Fara í efni

Freyjugata - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2511082

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 87. fundur - 27.11.2025

Forsvarsmenn Gunnars Bjarnasonar ehf. komu á fund skipulagsnefndar í gegnum fjarfundarbúnað til að kynna frumdrög að hugmyndum þeirra að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir norðurhluta Freyjugötureitsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að taka vel í erindið og leggur því til að Gunnar Bjarnason ehf. leggi fram formlega umsókn um það svæði sem óskað er eftir samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagins ásamt tímasettri framkvæmdaráætlun.

Gestir

  • Gunnar Ingi Bjarnason
  • Bjarni Már Bjarnason

Skipulagsnefnd - 88. fundur - 11.12.2025

Kynnt fyrir skipulagsnefnd fyrirliggjandi samþykki frá Brák íbúðafélagi hses um minnkun á lóð þeirra við Freyjugötu 9 á Sauðárkróki. Það í samræmi við beiðni forsvarsmanna Gunnars Bjarnasonar ehf. varðandi möguleg uppbyggingaráform á svæðinu.

Skipulagsnefnd - 89. fundur - 08.01.2026

Gunnar Bjarnason ehf. sækir um með bréfi dags. 15.12.2025 um svæði sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9.
Umsókn þessi er í samræmi við reglur sveitarfélagsins Skagafjörður um úthlutun
byggingarlóða 8. gr. vilyrði.
Sótt er um að vilyrði þetta verði gefið út til 6 mánaða frá samþykki sveitarfélagsins.
Innan þess tíma skal umsóknaraðili leggja fram deiliskipulagsbreytingartillögu til samþykktar hjá sveitarfélaginu.
Samþykki sveitarfélagið hið nýja deiliskipulag skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta umsóknaraðila öllum þeim lóðum sem umrætt deiliskipulag nær til.
Umsóknaraðili skuldbindur sig að leggja fram aðalteikningar af öllum húsunum innan 6 mánaða frá úthlutun og hefja framkvæmdir innan 18 mánaða frá úthlutun.
Framkvæmdatími er áætlaður u.þ.b.. 18 mánuðir að fullbúnu að utan.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
Nefndin bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 45. fundur - 21.01.2026

Vísað frá 89. fundi skipulagsnefndar frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gunnar Bjarnason ehf. sækir um með bréfi dags. 15.12.2025 um svæði sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9.
Umsókn þessi er í samræmi við reglur sveitarfélagsins Skagafjörður um úthlutun
byggingarlóða 8. gr. vilyrði.
Sótt er um að vilyrði þetta verði gefið út til 6 mánaða frá samþykki sveitarfélagsins.
Innan þess tíma skal umsóknaraðili leggja fram deiliskipulagsbreytingartillögu til samþykktar hjá sveitarfélaginu.
Samþykki sveitarfélagið hið nýja deiliskipulag skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta umsóknaraðila öllum þeim lóðum sem umrætt deiliskipulag nær til.
Umsóknaraðili skuldbindur sig að leggja fram aðalteikningar af öllum húsunum innan 6 mánaða frá úthlutun og hefja framkvæmdir innan 18 mánaða frá úthlutun.
Framkvæmdatími er áætlaður u.þ.b.. 18 mánuðir að fullbúnu að utan.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
Nefndin bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
Sveitarstjórn bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins.