Fara í efni

Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði - Deiliskipulag

Málsnúmer 2511191

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025

Lögð fram skipulagslýsing fyrir Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56291510, dags. 21.11.2025 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Svæðið afmarkast af Skagfirðingabraut og Túngötu að norðan, Túngötu að vestanverðu og Sæmundarhlíð að sunnan og austanverðu. Skipulagssvæðið er um 14,8 ha að stærð.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru m.a. að:
Fjalla um lóðir, lóðagerðir og byggingarreiti innan Laufblaðsins.
Fjalla um möguleika á nýtingu opinna svæða og gönguleiða innan skipulagssvæðis.
Fá fram framtíðarhugmyndir lóðarhafa innan svæðisins og gera grein fyrir þeim í skipulagi ef við á.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Laufblaðið, Sauðárkróki, íbúðarbyggð og opið svæði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Björn Magnús Árnason