. 21:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðnum brennum og skoteldasýningum, svo fremi að önnur skilyrði fyrir þeim séu uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lagt fram erindi, dags. 23. nóvember 2025, frá Einari Ólasyni f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda skoteldasýningu á landi sveitarfélagsins neðan Varmahlíðar á gamlársdag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðinni skoteldasýningu, svo fremi að önnur skilyrði fyrir henni séu uppfyllt. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lagt fram erindi, dags. 18. nóvember 2025, frá íbúum í fyrrum Skefilsstaðahreppi. Í bréfinu er tilgreint að haldinn hafi verið íbúafundur þann dag í Skagaseli þar sem sala á félagsheimilinu Skagaseli var til umræðu. Er óskað eftir fundi með byggðarráði til að fara nánar þetta mál.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn hópsins til fundar við byggðarráð. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lagt fram erindi, dags. 18. nóvember 2025, frá Vinum Gunnfaxa, þar sem óskað er eftir styrk til að verndunar Gunnfaxa en Samgöngusafnið á Skógum hefur samþykkt að taka við vélinni til varðveislu í sýningarhæfu ástandi.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn, sem lagður er fram að ósk ráðuneytisins, felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Víðigrund 16, F213-2397, er á meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 30. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara tilboðinu með gagntilboði. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Víðimýri 10, F213-2494, er á meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Á 169. fundi byggðarráðs þann 5. nóvember 2025 var samþykkt innkomið tilboð í íbúðina að Laugatúni 9 á Sauðárkróki. Kaupendur hafa óskað eftir lengdum fresti til að aflétta fyrirvara um sölu íbúðar. Samkvæmt tilboði hefur kaupandi til 30. nóvember til að aflétta fyrirvara um sölu íbúðar en óskar eftir fresti til 8. desember sem er jafn langur fyrirvari um sölu og settur er í samþykktu kauptilboði núverandi eignar kaupanda.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni um framlengingu á fresti til afléttingar fyrirvara um sölu til 8. desember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og markmiði þess um að gera ferli rammaáætlunar skilvirkara og með skilgreindum tímafrestum vegna ýmissa þátta við meðferð mála í áætluninni, án þess að dregið sé úr faglegum kröfum. Nauðsynlegt er að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. - 2.11 2511097 Umsagnarbeiðni; Breyting á þingsályktun nr. 24 152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæðaByggðarráð Skagafjarðar - 172 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál, Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að nauðsynlegt sé að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða. Byggðarráð bendir á að Skatastaðavirkjun er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð mótmæla fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Héraðsvötnum á þeim grunni að hún sé í þveröfugu samræmi við forsendur rammaáætlunarinnar og stofni í hættu bæði lífríki svæðisins og sjálfbærri þróun.
Í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er skýrt kveðið á um að svæði með mjög mikla eða verulega náttúruverndargildi skuli vernduð og virkjanaheimildir takmarkaðar þannig að verndargildin eigi forgang. Ef litið er til Héraðsvatnasvæðisins, þá er þar er til staðar fjölbreytt lífríki sem verður fyrir verulegu raski. Virkjun sem ætlað er að breyta fallvatni og vatnaflæði rennur bersýnilega gegn markmiðum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruauðlinda.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
- Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fjölbreytni.
- Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
- Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
VG og óháð í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir því faglegu mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa."
Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"VG og óháð mótmæla fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Héraðsvötnum á þeim grunni að hún sé í þveröfugu samræmi við forsendur rammaáætlunarinnar og stofni í hættu bæði lífríki svæðisins og sjálfbærri þróun.
Í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er skýrt kveðið á um að svæði með mjög mikla eða verulega náttúruverndargildi skuli vernduð og virkjanaheimildir takmarkaðar þannig að verndargildin eigi forgang. Ef litið er til Héraðsvatnasvæðisins, þá er þar er til staðar fjölbreytt lífríki sem verður fyrir verulegu raski. Virkjun sem ætlað er að breyta fallvatni og vatnaflæði rennur bersýnilega gegn markmiðum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruauðlinda.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
- Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fjölbreytni.
- Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
- Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
VG og óháð í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir því faglegu mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa."
Fulltrúar meirihluta ítreka bókun fundar, svohljóðandi:
"Byggðarráð Skagafjarðar telur að nauðsynlegt sé að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða. Byggðarráð bendir á að Skatastaðavirkjun er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða." -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 226/2025, "Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 05.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fram séu komin drög að atvinnustefnu Íslands til umsagnar.
Skagafjörður er sem kunnugt er eitt blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands. Byggðarráði er því nærtækt að benda á hve litla athygli landbúnaður fær í umræddum drögum. Vissulega er fjallað um matvæli í drögunum en eingöngu í samhengi við alþjóðlega samkeppnishæfni sjávarútvegs, tækifærum í lagareldi í sjó og á landi, og tækifærum til útflutnings í t.d. hátækniframleiðslu próteina, ylrækt og ýmsum hefðbundnum og óhefðbundnum landbúnaðarafurðum. Landbúnaður kemur að öðru leyti ekki við sögu í drögum að atvinnustefnu Íslands. Sömuleiðis koma orðin matvælaöryggi eða fæðuöryggi hvergi fram í drögunum en ætla má að skynsamlegt væri að skilgreina í atvinnustefnu landsins hvernig tryggja megi slíkt grundvallaratriði fyrir öryggi þjóðarinnar í neyðartilvikum, sbr. vinnu sem atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt í.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir þann punkt í drögum að atvinnustefnu að mikilvægt sé að stuðla að því að þróun atvinnulífs sé í jafnvægi við innviði og umhverfi. Í því skyni má benda á að hagkvæmt getur verið að styrkja innviði á landsbyggðinni, þar sem stór hluti verðmætasköpunar þjóðarinnar og framleiðsla útflutningsvara fer fram, með skattalegum hvötum, afsláttum af námslánum o.s.frv. Benda má á góða reynslu Norðmanna af slíku fyrirkomulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2025, "Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu o.fl. (sameining stofnana)". Umsagnarfrestur er til og með 01.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að samkvæmt nýlegri samantekt Byggðastofnunar á fjölda ríkisstarfa á árinu 2024, þá fjölgaði slíkum störfum á milli áranna 2023 og 2024 um 538 eða 1,9%. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta. Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022. Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö. Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum. Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra. Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar en í öðrum landshlutum.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra og aðra ráðherra í ríkisstjórn Íslands að horfa til þess að við sameiningu stofnana ríkisins verði hluti starfsemi þeirra staðsettur á Norðurlandi vestra og þannig sýni ríkisstjórnin byggðaáherslur í verki. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lögð fram til kynningar skýrsla um raforkukerfið á Norðurlandi vestra sem Lota vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 172 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu, dags. 19. nóvember 2025, þar sem vakin er athygli á að ráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli aðgerðar A.15 á byggðaáætlun, Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis. Verkefnið tengist jafnframt aðgerð 12 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, Lágmarksþjónusta sveitarfélaga. Ráðuneytið fól Byggðastofnun að vinna drög að skilgreiningu að leiðbeiningunum og voru þær unnar í samráði við ráðuneyti, sveitarfélög o.fl. og að auki lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Skilgreiningin er m.a. ætluð ríki og sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera. Bókun fundar Afgreiðsla 172. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 173
Málsnúmer 2511037FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Til fundarins komu Brynja Ólafsdóttir, Steinn Leó Rögnvaldsson og Bjarni Egilsson sem fulltrúar íbúa í fyrrum Skefilsstaðahreppi til að fylgja eftir erindi sem tekið var fyrir á 172. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Byggðarráð þakkar gestunum fyrir góðan fund. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri Skagafjarðar, sat fundinn undir þessum lið. Hrefna Gerður kynnti niðurstöður HR monitor mannauðsmælinga sem sendar eru með reglulegu millibili til allra starfsmanna sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar og sveitarfélagsins Skagafjarðar með gildistíma til loka árs 2028.
