Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Umsagnarbeiðni; Breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3 - mál 0793 2024
Málsnúmer 2407003Vakta málsnúmer
2.Umsagnarbeiðni vegna máls 1264 2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggððar 2025-2045, Lýsing (Nýtt aðalskipulag)
Málsnúmer 2410226Vakta málsnúmer
Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, mál nr. 1264/2024 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264 .
Kynningartími er frá 22.10.2025 til 11.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en bendir jafnframt á að í bæði gildandi sem og í ný samþykktu aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 er gert ráð fyrir jarðgöngum milli Hjaltadals og Hörgárdals til að sameina þjónustu- og atvinnusvæði þéttbýlisstaða á Norðurlandi.
Kynningartími er frá 22.10.2025 til 11.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en bendir jafnframt á að í bæði gildandi sem og í ný samþykktu aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 er gert ráð fyrir jarðgöngum milli Hjaltadals og Hörgárdals til að sameina þjónustu- og atvinnusvæði þéttbýlisstaða á Norðurlandi.
3.Kirkjureiturinn (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag
Málsnúmer 2108244Vakta málsnúmer
Lögð fram vinnuskrá með tveimur tillögum að drögum að deiliskipulagi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki dags. 27.10.2025.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og óska eftir fundi með skipulagsnefnd og lóðarhöfum Skógargötu 13, 15 og 17B.
Jón Daníel Jónsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks vék af fundi undir þessum dagskrálið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og óska eftir fundi með skipulagsnefnd og lóðarhöfum Skógargötu 13, 15 og 17B.
Jón Daníel Jónsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks vék af fundi undir þessum dagskrálið.
4.Fyrirspurn vegna deiliskipulags AT-403
Málsnúmer 2510223Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 19.09.2025, vegna deiliskipulagsvinnu fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki, þar sem m.a. kemur fram:
"Þann 13. júní 2024 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsingu fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun yrði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
Bókaði nefndin m.a. á þeim fundi: "Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki."
Í sveitarstjórn 14. maí 2025 var samþykkt með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur - Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sama dag samþykkti byggðarráð samhljóða að auglýsa lóðir númer 2, 4, 6, 8, 10 og 12 lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi svæðisins sem var svo gert.
Þann 16. júlí 2025 samþykkti byggðarráð samhljóða tillöguna um deiliskipulag með fullnaðarafgreiðslu og átti að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Þrátt fyrir þetta liggur fyrir nú í lok september að lóðir hafa enn ekki verið stofnaðar. Þeir aðilar sem sótt hafa um lóðir hafa því ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar til að hefja hönnun og undirbúning framkvæmda.
Með vísan til þessa óska ég eftir skýringu á ferlinu öllu og upplýsingum um næstu skref.
Skipulagsfulltrúi sendi samantekt á tímaferili skipulagsvinnunnar við deiliskipulag Athafnasvæðis AT-403 dags. 17.10.2025 til nefndarmanna skipulagsnefndar þann sama dag.
Í framhaldinu kom annar tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 18.10.2025, þar sem m.a. kemur fram:
"1. Hvernig var forgangsröðun verkefnisins metin í tengslum við önnur deiliskipulagsverkefni sveitarfélagsins?
2. Hafa einhver skref í ferlinu tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað?
3. Er 18 mánaða heildartímalína í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um skipulagsvinnu, eða væri hægt að stytta hana með betra verklagi eða samhæfingu milli aðila?
4. Hvers vegna var jarðvegskönnun ekki hafin fyrr, þegar vitað var að jarðvegur á svæðinu gæti verið vandamál?
5. Hafa tafir á hæðarsetningu (20.08.-08.09.2025) verið rýndar nánar, t.d. hvort töf hafi orðið á verkbeiðni til Stoðar, eða hvort verklagið við hæðarsetningu gæti verið skilvirkara?
6. Hvernig er tryggt að á næsta stigi verði samræmi milli fráveitu-, hæðar- og skipulagsgagna til að forðast endurtekningu?
