Fara í efni

Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag

Málsnúmer 2506198

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 78. fundur - 26.06.2025

Lóðarmál á Hofsósi eru að hluta til ekki á hreinu og liggja fyrir nokkrar beiðnir um skilgreinda afmörkun lóða. Unnin voru deiliskipulagsgögn fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann sem samþykkt voru af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22.02.2000 en af óútskýrðum ástæðum var deiliskipulagið ekki endanlega staðfest af Skipulagsstofnun.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu).

Byggðarráð Skagafjarðar - 153. fundur - 02.07.2025

Vísað frá 78. fundi skipulagsnefndar, 26. júní 2025, þannig bókað: "Lóðarmál á Hofsósi eru að hluta til ekki á hreinu og liggja fyrir nokkrar beiðnir um skilgreinda afmörkun lóða. Unnin voru deiliskipulagsgögn fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann sem samþykkt voru af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22.02.2000 en af óútskýrðum ástæðum var deiliskipulagið ekki endanlega staðfest af Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu)."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að unnið verði deiliskipulag á grundvelli fyrri gagna fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann, auk svæðisins sunnan við sem liggur að deiliskipulagstillögunni fyrir “Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" (norðan Skólagötu).

Skipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025

Lögð fram skipulagslýsing fyrir Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Norðurbraut að norðan og austan, skipulagssvæðis deiliskipulags miðsvæðis, á milli Skólagötu og Túngötu, að sunnan og strandlínu og afmörkun hafnarsvæðis að vestan. Skipulagssvæðið er um 11,7 ha að stærð.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðarþróun svæðisins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Björn Magnús Árnason