Byggðarráð samþykkir þjónustusamninginn samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 173 Lagt fram erindi, dags. 26. nóvember 2025, frá ADHD samtökunum þar sem þau óska eftir stuðningi að upphæð 100-500 þúsund til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Fram kemur m.a. í greinargerð með erindinu að samtökin hafa reglulega fengið styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu, ÖBÍ, Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Auk þess hafa samtökin unnið með fjölda sveitarfélaga og/eða stofnanna sveitarfélaga með einstök námskeið eða fræðslu.
Einnig að samtökin standa fyrir reglulegum spjallfundum í hverjum mánuði, tvisvar í mánuði í Reykjavík og nokkrum sinnum á ári á Akureyri, Austurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þar eru tekin fyrir ákveðin málefni er varða ADHD. Spjallfundirnir eru ókeypis og standa öllum til boða.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar byggðarráðs var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39
Málsnúmer 2511014FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.
Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Umræður um atvinnulífssýninguna sem fram fer á næsta ári.
Starfsmenn nefndarinnar hafa kannað fýsilegar helgar í september árið 2026.
Nefndin samyþykkir samhljóða að atvinnulífssýningin fari fram helgina 19.- 20. september og felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja skipulagningu strax í upphafi næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Umræður um viðburðinn.
Starfsmenn nefndarinnar kynna drög að dagskrá og fara yfir skipulagningu á viðburðinum.
Nefndin hvetur íbúa til þess að fjölmenna á Kirkjutorgið 29. nóvember nk. kl. 15:30 og eiga notalega stund við tendrun jólatrésins.
Dagskráin verður aðgengileg á heimasíðu Skagafjarðar og samfélagsmiðlum í upphafi næstu viku. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Lagt fram kostnaðaráætlun og verkefnalýsingu fyrir vinnu Markaðsstofu Norðurlands við stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.
Markmið verkefnisins er að þróa þjónustukjarna sem getur tekið á móti ferðamönnum sem dvelja í nokkra daga, nýta betur tækifærin sem eflast í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll, gera framboð ferðaþjónustu í Skagafirði aðgengilegra og efla samvinnu á svæðinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og styður markmið þess, en telur kostnaðarskiptinguna ekki vera í samræmi við það sem lagt var upp með.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með MN og FFS í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39 Lögð fram fyrirspurn frá Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, fulltrúa Byggðalista
Á 25. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 05.september 2024 var samþykkt að hefja vinnu við að meta kosti og galla þess að selja rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði.
Hvaða vinna hefur þegar farið fram í þessum efnum og hver eru áætluð næstu skref? Liggur fyrir hvenær hægt verður að taka ákvörðun um hvort farið verður í söluferli eða ekki?
Á 25. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var starfsmönnum nefndarinnar falið að kanna hvernig staðið hefur verið að sölu tjaldsvæða hjá öðrum sveitarfélögum og hvernig hefur tekist til. Haft var samband við sveitarfélög sem hafa og/eða eru í sambærilegri vinnu sem gátu gefið innsýn inn í útboðsauglýsingar, söluferli og rekstur tjaldsvæða. Unnið er með ábendingar um það hvaða skráningar og frágangur þurfi að liggja fyrir þegar og ef til sölu á tjaldsvæðunum kemur. Jafnframt hefur verið unnið að frumhönnun nýrrar staðsetningar fyrir tjaldsvæði á Sauðárkróki og er deiliskipulagsgerð framundan. Að því loknu ætti málið að vera tækt til ákvarðanatöku.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist snemma á næsta ári við byggingu á nýju menningarhúsi á Sauðárkróki og fyrirséð er að núverandi staðsetning tjaldsvæðisins verði ekki fýsileg fyrir komandi sumar.
Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar í samráði við starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs að kanna fýsileika og kostnaðarmat þess að færa tjaldsvæðið tímabundið upp á Nafir.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
5.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38
Málsnúmer 2511023FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38 Fyrir fundinum liggja upplýsingar um áætlaða endurgreiðslu ríkisins vegna refa- og minkaveiða fyrir árið 2025, en ljóst er að þau verð sem ríkið áætlar að greiða eru langt undir raunkostnaði veiðanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að skora á Jóhann Pál Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, að sjá til þess að Náttúruverndarstofnun (áður Umhverfisstofnun) endurreikni og uppfæri til núgildandi verðlags tillögur að viðmiðunartöxtum minka- og refaveiða. Síðasta tillaga frá Náttúruverndarstofnun (þá Umhverfisstofnun) barst ráðuneytinu árið 2018. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni var viðmiðunartaxti upp á 7000 kr. fyrir grendýr og 1600 kr. fyrir yrðlinga settur árið 1997. Taxtinn var þá ákveðinn með því að taka saman meðalgreiðslur sveitarfélaga fyrir hvert unnið grendýr árið 1996. Upphæð vegna minks var ákveðin fyrir 1997 og hefur ekki breyst síðan þá, en gögn um útreikninga á bakvið upphæðina finnast ekki hjá stofnuninni. Þetta eru óásættanlega vinnubrögð og eru viðmiðunartaxtar í engu samræmi við raunkostnað veiðanna eða greidd verðlaun fyrir refi og mink í Skagafirði.
Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38 Lögð fram umsókn dags. 20.11.2025. frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Fisk Seafood ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar vegna lóðamarka lóðanna Eyrarvegs 18, L143288, og Eyrarvegs 20, L143289.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir erindið samhljóða og vísar til Skipulagsnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38 Lagðar fram tilkynningar frá Vegagerðinni dags. 12. og 13. nóv. sl. um niðurfellingu eftirfarandi vega af vegaskrá:
Ennisvegur nr. 7824-01
Hluti Reykjaborgarvegar nr. 7515-01
Kimbastaðavegur nr. 7490-01 Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19.11.2025. um aðgang tollayfirvalda að rafrænu eftirliti hafna.
Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38 Lögð fram til kynningar samantekt Innviðaráðuneytis, Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kortlagningu aðgerða sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 38 Lögð fram til kynningar útboðslýsing vegna veiði í Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá. Landsamband veiðifélaga sér um framkvæmd útboðsins fyrir hönd veiðifélagsins. Tilboðum skal skila fyrir kl. 15 þann 3. mars 2026.
Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
6.Skipulagsnefnd - 87
Málsnúmer 2511032FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 87 Forsvarsmenn Gunnars Bjarnasonar ehf. komu á fund skipulagsnefndar í gegnum fjarfundarbúnað til að kynna frumdrög að hugmyndum þeirra að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir norðurhluta Freyjugötureitsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að taka vel í erindið og leggur því til að Gunnar Bjarnason ehf. leggi fram formlega umsókn um það svæði sem óskað er eftir samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagins ásamt tímasettri framkvæmdaráætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 87 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Skagfirðingabraut og Túngötu að norðan, Túngötu að vestanverðu og Sæmundarhlíð að sunnan og austanverðu. Skipulagssvæðið er um 14,8 ha að stærð.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru m.a. að:
Fjalla um lóðir, lóðagerðir og byggingarreiti innan Laufblaðsins.
Fjalla um möguleika á nýtingu opinna svæða og gönguleiða innan skipulagssvæðis.
Fá fram framtíðarhugmyndir lóðarhafa innan svæðisins og gera grein fyrir þeim í skipulagi ef við á.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 87 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Norðurbraut að norðan og austan, skipulagssvæðis deiliskipulags miðsvæðis, á milli Skólagötu og Túngötu, að sunnan og strandlínu og afmörkun hafnarsvæðis að vestan. Skipulagssvæðið er um 11,7 ha að stærð.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðarþróun svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 87 Þann 13. okt. 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila lóðarhöfum Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Eyrarvegar 20, landnr. 143289, að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, sem unnin yrði á kostnað lóðarhafa, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda lægi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð 1040/2018. Breytingin varðaði lóðamörk á milli lóðanna tveggja.
