Fundur með Veðurstofu Íslands - Deiliskipulag Flæða
Málsnúmer 2510224
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025
Málið áður á dagskrá á 85. fundi skipulagsnefndar þann 30.10.2025, þá m.a. bókað:
"Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ. Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt. Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A."
Í framhaldinu hafði skipulagsfulltrúi Skagafjarðar samband við Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna málsins og fékk svör frá Huldu Ragnheiði
Forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, þar sem segir m.a.:
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir neitt tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í póstinum frá þér hefur fullt samráð verið haft við Veðurstofuna, sem hefur formlega það hlutverk að meta snjóflóðaáhættu. Það eru gögn sem yrði litið til, ef til tjóns kemur.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Náttúruhamfaratryggingum Íslands fyrir skjót viðbrögð og svör.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Þakkir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands fyrir góð svör vegna deiliskipulags á Flæðum.
Það er fullkomlega réttmætt að velta upp áhyggjum gagnvart skipulagi og uppbyggingu byggðar á svæðum sem flokkuð eru sem hættusvæði, hvort sem það er í þessu tiltekna skipulagi eða öðrum. Það er skylda kjörinna fulltrúa að fara skynsamlega með útsvar íbúa og koma í veg fyrir óþarfa áhættur sem geta síðar haft fjárhagslega neikvæð áhrif.
Í svörum NTÍ er engin fullvissa um að mannvirki innan hættusvæðis á skipulagssvæði Flæða sé tryggt þegar á reynir. Veðurstofa Íslands segir ráðstafanir vegna ofanflóða á svæðinu valfrjálsar en ekki skylda.
Ef líkur eru til staðar á beitingu 16. gr. laga nr. 55/1992, um heimild til að skerða eða hafna bótarétti bygginga innan hættusvæða, tel ég nauðsynlegt að hafa þá áhættu til hliðsjónar við hönnun mannvirkis á fyrrnefndu hættusvæði.
"Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu: Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ. Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt. Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A."
Í framhaldinu hafði skipulagsfulltrúi Skagafjarðar samband við Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna málsins og fékk svör frá Huldu Ragnheiði
Forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, þar sem segir m.a.:
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir neitt tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í póstinum frá þér hefur fullt samráð verið haft við Veðurstofuna, sem hefur formlega það hlutverk að meta snjóflóðaáhættu. Það eru gögn sem yrði litið til, ef til tjóns kemur.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Náttúruhamfaratryggingum Íslands fyrir skjót viðbrögð og svör.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
Þakkir til Náttúruhamfaratrygginga Íslands fyrir góð svör vegna deiliskipulags á Flæðum.
Það er fullkomlega réttmætt að velta upp áhyggjum gagnvart skipulagi og uppbyggingu byggðar á svæðum sem flokkuð eru sem hættusvæði, hvort sem það er í þessu tiltekna skipulagi eða öðrum. Það er skylda kjörinna fulltrúa að fara skynsamlega með útsvar íbúa og koma í veg fyrir óþarfa áhættur sem geta síðar haft fjárhagslega neikvæð áhrif.
Í svörum NTÍ er engin fullvissa um að mannvirki innan hættusvæðis á skipulagssvæði Flæða sé tryggt þegar á reynir. Veðurstofa Íslands segir ráðstafanir vegna ofanflóða á svæðinu valfrjálsar en ekki skylda.
Ef líkur eru til staðar á beitingu 16. gr. laga nr. 55/1992, um heimild til að skerða eða hafna bótarétti bygginga innan hættusvæða, tel ég nauðsynlegt að hafa þá áhættu til hliðsjónar við hönnun mannvirkis á fyrrnefndu hættusvæði.
"Vegna bókunar Byggðarlista vegna deiliskipulags á Flæðunum á sveitarstjórnarfundi þann 15. október síðastliðinn tel ég að gott væri að funda með Veðurstofu Íslands sem ekki gerði athugasemd við umrætt atriði. Að mínu mati er nauðsynlegt að ræða málið til hlítar með fagaðilum svo ekki séu getgátur í umræðunni eða framvindunni. Ég geri það því að tillögu minni að Skipulagsnefnd óski eftir fundi með Veðurstofu Íslands. Best færi á því að slíkur fundur yrði haldinn áður en deiliskipulag Flæðanna kemur úr auglýsingu þann 30. nóvember."
Meðfylgjandi er bókun Byggðalistans frá fundi sveitarstjórnar þann 15.10.2025:
Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar hafði samband við Veðurstofu Íslands vegna málsins og fékk frekari upplýsingar í tölvupósti dags. 24.10.2025 þar sem segir m.a.:
"Við sem sagt sáum það að hluti varðveislurýmisins væri innan A línu og stöndum við að gera engar athugasemdir við það.
Í raun mætti byggja innan A línu nýtt almennt atvinnuhúsnæði, svo sem bílaverkstæði eða hvað annað með mun meiri viðveru heldur en varðveislurými. Það er um að gera að halda allri áhættu sem minnstri og hann ræddi að hægt væri að ganga lengra en reglugerðin með því að i) hliðra til byggingum ef það er hægt eða þá ii) gæta þess að vera með járnbenta steinsteypta (eða önnur álíka sterk byggingarefni) gluggalausa eða gluggalitla veggi í þeim hliðum hússins sem eru innan A línunnar og snúa að hlíðinni. Reglugerðin gerir þó enga kröfur um það og það er aðeins ef fólk vill ganga lengra en hún. Mér sýnist nú á teikningunni að þetta sé almennt gluggalaus veggur þarna á vesturhliðinni og um að gera að halda því þannig."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Veðurstofu Íslands fyrir að bregðast hratt við fyrirspurninni og fellst á þau rök Veðurstofunnar sem fram koma í tp. 24.10. sl. Þar sem farið er yfir þær forsendur sem liggi til grundvallar þess að Veðurstofan geri ekki athugasemdir við vinnslutillögu deiliskipulags Flæða á Sauðárkróki.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ.
Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt.
Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A.