7. Hvaða lærdóm getur sveitarfélagið dregið af þessu ferli sem nýtist í næstu deiliskipulagsverkefnum?"
Forgangsröðun deiliskipulagsvinnunnar fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki var unnið jafn og þétt á 18 mánuðum frá upphafi til enda og var skipulagið í forgangi. Farið var eftir skipulagslögum við gerð deiliskipulagsins sem felur í sér ferlana þrjá, þar að segja skipulagslýsingu, vinnslutillögu og að lokum deiliskipulagstillögu.
Einnig var haldin á tímabilinu opin vinnustofa til að reyna ná fram sjónarmiðum sem flestra.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt hjá Byggðaráði þegar að skipulagsfulltrúi er nýfarinn í sumarfrí og var það með fyrstu verkefnum að ganga frá lokagögnum til Skipulagsstofnunar að loknu sumarfríi. Í beinu framhaldi var unnið lóðarblað og merkjalýsing fyrir Borgarbraut 2 og henni skilað inn til HMS og lóðin lögformlega stofnuð.
Verkefnastaðan hjá skipulagsfulltrúa er mikil, unnið að gerð nokkurra deiliskipulaga samhliða endurskoðun á aðalskipulagi auk annarra lögboðinna verkefna hefur óhjákvæmilega áhrif á framvindu þeirra.
Við vinnu deiliskipulaga er ekki alltaf unnin jarðvegskönnun, eins og tekin var ákvörðun um að gera í þessu tilfelli. Var það talinn vera mikill ávinningur fyrir hönnunina að komast sem næst því að þekkja burðarhæfan botn með tilliti til hönnunar gatna og lóða á svæðinu.
Hönnun gatna og veitustofna er á borði veitu- og framkvæmdasviðs og viðkomandi veitna.
Fyrirhugað er að skýra verkferla sveitarfélagsins hvað varðar tenginguna á milli skipulags og framkvæmasviðs með skýrri forgangsröðun frá yfirstjórn.
VG og óháð þakka fyrir greinargóða samantekt á ferli við deiliskipulag AT-403 á Sauðárkróki. Slíkt yfirlit eykur gagnsæi og skilning á skipulagsferlum sveitarfélagsins. Nokkur atriði í ferlinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var, m.a. vegna hæðarsetningar og jarðvegskönnunar, auk þess sem samskipti milli skipulagssviðs og framkvæmdasviðs virðist ekki hafa verið nægileg. Þannig var verkbeiðni um frágang á aðliggjandi götu ekki send fyrr en 16. október 2025. Mikilvægt er að boðleiðir séu skýrar hvað varðar verkefnastjórn þegar mál varða fleiri en eitt svið, þar sem sviðsstjórar hafa ekki boðvald hver yfir öðrum. VG og óháð fagna því að skýra eigi verkferla sveitarfélagsins hvað þetta varðar vonandi með það að markmiði að tryggja aukinn hraða, skilvirkni og góða þjónustu við íbúa.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fyrir fundinum liggur ítarlegt yfirlit yfir verkferil vegna vinnu við deiliskipulag athafnasvæðis AT-403 á Sauðárkróki. Um er að ræða stórt svæði með fjölda athafnalóða þar sem þurft hefur að taka tillit til margvíslegra sjónarmiða og athugasemda. Jafnframt var leitast við að fá sem flest sjónarmið fram í vinnunni, m.a. með því að halda sérstaka vinnustofu vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulagið. Í ferlinu var horft til ýmissa umsagna, m.a. frá umsækjendum lóðar við Borgarbraut. Skipulagsnefnd, byggðarráð og sveitarstjórn hafa einnig lagt sig fram um að mæta sjónarmiðum umsækjenda og flýta ferlinu sem kostur er. Þannig má nefna að í maí 2025 samþykktu byggðarráð og sveitarstjórn að auglýsa lóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 við Borgarbraut lausar til úthlutunar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags. Í júní samþykktu skipulagsnefnd og sveitarstjórn að úthluta lóðinni Borgarbraut 2 til Þrastar Magnússonar, f.h. Myndunar ehf., og Péturs Arnar Jóhannssonar, f.h. Áka bifreiðaþjónustu sf. Bent var á fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags og að afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar gætu tekið breytingum. Jafnframt var bent á að lóðin yrði fyrst úthlutunarhæf þegar hún hefði verið stofnuð formlega. Deiliskipulag AT-403 var staðfest hjá Skipulagsstofnun 17. september sl. stofnun lóðarinnar var svo staðfest hjá sýslumanni 23. september sl.