Sveitarstjórn samþykkti breytinguna þann 15. okt. 2025 með sama fyrirvara varðandi jákvæða umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti erindið samhljóða þann 24. okt. 2025.
Tilgangur breytingar lóðamarka var skipting matshluta 09 á lóð Eyrarvegar 20, sem er frystigeymsla, byggð árið 2025 af lóðarhöfum beggja lóða.
Komið hefur í ljós að uppskipting mannvirkis kallar á aðra útfærslu en gert var ráð fyrir. Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Þórólfur H. Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir að fyrri breyting verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki skv. meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umbeðin lóðarstofnun kallar á breytingu á deiliskipulagi, óska umsækjendur eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Umsækjendur telja að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk lóðar, sem sótt er um að stofna, liggja meðal annars um áðurnefnda bygginu. Þess er því óskað að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið afmarkast við lóðamörk Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnt á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð lóða og byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn fyrir reitinn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Ný lóð yrði stofnuð út úr Eyrarvegi 20, landnr. 143289.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Fyrirhuguð lóð hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er þegar byggt mannvirki, í eigu beggja umsækjenda, sem skráð er á Eyrarveg 20, L143289. Um er að ræða matshluta 09 sem er 1.495,40 m² frystigeymsla, byggð árið 2025. Þess er óskað að umræddur matshluti verði skráður á stofnaða lóð. Þegar lóðin hefur verið stofnuð óska umsækjendur eftir því að fá lóðinni úthlutað að jöfnu og að mannvirki innan fyrirhugaðrar lóðar skráist að jöfnu á milli umsækjenda.
Fyrirliggur samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir Skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 87 Málið áður á dagskrá á 85. fundi skipulagsnefndar þann 30.10.2025, þá m.a. bókað:
"Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ. Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt. Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A."
Í framhaldinu hafði skipulagsfulltrúi Skagafjarðar samband við Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna málsins og fékk svör frá Huldu Ragnheiði
Forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, þar sem segir m.a.:
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir neitt tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í póstinum frá þér hefur fullt samráð verið haft við Veðurstofuna, sem hefur formlega það hlutverk að meta snjóflóðaáhættu. Það eru gögn sem yrði litið til, ef til tjóns kemur.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Náttúruhamfaratryggingum Íslands fyrir skjót viðbrögð og svör.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Þakkir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands fyrir góð svör vegna deiliskipulags á Flæðum.
Það er fullkomlega réttmætt að velta upp áhyggjum gagnvart skipulagi og uppbyggingu byggðar á svæðum sem flokkuð eru sem hættusvæði, hvort sem það er í þessu tiltekna skipulagi eða öðrum. Það er skylda kjörinna fulltrúa að fara skynsamlega með útsvar íbúa og koma í veg fyrir óþarfa áhættur sem geta síðar haft fjárhagslega neikvæð áhrif.
Í svörum NTÍ er engin fullvissa um að mannvirki innan hættusvæðis á skipulagssvæði Flæða sé tryggt þegar á reynir. Veðurstofa Íslands segir ráðstafanir vegna ofanflóða á svæðinu valfrjálsar en ekki skylda.
Ef líkur eru til staðar á beitingu 16. gr. laga nr. 55/1992, um heimild til að skerða eða hafna bótarétti bygginga innan hættusvæða, tel ég nauðsynlegt að hafa þá áhættu til hliðsjónar við hönnun mannvirkis á fyrrnefndu hættusvæði. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 87 Baldur Hrafn Björnsson sviðstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar óskar eftir fyrir hönd Félagsbústaða að gert verði lóðarblað og lóðarleigusamningu fyrir Skógargötu 2 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta útbúa lóðarblað skv. gildandi deiliskipulagi á svæðinu frá 1987 og í framhaldinu gera lóðarleigusamning vegna Skógargötu 2. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 87 Sigurlaug Reynaldsdóttir og Hjalti Magnússon lóðarhafar Drekahlíðar 4 óska eftir leyfi til að breikka bílastæði á lóðinni um 2,5 metra til norðurs yfir gangstétt, útfærsla stækkunarinnar er sýnd á mynd sem fylgir erindinu.
