Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 13.10.2025 þar sem minnt er á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.