Þann 10. október sl., sendi starfsmaður skipulagsfulltrúa tölvupóst á Stoð verkfræðistofu þar sem óskað var eftir upplýsingum um legu og hæð fráveitulagna að Borgarbraut 2. Framkvæmdastjóri Stoðar upplýsti starfsmann skipulagsfulltrúa að starfsmenn stofunnar hafi ekki fengið verkbeiðni frá veitu- og framkvæmdasviði. Því miður fór þessi feril ekki af stað fyrr enn 16. október, greinilega þarf að lagfæra boðleiðir á milli sviða sveitarfélagsins. Er miður að þessi staða hafi komið upp á lokametrum þeirrar góðu vinnu sem unnin hefur verið. Upplýsingar um legu og hæð fráveitulagna voru tilbúnar 28. október og öll hönnunargögn liggja nú fyrir. Hægt er að ráðast í gerð vestari innkeyrslustúts frá Borgarbraut inn á Borgarbraut 2 í kjölfarið og ætti að vera unnt að hefja framkvæmdir á lóð fyrir miðjan nóvember nk.
Rétt er að geta að atvinnulóð við Borgarflöt 21 sem er að fullu tilbúin til framkvæmda er laus og hefur verið laus um langa hríð og hefur umsækjendum lóðar við Borgarbraut 2 verið bent á það.
"Þann 13. júní 2024 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsingu fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun yrði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
Bókaði nefndin m.a. á þeim fundi: "Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki."
Í sveitarstjórn 14. maí 2025 var samþykkt með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur - Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sama dag samþykkti byggðarráð samhljóða að auglýsa lóðir númer 2, 4, 6, 8, 10 og 12 lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi svæðisins sem var svo gert.
Þann 16. júlí 2025 samþykkti byggðarráð samhljóða tillöguna um deiliskipulag með fullnaðarafgreiðslu og átti að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Þrátt fyrir þetta liggur fyrir nú í lok september að lóðir hafa enn ekki verið stofnaðar. Þeir aðilar sem sótt hafa um lóðir hafa því ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar til að hefja hönnun og undirbúning framkvæmda.
Með vísan til þessa óska ég eftir skýringu á ferlinu öllu og upplýsingum um næstu skref.
Skipulagsfulltrúi sendi samantekt á tímaferili skipulagsvinnunnar við deiliskipulag Athafnasvæðis AT-403 dags. 17.10.2025 til nefndarmanna skipulagsnefndar þann sama dag.
Í framhaldinu kom annar tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 18.10.2025, þar sem m.a. kemur fram:
"1. Hvernig var forgangsröðun verkefnisins metin í tengslum við önnur deiliskipulagsverkefni sveitarfélagsins?
2. Hafa einhver skref í ferlinu tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað?
3. Er 18 mánaða heildartímalína í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um skipulagsvinnu, eða væri hægt að stytta hana með betra verklagi eða samhæfingu milli aðila?
4. Hvers vegna var jarðvegskönnun ekki hafin fyrr, þegar vitað var að jarðvegur á svæðinu gæti verið vandamál?
5. Hafa tafir á hæðarsetningu (20.08.-08.09.2025) verið rýndar nánar, t.d. hvort töf hafi orðið á verkbeiðni til Stoðar, eða hvort verklagið við hæðarsetningu gæti verið skilvirkara?
6. Hvernig er tryggt að á næsta stigi verði samræmi milli fráveitu-, hæðar- og skipulagsgagna til að forðast endurtekningu?
7. Hvaða lærdóm getur sveitarfélagið dregið af þessu ferli sem nýtist í næstu deiliskipulagsverkefnum?"
Forgangsröðun deiliskipulagsvinnunnar fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki var unnið jafn og þétt á 18 mánuðum frá upphafi til enda og var skipulagið í forgangi. Farið var eftir skipulagslögum við gerð deiliskipulagsins sem felur í sér ferlana þrjá, þar að segja skipulagslýsingu, vinnslutillögu og að lokum deiliskipulagstillögu.
Einnig var haldin á tímabilinu opin vinnustofa til að reyna ná fram sjónarmiðum sem flestra.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt hjá Byggðaráði þegar að skipulagsfulltrúi er nýfarinn í sumarfrí og var það með fyrstu verkefnum að ganga frá lokagögnum til Skipulagsstofnunar að loknu sumarfríi. Í beinu framhaldi var unnið lóðarblað og merkjalýsing fyrir Borgarbraut 2 og henni skilað inn til HMS og lóðin lögformlega stofnuð.
Verkefnastaðan hjá skipulagsfulltrúa er mikil, unnið að gerð nokkurra deiliskipulaga samhliða endurskoðun á aðalskipulagi auk annarra lögboðinna verkefna hefur óhjákvæmilega áhrif á framvindu þeirra.
Við vinnu deiliskipulaga er ekki alltaf unnin jarðvegskönnun, eins og tekin var ákvörðun um að gera í þessu tilfelli. Var það talinn vera mikill ávinningur fyrir hönnunina að komast sem næst því að þekkja burðarhæfan botn með tilliti til hönnunar gatna og lóða á svæðinu.
Hönnun gatna og veitustofna er á borði veitu- og framkvæmdasviðs og viðkomandi veitna.
Fyrirhugað er að skýra verkferla sveitarfélagsins hvað varðar tenginguna á milli skipulags og framkvæmasviðs með skýrri forgangsröðun frá yfirstjórn.
VG og óháð þakka fyrir greinargóða samantekt á ferli við deiliskipulag AT-403 á Sauðárkróki. Slíkt yfirlit eykur gagnsæi og skilning á skipulagsferlum sveitarfélagsins. Nokkur atriði í ferlinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var, m.a. vegna hæðarsetningar og jarðvegskönnunar, auk þess sem samskipti milli skipulagssviðs og framkvæmdasviðs virðist ekki hafa verið nægileg. Þannig var verkbeiðni um frágang á aðliggjandi götu ekki send fyrr en 16. október 2025. Mikilvægt er að boðleiðir séu skýrar hvað varðar verkefnastjórn þegar mál varða fleiri en eitt svið, þar sem sviðsstjórar hafa ekki boðvald hver yfir öðrum. VG og óháð fagna því að skýra eigi verkferla sveitarfélagsins hvað þetta varðar vonandi með það að markmiði að tryggja aukinn hraða, skilvirkni og góða þjónustu við íbúa.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fyrir fundinum liggur ítarlegt yfirlit yfir verkferil vegna vinnu við deiliskipulag athafnasvæðis AT-403 á Sauðárkróki. Um er að ræða stórt svæði með fjölda athafnalóða þar sem þurft hefur að taka tillit til margvíslegra sjónarmiða og athugasemda. Jafnframt var leitast við að fá sem flest sjónarmið fram í vinnunni, m.a. með því að halda sérstaka vinnustofu vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulagið. Í ferlinu var horft til ýmissa umsagna, m.a. frá umsækjendum lóðar við Borgarbraut. Skipulagsnefnd, byggðarráð og sveitarstjórn hafa einnig lagt sig fram um að mæta sjónarmiðum umsækjenda og flýta ferlinu sem kostur er. Þannig má nefna að í maí 2025 samþykktu byggðarráð og sveitarstjórn að auglýsa lóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 við Borgarbraut lausar til úthlutunar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags. Í júní samþykktu skipulagsnefnd og sveitarstjórn að úthluta lóðinni Borgarbraut 2 til Þrastar Magnússonar, f.h. Myndunar ehf., og Péturs Arnar Jóhannssonar, f.h. Áka bifreiðaþjónustu sf. Bent var á fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags og að afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar gætu tekið breytingum. Jafnframt var bent á að lóðin yrði fyrst úthlutunarhæf þegar hún hefði verið stofnuð formlega. Deiliskipulag AT-403 var staðfest hjá Skipulagsstofnun 17. september sl. stofnun lóðarinnar var svo staðfest hjá sýslumanni 23. september sl.