Rökin fyrir umbeðinni stækkun eru m.a. að með þessu væri hægt að fækka bílum sem lagt er í götunni sem myndi bæta umferðarflæði og draga úr þrengslum á svæðinu.
Einnig myndi þetta auka rými fyrir snjómokstur í götunni.
Umsækjendur tekja að breytingin muni hafa jákvæð áhrif á umhverfið og aðstöðu íbúa í götunni og jafnframt stuðla að betri nýtingu lóða og gatna.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en bendir á að umsækjendur þurfi að vinna framkvæmdina í samráði við veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 87 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.10.2025, þá bókað:
"Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum. Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar. Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250. Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3. Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mat á umhverfisáhrifum: Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt 16.10.2025- 17.11.2025 á vef Skipulagsstofnunar, Skipulagsgáttinni málsnúmer 1345/2025 (sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1345/ ), einnig var hagsmunaaðilum sendur annað hvort bréfpóstur og/eða rafrænn póstur í gegnum mitt Ísland.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 87 Eindís Guðrún Kristjánsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Enni, landnúmer 146406, í Viðvíkursveit, óskar eftir heimild til að stofna 9.342,2 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Enni 2" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74201100, útg. 12. nóv. 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna, dags. 12.11.2025.
Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar. Engin landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti.
Innan afmörkunar útskiptrar spildur eru matshlutar 02, sem er 198,4 m² einbýlishús byggt árið 1959, og 12, sem er 77,9 m² aðstöðuhús byggt árið 2011. Mannvirki þessi skulu fylgja landskiptum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um heimreið í landi Ennis, L146406, og á útskiptri spildu er kvöð um yfirferðarrétt fyrir landeigendur Ennis, L146406. Yfirferðréttir eru sýndir á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Enni L146406.
Málnúmer í landeignaskrá er M003064.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Enni L146406 í Viðvíkursveit, Skagafirði - Umsókn um landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 87 Ólafur Ágúst Andrésson leggur fram lóðaruppdrátt nr. S101 ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. kt. 420807-0150. Þar er sýnd tillaga að lóðarskipulagi, byggingareit og byggingamagni lóðar nr. 6 við Borgarteig á Sauðárkróki. Í tillögunni er gert ráð fyrir að húsnæðið verði fjöleignahús með allt að 14 sjálfstæðum eignarhlutum, sbr. ákvæði laga nr. 26/1994 um fjöleignahús. Áætluð vegghæð hússins er 3,0 m og mænishæð 5,69 m.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagðan lóðaruppdrátt sem sýnir byggingarreit og byggingarmagn ásamt áætlaðri vegg- og mænishæð. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 87 Ágúst Andrésson f.h. Norðar ehf. óska eftir frest til að kynna byggingaráform og framkvæmdir á lóð Borgarsíðu 5.
Ástæða umbeðinnar frestunar er sú að Norðar ehf. er í samstarfi við Stóriðjuna ehf. um uppbyggingu á lóðinni nr. 6 við Borgarteig og til greina kemur að sækja um sameiningu á þessum lóðum, og framkvæma þá sambærilega uppbygginu á lóðinni nr. 5 við Borgarsíðu eins og fyrirhuguð er á lóðinni Borgarsíðu 6.
Áætluð verklok Borgarsíðu 6 eru sumarið 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins og óskar eftir tímasettri áætlun fyrir næsta fund skipulagsnefndar sem áætlaður er þann 11.12.2025 varðandi fyrirhugaða uppbyggingu á Borgarsíðu 5 áður en nefndin tekur afstöðu til beiðni um frestun á framkvæmdum. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 44. fundi sveitarstjórnar 10. desember 2025 með níu atkvæðum.
7.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
8.Endurtilnefning í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502121Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
9.Aðalgata 14_neðri hæð - Tilkynnt framkvæmd.
