Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Freyjugata - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2511082Vakta málsnúmer
Gestir
- Gunnar Ingi Bjarnason
- Bjarni Már Bjarnason
2.Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði - Deiliskipulag
Málsnúmer 2511191Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Skagfirðingabraut og Túngötu að norðan, Túngötu að vestanverðu og Sæmundarhlíð að sunnan og austanverðu. Skipulagssvæðið er um 14,8 ha að stærð.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru m.a. að:
Fjalla um lóðir, lóðagerðir og byggingarreiti innan Laufblaðsins.
Fjalla um möguleika á nýtingu opinna svæða og gönguleiða innan skipulagssvæðis.
Fá fram framtíðarhugmyndir lóðarhafa innan svæðisins og gera grein fyrir þeim í skipulagi ef við á.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið afmarkast af Skagfirðingabraut og Túngötu að norðan, Túngötu að vestanverðu og Sæmundarhlíð að sunnan og austanverðu. Skipulagssvæðið er um 14,8 ha að stærð.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru m.a. að:
Fjalla um lóðir, lóðagerðir og byggingarreiti innan Laufblaðsins.
Fjalla um möguleika á nýtingu opinna svæða og gönguleiða innan skipulagssvæðis.
Fá fram framtíðarhugmyndir lóðarhafa innan svæðisins og gera grein fyrir þeim í skipulagi ef við á.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
3.Hofsós - Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn - Deiliskipulag
Málsnúmer 2506198Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Svæðið afmarkast af Norðurbraut að norðan og austan, skipulagssvæðis deiliskipulags miðsvæðis, á milli Skólagötu og Túngötu, að sunnan og strandlínu og afmörkun hafnarsvæðis að vestan. Skipulagssvæðið er um 11,7 ha að stærð.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðarþróun svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið afmarkast af Norðurbraut að norðan og austan, skipulagssvæðis deiliskipulags miðsvæðis, á milli Skólagötu og Túngötu, að sunnan og strandlínu og afmörkun hafnarsvæðis að vestan. Skipulagssvæðið er um 11,7 ha að stærð.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skilgreina lóðamörk á svæðinu í skipulagi ásamt því að fjalla um byggingarreiti, byggingarmagn og byggingarmynstur ásamt því að setja fram stefnumörkun sveitarfélags varðandi framtíðarþróun svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Hofsós, Plássið, Sandurinn, Brekkan og Bakkinn" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
4.Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka
Málsnúmer 2510065Vakta málsnúmer
Þann 13. okt. 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að heimila lóðarhöfum Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Eyrarvegar 20, landnr. 143289, að láta vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, sem unnin yrði á kostnað lóðarhafa, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda lægi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð 1040/2018. Breytingin varðaði lóðamörk á milli lóðanna tveggja.
Sveitarstjórn samþykkti breytinguna þann 15. okt. 2025 með sama fyrirvara varðandi jákvæða umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti erindið samhljóða þann 24. okt. 2025.
Tilgangur breytingar lóðamarka var skipting matshluta 09 á lóð Eyrarvegar 20, sem er frystigeymsla, byggð árið 2025 af lóðarhöfum beggja lóða.
Komið hefur í ljós að uppskipting mannvirkis kallar á aðra útfærslu en gert var ráð fyrir. Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Þórólfur H. Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir að fyrri breyting verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki skv. meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umbeðin lóðarstofnun kallar á breytingu á deiliskipulagi, óska umsækjendur eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Umsækjendur telja að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk lóðar, sem sótt er um að stofna, liggja meðal annars um áðurnefnda bygginu. Þess er því óskað að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið afmarkast við lóðamörk Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnt á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð lóða og byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn fyrir reitinn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Ný lóð yrði stofnuð út úr Eyrarvegi 20, landnr. 143289.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Fyrirhuguð lóð hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er þegar byggt mannvirki, í eigu beggja umsækjenda, sem skráð er á Eyrarveg 20, L143289. Um er að ræða matshluta 09 sem er 1.495,40 m² frystigeymsla, byggð árið 2025. Þess er óskað að umræddur matshluti verði skráður á stofnaða lóð. Þegar lóðin hefur verið stofnuð óska umsækjendur eftir því að fá lóðinni úthlutað að jöfnu og að mannvirki innan fyrirhugaðrar lóðar skráist að jöfnu á milli umsækjenda.