Þann 10. október sl., sendi starfsmaður skipulagsfulltrúa tölvupóst á Stoð verkfræðistofu þar sem óskað var eftir upplýsingum um legu og hæð fráveitulagna að Borgarbraut 2. Framkvæmdastjóri Stoðar upplýsti starfsmann skipulagsfulltrúa að starfsmenn stofunnar hafi ekki fengið verkbeiðni frá veitu- og framkvæmdasviði. Því miður fór þessi feril ekki af stað fyrr enn 16. október, greinilega þarf að lagfæra boðleiðir á milli sviða sveitarfélagsins. Er miður að þessi staða hafi komið upp á lokametrum þeirrar góðu vinnu sem unnin hefur verið. Upplýsingar um legu og hæð fráveitulagna voru tilbúnar 28. október og öll hönnunargögn liggja nú fyrir. Hægt er að ráðast í gerð vestari innkeyrslustúts frá Borgarbraut inn á Borgarbraut 2 í kjölfarið og ætti að vera unnt að hefja framkvæmdir á lóð fyrir miðjan nóvember nk.
Rétt er að geta að atvinnulóð við Borgarflöt 21 sem er að fullu tilbúin til framkvæmda er laus og hefur verið laus um langa hríð og hefur umsækjendum lóðar við Borgarbraut 2 verið bent á það.
5.Fundur með Veðurstofu Íslands - Deiliskipulag Flæða
Málsnúmer 2510224Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 17.10.2025:
"Vegna bókunar Byggðarlista vegna deiliskipulags á Flæðunum á sveitarstjórnarfundi þann 15. október síðastliðinn tel ég að gott væri að funda með Veðurstofu Íslands sem ekki gerði athugasemd við umrætt atriði. Að mínu mati er nauðsynlegt að ræða málið til hlítar með fagaðilum svo ekki séu getgátur í umræðunni eða framvindunni. Ég geri það því að tillögu minni að Skipulagsnefnd óski eftir fundi með Veðurstofu Íslands. Best færi á því að slíkur fundur yrði haldinn áður en deiliskipulag Flæðanna kemur úr auglýsingu þann 30. nóvember."
Meðfylgjandi er bókun Byggðalistans frá fundi sveitarstjórnar þann 15.10.2025:
Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar hafði samband við Veðurstofu Íslands vegna málsins og fékk frekari upplýsingar í tölvupósti dags. 24.10.2025 þar sem segir m.a.:
"Við sem sagt sáum það að hluti varðveislurýmisins væri innan A línu og stöndum við að gera engar athugasemdir við það.
Í raun mætti byggja innan A línu nýtt almennt atvinnuhúsnæði, svo sem bílaverkstæði eða hvað annað með mun meiri viðveru heldur en varðveislurými. Það er um að gera að halda allri áhættu sem minnstri og hann ræddi að hægt væri að ganga lengra en reglugerðin með því að i) hliðra til byggingum ef það er hægt eða þá ii) gæta þess að vera með járnbenta steinsteypta (eða önnur álíka sterk byggingarefni) gluggalausa eða gluggalitla veggi í þeim hliðum hússins sem eru innan A línunnar og snúa að hlíðinni. Reglugerðin gerir þó enga kröfur um það og það er aðeins ef fólk vill ganga lengra en hún. Mér sýnist nú á teikningunni að þetta sé almennt gluggalaus veggur þarna á vesturhliðinni og um að gera að halda því þannig."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Veðurstofu Íslands fyrir að bregðast hratt við fyrirspurninni og fellst á þau rök Veðurstofunnar sem fram koma í tp. 24.10. sl. Þar sem farið er yfir þær forsendur sem liggi til grundvallar þess að Veðurstofan geri ekki athugasemdir við vinnslutillögu deiliskipulags Flæða á Sauðárkróki.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ.
Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt.
Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A.
"Vegna bókunar Byggðarlista vegna deiliskipulags á Flæðunum á sveitarstjórnarfundi þann 15. október síðastliðinn tel ég að gott væri að funda með Veðurstofu Íslands sem ekki gerði athugasemd við umrætt atriði. Að mínu mati er nauðsynlegt að ræða málið til hlítar með fagaðilum svo ekki séu getgátur í umræðunni eða framvindunni. Ég geri það því að tillögu minni að Skipulagsnefnd óski eftir fundi með Veðurstofu Íslands. Best færi á því að slíkur fundur yrði haldinn áður en deiliskipulag Flæðanna kemur úr auglýsingu þann 30. nóvember."
Meðfylgjandi er bókun Byggðalistans frá fundi sveitarstjórnar þann 15.10.2025:
Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar hafði samband við Veðurstofu Íslands vegna málsins og fékk frekari upplýsingar í tölvupósti dags. 24.10.2025 þar sem segir m.a.:
"Við sem sagt sáum það að hluti varðveislurýmisins væri innan A línu og stöndum við að gera engar athugasemdir við það.
Í raun mætti byggja innan A línu nýtt almennt atvinnuhúsnæði, svo sem bílaverkstæði eða hvað annað með mun meiri viðveru heldur en varðveislurými. Það er um að gera að halda allri áhættu sem minnstri og hann ræddi að hægt væri að ganga lengra en reglugerðin með því að i) hliðra til byggingum ef það er hægt eða þá ii) gæta þess að vera með járnbenta steinsteypta (eða önnur álíka sterk byggingarefni) gluggalausa eða gluggalitla veggi í þeim hliðum hússins sem eru innan A línunnar og snúa að hlíðinni. Reglugerðin gerir þó enga kröfur um það og það er aðeins ef fólk vill ganga lengra en hún. Mér sýnist nú á teikningunni að þetta sé almennt gluggalaus veggur þarna á vesturhliðinni og um að gera að halda því þannig."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Veðurstofu Íslands fyrir að bregðast hratt við fyrirspurninni og fellst á þau rök Veðurstofunnar sem fram koma í tp. 24.10. sl. Þar sem farið er yfir þær forsendur sem liggi til grundvallar þess að Veðurstofan geri ekki athugasemdir við vinnslutillögu deiliskipulags Flæða á Sauðárkróki.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ.
Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt.
Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A.
6.Víðimelur L146083 - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2510251Vakta málsnúmer
Ómar Feykir Sveinsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðimels, landnr. 146083, Skagafirði, óskar eftir að stofna 5.931 m² sumarbústaðarland úr landi jarðarinnar sem "Víðibrekka 4", skv. meðfylgjandi lóðablaði nr. S04 í verki 71180100 útg. 10. okt. 2025 og merkjalýsingu dags. 10.10.2025. Lóðablað og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðaland (60).
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, útskipt land er á frístundabyggð nr. F-13 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu er skv. lóðauppdrætti fyrir frístundabyggð á Víðimel. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Víðimel, landnr. 146083.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um veg á landi Víðimels, L146083, eins og sýnt er á meðfylgjandi lóðablaði.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002873.
Einnig er óskað eftir stofnun 1.925 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi lóðablaði. Byggingarreiturinn er innan merkja Víðibrekku 4 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 6 m frá gólfi í mæni. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg og er í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, útskipt land er á frístundabyggð nr. F-13 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu er skv. lóðauppdrætti fyrir frístundabyggð á Víðimel. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Víðimel, landnr. 146083.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um veg á landi Víðimels, L146083, eins og sýnt er á meðfylgjandi lóðablaði.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002873.
Einnig er óskað eftir stofnun 1.925 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi lóðablaði. Byggingarreiturinn er innan merkja Víðibrekku 4 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 6 m frá gólfi í mæni. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg og er í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
7.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 09_Skipulags- og byggingarmál
Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
8.Vegir og hleðslustöðvar
Málsnúmer 2510151Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 13.10.2025 þar sem minnt er á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 73
Málsnúmer 2510025FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 73 þann 21.10.2025.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Kynningartími er frá 27.10.2025 til 8.12.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3.