Málsnúmer 2509251Vakta málsnúmer
Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Fyrirhuguð framkvæmd samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem tilkynnt framkvæmd er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3389, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.09.2025 2025, ásamt umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsettri 10. október 2025.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingatími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingatíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.
10.Stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði
Málsnúmer 1901165Vakta málsnúmer
"Til stendur að stofna veiðifélag um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði sem er ætlað að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna, auk þess að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess. Nafn félagsins verður Veiðifélag Eyvindarstaðaheiðar.
Lögð fram drög að samþykktum fyrir veiðifélagið.
Byggðarráð samþykkir drög að samþykktum veiðifélags Eyvindastaðarheiðar og að fulltrúar Skagafjarðar í stjórn verði umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og fulltrúi úr stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf. sem stjórn ákveður hverju sinni. Samþykkt samhljóða að vísa til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum framlögð drög að samþykktum veiðifélags Eyvindastaðarheiðar og að fulltrúar Skagafjarðar í stjórn verði umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og fulltrúi úr stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf. sem stjórn ákveður hverju sinni.
11.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra
Málsnúmer 2511152Vakta málsnúmer
"Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn, sem lagður er fram að ósk ráðuneytisins, felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum framlagðan viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
12.Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði - Deiliskipulag
Málsnúmer 2511191Vakta málsnúmer
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Skagfirðingabraut og Túngötu að norðan, Túngötu að vestanverðu og Sæmundarhlíð að sunnan og austanverðu. Skipulagssvæðið er um 14,8 ha að stærð.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru m.a. að:
Fjalla um lóðir, lóðagerðir og byggingarreiti innan Laufblaðsins.
Fjalla um möguleika á nýtingu opinna svæða og gönguleiða innan skipulagssvæðis.
Fá fram framtíðarhugmyndir lóðarhafa innan svæðisins og gera grein fyrir þeim í skipulagi ef við á.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag
Málsnúmer 2506198Vakta málsnúmer
Vísað frá 87. fundi skipulagsnefndar frá 27. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Norðurbraut að norðan og austan, skipulagssvæðis deiliskipulags miðsvæðis, á milli Skólagötu og Túngötu, að sunnan og strandlínu og afmörkun hafnarsvæðis að vestan. Skipulagssvæðið er um 11,7 ha að stærð.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðarþróun svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka
Málsnúmer 2510065Vakta málsnúmer
"Þann 13. okt. 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila lóðarhöfum Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Eyrarvegar 20, landnr. 143289, að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, sem unnin yrði á kostnað lóðarhafa, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda lægi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð 1040/2018. Breytingin varðaði lóðamörk á milli lóðanna tveggja.
Sveitarstjórn samþykkti breytinguna þann 15. okt. 2025 með sama fyrirvara varðandi jákvæða umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti erindið samhljóða þann 24. okt. 2025.
Tilgangur breytingar lóðamarka var skipting matshluta 09 á lóð Eyrarvegar 20, sem er frystigeymsla, byggð árið 2025 af lóðarhöfum beggja lóða.
Komið hefur í ljós að uppskipting mannvirkis kallar á aðra útfærslu en gert var ráð fyrir. Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Þórólfur H. Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir að fyrri breyting verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki skv. meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umbeðin lóðarstofnun kallar á breytingu á deiliskipulagi, óska umsækjendur eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Umsækjendur telja að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk lóðar, sem sótt er um að stofna, liggja meðal annars um áðurnefnda bygginu. Þess er því óskað að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið afmarkast við lóðamörk Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnt á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð lóða og byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn fyrir reitinn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Ný lóð yrði stofnuð út úr Eyrarvegi 20, landnr. 143289.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Fyrirhuguð lóð hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er þegar byggt mannvirki, í eigu beggja umsækjenda, sem skráð er á Eyrarveg 20, L143289. Um er að ræða matshluta 09 sem er 1.495,40 m² frystigeymsla, byggð árið 2025. Þess er óskað að umræddur matshluti verði skráður á stofnaða lóð. Þegar lóðin hefur verið stofnuð óska umsækjendur eftir því að fá lóðinni úthlutað að jöfnu og að mannvirki innan fyrirhugaðrar lóðar skráist að jöfnu á milli umsækjenda.