Fyrirliggur samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir Skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkti breytinguna þann 15. okt. 2025 með sama fyrirvara varðandi jákvæða umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti erindið samhljóða þann 24. okt. 2025.
Tilgangur breytingar lóðamarka var skipting matshluta 09 á lóð Eyrarvegar 20, sem er frystigeymsla, byggð árið 2025 af lóðarhöfum beggja lóða.
Komið hefur í ljós að uppskipting mannvirkis kallar á aðra útfærslu en gert var ráð fyrir. Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, og Þórólfur H. Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf. þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir að fyrri breyting verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki skv. meðfylgjandi gögnum.
Þar sem umbeðin lóðarstofnun kallar á breytingu á deiliskipulagi, óska umsækjendur eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Umsækjendur telja að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk lóðar, sem sótt er um að stofna, liggja meðal annars um áðurnefnda bygginu. Þess er því óskað að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið afmarkast við lóðamörk Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnt á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð lóða og byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn fyrir reitinn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Ný lóð yrði stofnuð út úr Eyrarvegi 20, landnr. 143289.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Fyrirhuguð lóð hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er þegar byggt mannvirki, í eigu beggja umsækjenda, sem skráð er á Eyrarveg 20, L143289. Um er að ræða matshluta 09 sem er 1.495,40 m² frystigeymsla, byggð árið 2025. Þess er óskað að umræddur matshluti verði skráður á stofnaða lóð. Þegar lóðin hefur verið stofnuð óska umsækjendur eftir því að fá lóðinni úthlutað að jöfnu og að mannvirki innan fyrirhugaðrar lóðar skráist að jöfnu á milli umsækjenda.
Fyrirliggur samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar sem vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á að fyrri skipulagsbreyting sem sveitarstjórn samþykkti þann 15. okt. 2025 verði afturkölluð og að stofnuð verði ný lóð um áðurnefnt mannvirki og henni úthlutað umsækjendum skv. fyrirliggjandi gögnum. Umsækjendum verði heimilað að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir Skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að fallast á rök umsækjenda að um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar sé að ræða þar sem hún hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið og ekki sé þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin á deiliskipulaginu varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjenda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370011, dags. 20.11.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. verði send Skipulagsstofnun skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
5.Fundur með Veðurstofu Íslands - Deiliskipulag Flæða
Málsnúmer 2510224Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 85. fundi skipulagsnefndar þann 30.10.2025, þá m.a. bókað:
"Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ. Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt. Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A."
Í framhaldinu hafði skipulagsfulltrúi Skagafjarðar samband við Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna málsins og fékk svör frá Huldu Ragnheiði
Forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, þar sem segir m.a.:
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir neitt tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í póstinum frá þér hefur fullt samráð verið haft við Veðurstofuna, sem hefur formlega það hlutverk að meta snjóflóðaáhættu. Það eru gögn sem yrði litið til, ef til tjóns kemur.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Náttúruhamfaratryggingum Íslands fyrir skjót viðbrögð og svör.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Þakkir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands fyrir góð svör vegna deiliskipulags á Flæðum.
Það er fullkomlega réttmætt að velta upp áhyggjum gagnvart skipulagi og uppbyggingu byggðar á svæðum sem flokkuð eru sem hættusvæði, hvort sem það er í þessu tiltekna skipulagi eða öðrum. Það er skylda kjörinna fulltrúa að fara skynsamlega með útsvar íbúa og koma í veg fyrir óþarfa áhættur sem geta síðar haft fjárhagslega neikvæð áhrif.
Í svörum NTÍ er engin fullvissa um að mannvirki innan hættusvæðis á skipulagssvæði Flæða sé tryggt þegar á reynir. Veðurstofa Íslands segir ráðstafanir vegna ofanflóða á svæðinu valfrjálsar en ekki skylda.
Ef líkur eru til staðar á beitingu 16. gr. laga nr. 55/1992, um heimild til að skerða eða hafna bótarétti bygginga innan hættusvæða, tel ég nauðsynlegt að hafa þá áhættu til hliðsjónar við hönnun mannvirkis á fyrrnefndu hættusvæði.
"Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ. Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt. Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A."
Í framhaldinu hafði skipulagsfulltrúi Skagafjarðar samband við Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna málsins og fékk svör frá Huldu Ragnheiði
Forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, þar sem segir m.a.:
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir neitt tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í póstinum frá þér hefur fullt samráð verið haft við Veðurstofuna, sem hefur formlega það hlutverk að meta snjóflóðaáhættu. Það eru gögn sem yrði litið til, ef til tjóns kemur.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Náttúruhamfaratryggingum Íslands fyrir skjót viðbrögð og svör.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Þakkir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands fyrir góð svör vegna deiliskipulags á Flæðum.
Það er fullkomlega réttmætt að velta upp áhyggjum gagnvart skipulagi og uppbyggingu byggðar á svæðum sem flokkuð eru sem hættusvæði, hvort sem það er í þessu tiltekna skipulagi eða öðrum. Það er skylda kjörinna fulltrúa að fara skynsamlega með útsvar íbúa og koma í veg fyrir óþarfa áhættur sem geta síðar haft fjárhagslega neikvæð áhrif.
Í svörum NTÍ er engin fullvissa um að mannvirki innan hættusvæðis á skipulagssvæði Flæða sé tryggt þegar á reynir. Veðurstofa Íslands segir ráðstafanir vegna ofanflóða á svæðinu valfrjálsar en ekki skylda.
Ef líkur eru til staðar á beitingu 16. gr. laga nr. 55/1992, um heimild til að skerða eða hafna bótarétti bygginga innan hættusvæða, tel ég nauðsynlegt að hafa þá áhættu til hliðsjónar við hönnun mannvirkis á fyrrnefndu hættusvæði.
6.Skógargata 2 (L143725) - Lóðarmál
Málsnúmer 2511180Vakta málsnúmer
Baldur Hrafn Björnsson sviðstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar óskar eftir fyrir hönd Félagsbústaða að gert verði lóðarblað og lóðarleigusamningu fyrir Skógargötu 2 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta útbúa lóðarblað skv. gildandi deiliskipulagi á svæðinu frá 1987 og í framhaldinu gera lóðarleigusamning vegna Skógargötu 2.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta útbúa lóðarblað skv. gildandi deiliskipulagi á svæðinu frá 1987 og í framhaldinu gera lóðarleigusamning vegna Skógargötu 2.
7.Drekahlíð 4 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu
Málsnúmer 2511187Vakta málsnúmer
Sigurlaug Reynaldsdóttir og Hjalti Magnússon lóðarhafar Drekahlíðar 4 óska eftir leyfi til að breikka bílastæði á lóðinni um 2,5 metra til norðurs yfir gangstétt, útfærsla stækkunarinnar er sýnd á mynd sem fylgir erindinu.
Rökin fyrir umbeðinni stækkun eru m.a. að með þessu væri hægt að fækka bílum sem lagt er í götunni sem myndi bæta umferðarflæði og draga úr þrengslum á svæðinu.
Einnig myndi þetta auka rými fyrir snjómokstur í götunni.
Umsækjendur tekja að breytingin muni hafa jákvæð áhrif á umhverfið og aðstöðu íbúa í götunni og jafnframt stuðla að betri nýtingu lóða og gatna.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en bendir á að umsækjendur þurfi að vinna framkvæmdina í samráði við veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
Rökin fyrir umbeðinni stækkun eru m.a. að með þessu væri hægt að fækka bílum sem lagt er í götunni sem myndi bæta umferðarflæði og draga úr þrengslum á svæðinu.
Einnig myndi þetta auka rými fyrir snjómokstur í götunni.
Umsækjendur tekja að breytingin muni hafa jákvæð áhrif á umhverfið og aðstöðu íbúa í götunni og jafnframt stuðla að betri nýtingu lóða og gatna.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en bendir á að umsækjendur þurfi að vinna framkvæmdina í samráði við veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.
