Fara í efni

Drekahlíð 4 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2511187

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025

Sigurlaug Reynaldsdóttir og Hjalti Magnússon lóðarhafar Drekahlíðar 4 óska eftir leyfi til að breikka bílastæði á lóðinni um 2,5 metra til norðurs yfir gangstétt, útfærsla stækkunarinnar er sýnd á mynd sem fylgir erindinu.
Rökin fyrir umbeðinni stækkun eru m.a. að með þessu væri hægt að fækka bílum sem lagt er í götunni sem myndi bæta umferðarflæði og draga úr þrengslum á svæðinu.
Einnig myndi þetta auka rými fyrir snjómokstur í götunni.
Umsækjendur tekja að breytingin muni hafa jákvæð áhrif á umhverfið og aðstöðu íbúa í götunni og jafnframt stuðla að betri nýtingu lóða og gatna.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á bílastæði eins er lýst í umsókninni en bendir á að umsækjendur þurfi að vinna framkvæmdina í samráði við veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.