Fyrirliggur samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir Skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að fallast á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn, með níu atkvæðum, að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer
Vísað frá 87. fundi skipulagsnefndar frá 27. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.10.2025, þá bókað:
"Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum. Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar. Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250. Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3. Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mat á umhverfisáhrifum: Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt 16.10.2025- 17.11.2025 á vef Skipulagsstofnunar, Skipulagsgáttinni málsnúmer 1345/2025 (sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1345/ ), einnig var hagsmunaaðilum sendur annað hvort bréfpóstur og/eða rafrænn póstur í gegnum mitt Ísland.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
16.Enni L146406 í Viðvíkursveit, Skagafirði - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2511192Vakta málsnúmer
"Eindís Guðrún Kristjánsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Enni, landnúmer 146406, í Viðvíkursveit, óskar eftir heimild til að stofna 9.342,2 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Enni 2" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74201100, útg. 12. nóv. 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna, dags. 12.11.2025.
Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar. Engin landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti.
Innan afmörkunar útskiptrar spildur eru matshlutar 02, sem er 198,4 m² einbýlishús byggt árið 1959, og 12, sem er 77,9 m² aðstöðuhús byggt árið 2011. Mannvirki þessi skulu fylgja landskiptum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um heimreið í landi Ennis, L146406, og á útskiptri spildu er kvöð um yfirferðarrétt fyrir landeigendur Ennis, L146406. Yfirferðréttir eru sýndir á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Enni L146406.
Málnúmer í landeignaskrá er M003064.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðin landskipti.
17.Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit 2025
Málsnúmer 2511185Vakta málsnúmer
"Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar og sveitarfélagsins Skagafjarðar með gildistíma til loka árs 2028.
Byggðarráð samþykkir þjónustusamninginn samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum framlagðan þjónustusamning.
18.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025
Málsnúmer 2510313Vakta málsnúmer
"Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er jákvæð um 19.328 þ.kr.
Helstu breytur eru hækkun útsvarstekna og fasteignaskatts, hækkun launaliða málaflokka, aukinn fjármagnskostnaður eignasjóðs, breytingar á söluhagnaði vegna breytinga á eignasölu, framlag til landsmóts hestamanna auk styrks til GSS.
Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er neikvæð um 351.177 þ.kr.
Helstu breytur fjárfestingar- og efnahagsviðauka eru breytt eignasala, uppgreiðsla lána vegna eignasölu, breytingar á framkvæmdum eignasjóðs, hækkun viðskiptakrafna, aukin gatnagerðargjöld, og lækkun framkvæmda hafnasjóðs og fráveitu, auk hækkunar framkvæmda hitaveitu og sjóveitu.
Niðurstaðan er lækkun á handbæru fé um 331.850 þ.kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
19.Reglur um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks
Málsnúmer 2509076Vakta málsnúmer
"Lögð voru fram drög að reglum um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks sveitarfélagsins. Markmið reglnanna er að samræma verklag varðandi þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við farsímaáskriftir og símtæki starfsmanna. Í drögunum felst nýbreytni þar sem lagt er til að sveitarfélagið bjóði öllum starfsmönnum upp á niðurgreidda farsímaáskrift.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur voru bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
20.Almenningssamgöngur á Sauðárkróki - útboð
Málsnúmer 2509271Vakta málsnúmer
"Á 164. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að láta auglýsa útboð á almenningssamgöngum á Sauðárkróki. Frestur til að skila inn tilboði var til 24. nóvember 2025 og barst eitt tilboð í verkið frá Suðurleiðum ehf. Tilboðið hljómar upp á 119% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Suðurleiða ehf. og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að taka tilboði Suðurleiða ehf.
21.Fundagerðir SSNV 2025
Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer
22.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 16:49.
Jafnframt fór forseti þess á leit við fundarmenn að liður 9 á dagskrá fundarins, 1803025 - Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki, verði tekið af dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.