8.Sjóvörn Hofsósi - Ósk um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2403157Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.10.2025, þá bókað:
"Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum. Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar. Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250. Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3. Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mat á umhverfisáhrifum: Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt 16.10.2025- 17.11.2025 á vef Skipulagsstofnunar, Skipulagsgáttinni málsnúmer 1345/2025 (sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1345/ ), einnig var hagsmunaaðilum sendur annað hvort bréfpóstur og/eða rafrænn póstur í gegnum mitt Ísland.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
"Vísað frá 83. fundi skipulagsnefndar frá 18. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vegagerðin óska eftir framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin sem sótt er um leyfi fyrir felur í sér byggingu sjóvarnar á Hofsósi á grundvelli samgönguáætlunar, og var hún sett á áætlun á grundvelli erindis frá sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða um 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru teikningar B-10389-95, sjá fylgiskjal 1. Aðkoma að verkstað verður um verndarsvæði í byggð. Ekið verður með efni í gegnum hafnarsvæðið, skarð gert í brimvörn, ræsi sett í Hofsá á meðan á framkvæmdum stendur og malarefni þar yfir. Í verklok verður ræsi fjarlægt og brimvarnargarði endurraðað. Þegar komið er niður á eyrina verður slétt út akstursleið utarlega á eyrinni og bætt við möl ef þörf er á. Eyrin er mynduð af framburði úr Hofsá og hefur vaxið fram um tugi metra frá því innri hafnargarðurinn var byggður um 1970. Þá tekur eyrin sífeldum breytingum og er mótuð af ágangi sjávar, einkum að vetri til þar sem öldur eru þyngri. Því verða engin langtímaáhrif af slóðagerð á eyrinni og líklegt er að öll ummerki verði farin að liðnum einum vetri frá verklokum. Þegar komið er út fyrir verndarsvæði í byggð tekur við um 100 m kafli þar sem fyrir er stuðlað grjót. Til þess að hlífa svæðinu er lagt er til að á þeim kafla verði lagður malarslóði ofan á stuðlaða grjótið til að koma efni að verkstað. Í verklok verður möl fjarlægð að hluta ofan af grjótinu en það sem eftir er mun hreinsast með ágangi sjávar. Gert er ráð fyrir að notast verði við fjögurra öxla vörubíla eða trailera til að aka efni í verkið og áætlaður fjöldi ferða er um 250. Grjót og sprengdur kjarni úr Arnarbergsnámu við Vindheima, áætlað magn er um 2.000 m3. Möl úr Grafargerði í fyllingu, áætlað magn er um 550 m3. Fornleifaskráning hefur farið fram á svæðinu og hefur Vegagerðin haft samráð við minjavörð Norðurlands vestra. Aðkoma liggur ekki yfir þekktar fornminjar eða nærri þeim. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd sveitarfélagsins muni framkvæma grenndarkynningu í samræmi við ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmaleyfi, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mat á umhverfisáhrifum: Aðkoma að sjóvörninni er um verndarsvæði í byggð en framkvæmdin sjálf er utan þess svæðis. Framkvæmdin er því ekki tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 111/2021, um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2025 og verði lokið 15. júní 2026. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálum væntanlegs framkvæmdaleyfis svo það verði tilbúið til útgáfu í kjölfar ákvörðunar um veitingu þess verði afgreiðslan jákvæð. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin og fyrirhugaðir efnisflutningar að henni verði samræmi við stöðu verndarsvæðis í byggð á svæðinu. Aðkoma hafnarstjórnar að verkefninu skal einnig tryggð."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að framkvæmdarleyfisumsókn Vegagerðarinnar dags. 09.09.2025 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Framkvæmdarleyfisumsóknin var grenndarkynnt 16.10.2025- 17.11.2025 á vef Skipulagsstofnunar, Skipulagsgáttinni málsnúmer 1345/2025 (sjá hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1345/ ), einnig var hagsmunaaðilum sendur annað hvort bréfpóstur og/eða rafrænn póstur í gegnum mitt Ísland.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
9.Enni L146406 í Viðvíkursveit, Skagafirði - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2511192Vakta málsnúmer
Eindís Guðrún Kristjánsdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Enni, landnúmer 146406, í Viðvíkursveit, óskar eftir heimild til að stofna 9.342,2 m² lóð úr landi jarðarinnar sem "Enni 2" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74201100, útg. 12. nóv. 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna, dags. 12.11.2025.
Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar. Engin landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti.
Innan afmörkunar útskiptrar spildur eru matshlutar 02, sem er 198,4 m² einbýlishús byggt árið 1959, og 12, sem er 77,9 m² aðstöðuhús byggt árið 2011. Mannvirki þessi skulu fylgja landskiptum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um heimreið í landi Ennis, L146406, og á útskiptri spildu er kvöð um yfirferðarrétt fyrir landeigendur Ennis, L146406. Yfirferðréttir eru sýndir á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Enni L146406.
Málnúmer í landeignaskrá er M003064.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.
Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar. Engin landeign í sveitarfélaginu hefur sama heiti.
Innan afmörkunar útskiptrar spildur eru matshlutar 02, sem er 198,4 m² einbýlishús byggt árið 1959, og 12, sem er 77,9 m² aðstöðuhús byggt árið 2011. Mannvirki þessi skulu fylgja landskiptum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri lóð er um heimreið í landi Ennis, L146406, og á útskiptri spildu er kvöð um yfirferðarrétt fyrir landeigendur Ennis, L146406. Yfirferðréttir eru sýndir á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Enni L146406.
Málnúmer í landeignaskrá er M003064.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.
10.Borgarteigur 6 L229020 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2501411Vakta málsnúmer
Ólafur Ágúst Andrésson leggur fram lóðaruppdrátt nr. S101 ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. kt. 420807-0150. Þar er sýnd tillaga að lóðarskipulagi, byggingareit og byggingamagni lóðar nr. 6 við Borgarteig á Sauðárkróki. Í tillögunni er gert ráð fyrir að húsnæðið verði fjöleignahús með allt að 14 sjálfstæðum eignarhlutum, sbr. ákvæði laga nr. 26/1994 um fjöleignahús. Áætluð vegghæð hússins er 3,0 m og mænishæð 5,69 m.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagðan lóðaruppdrátt sem sýnir byggingarreit og byggingarmagn ásamt áætlaðri vegg- og mænishæð.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagðan lóðaruppdrátt sem sýnir byggingarreit og byggingarmagn ásamt áætlaðri vegg- og mænishæð.
11.Borgarsíða 5 - Borgarsíða 7 - Borgarteigur 6 - Beiðni um skipti á lóðum
Málsnúmer 2504115Vakta málsnúmer
Ágúst Andrésson f.h. Norðar ehf. óska eftir frest til að kynna byggingaráform og framkvæmdir á lóð Borgarsíðu 5.
Ástæða umbeðinnar frestunar er sú að Norðar ehf. er í samstarfi við Stóriðjuna ehf. um uppbyggingu á lóðinni nr. 6 við Borgarteig og til greina kemur að sækja um sameiningu á þessum lóðum, og framkvæma þá sambærilega uppbygginu á lóðinni nr. 5 við Borgarsíðu eins og fyrirhuguð er á lóðinni Borgarsíðu 6.
Áætluð verklok Borgarsíðu 6 eru sumarið 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins og óskar eftir tímasettri áætlun fyrir næsta fund skipulagsnefndar sem áætlaður er þann 11.12.2025 varðandi fyrirhugaða uppbyggingu á Borgarsíðu 5 áður en nefndin tekur afstöðu til beiðni um frestun á framkvæmdum.
Ástæða umbeðinnar frestunar er sú að Norðar ehf. er í samstarfi við Stóriðjuna ehf. um uppbyggingu á lóðinni nr. 6 við Borgarteig og til greina kemur að sækja um sameiningu á þessum lóðum, og framkvæma þá sambærilega uppbygginu á lóðinni nr. 5 við Borgarsíðu eins og fyrirhuguð er á lóðinni Borgarsíðu 6.
Áætluð verklok Borgarsíðu 6 eru sumarið 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins og óskar eftir tímasettri áætlun fyrir næsta fund skipulagsnefndar sem áætlaður er þann 11.12.2025 varðandi fyrirhugaða uppbyggingu á Borgarsíðu 5 áður en nefndin tekur afstöðu til beiðni um frestun á framkvæmdum.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að taka vel í erindið og leggur því til að Gunnar Bjarnason ehf. leggi fram formlega umsókn um það svæði sem óskað er eftir samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagins ásamt tímasettri framkvæmdaráætlun.