Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

45. fundur 21. janúar 2026 kl. 16:15 - 17:49 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrund Pétursdóttir
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson varam.
    Aðalmaður: Sveinn Þ. Finster Úlfarsson
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að mál 2510123 - Húsnæðisáætlun 2026 verði tekið á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 174

Málsnúmer 2512008FVakta málsnúmer

Fundargerð 174. fundar byggðarráðs frá 10. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Mál fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Mál fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

    Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er jákvæð um 19.328 þ.kr.

    Helstu breytur eru hækkun útsvarstekna og fasteignaskatts, hækkun launaliða málaflokka, aukinn fjármagnskostnaður eignasjóðs, breytingar á söluhagnaði vegna breytinga á eignasölu, framlag til landsmóts hestamanna auk styrks til GSS.

    Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er neikvæð um 351.177 þ.kr.

    Helstu breytur fjárfestingar- og efnahagsviðauka eru breytt eignasala, uppgreiðsla lána vegna eignasölu, breytingar á framkvæmdum eignasjóðs, hækkun viðskiptakrafna, aukin gatnagerðargjöld, og lækkun framkvæmda hafnasjóðs og fráveitu, auk hækkunar framkvæmda hitaveitu og sjóveitu.

    Niðurstaðan er lækkun á handbæru fé um 331.850 þ.kr.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Málið var tekið til afgreiðslu sveitarstjórnar með afbrigðum á 44. fund sveitarstjórnar þann 10. desember 2025.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Á 164. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að láta auglýsa útboð á almenningssamgöngum á Sauðárkróki. Frestur til að skila inn tilboði var til 24. nóvember 2025 og barst eitt tilboð í verkið frá Suðurleiðum ehf. Tilboðið hljómar upp á 119% af kostnaðaráætlun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Suðurleiða ehf. og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Málið var tekið til afgreiðslu sveitarstjórnar með afbrigðum á 44. fund sveitarstjórnar þann 10. desember 2025.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Lögð voru fram drög að reglum um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks sveitarfélagsins. Markmið reglnanna er að samræma verklag varðandi þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við farsímaáskriftir og símtæki starfsmanna. Í drögunum felst nýbreytni þar sem lagt er til að sveitarfélagið bjóði öllum starfsmönnum upp á niðurgreidda farsímaáskrift.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Málið var tekið til afgreiðslu sveitarstjórnar með afbrigðum á 44. fund sveitarstjórnar þann 10. desember 2025.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Moniku Hjálmtýsdóttur, fasteignasala, þar sem óskað er eftir að frestur til að aflétta fyrirvara um sölu á núverandi eign kaupanda verði framlengdur til 7. janúar 2026.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn frest.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (fyrirkomulag hlutdeildarlána).
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að það form sem verið hefur á fyrirkomulagi um úthlutun hlutdeildarlána hefur ekki nýst í okkar landshluta. Frá þeim tíma sem byrjað var að veita hlutdeildarlán hafa einungis 2 lán verið veitt til íbúða á Norðurlandi vestra, af þeim 1.129 lánum sem veitt hafa verið í heildina á landinu öllu. Megin ástæða þessa er skortur á íbúðum sem falla innan ramma úrræðisins, þ.e. uppfylla skilyrði hvað varðar stærð, herbergisfjölda og hámarksverð. Hvorki verktakar né fjárfestar hafa séð sér hag í að byggja íbúðir sem falla innan skilyrðanna. Flest íbúðarhús sem byggð hafa verið á síðustu árum eru byggð af einstaklingum sem þá ráða til sín verktaka. Þessi hús eru ætíð stærri en 100 fermetrar, en það byggir enginn einstaklingur minna einbýlishús, og þá kemur hámarks upphæðin inn sem er er 62 m.kr. fyrir 100 fermetra hús og stærra. Þetta þýðir að t.d. 150 fermetra hús má ekki kosta meira en 413.000 kr. á fermetra og fyrir það verð virðist fólk ekki geta byggt.
    Það væri mjög til hagsbóta ef hámarksverð væri hækkað ásamt því að kerfinu yrði breytt þannig að það væri auðvelt fyrir einstaklinga að sækja um þessi lán fyrir stakar framkvæmdir og í það minnsta á svæðum sem væru skilgreind utan vaxtarsvæða.
    Jafnframt bendir byggðarráð á að veiting hlutdeildarlána til bæði einstaklinga og/eða verktaka er góður kostur til að blása lífi í byggingar á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill eða undir landsmeðaltali og íbúaþróun neikvæð og spáð áframhaldandi fækkun íbúa, samanber mælaborð Byggðastofnunar um á áætlaða íbúaþróun landshlutanna. Þar er sérstaklega tveimur landshlutum spáð neikvæðri íbúaþróun á næstu árum, þ.e. Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Með því að beita hlutdeildarlánakerfinu með sértækum hætti, eins og t.d. hærra hámarksverði á þessum svæðum, væri verið að gera þau landsvæði meira freistandi fyrir fólk til að byggja á. Á Norðurlandi vestra vantar t.d. fólk til starfa en húsnæðisframboðið er verulega takmarkað nema fólk byggi sjálft en með smávægilegum breytingum á fyrirkomulagi hlutdeildarlána mætti styðja við frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í landshlutanum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2025, "Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi". Umsagnarfrestur er til og með 15.12. 2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar löngu tímabærri löggjöf um lagareldi sem ætlað er að mæta áskorunum í umhverfi greinarinnar miðað við nútímann. Ljóst er að uppbygging í lagareldi er gríðarlega mikilvæg mörgum byggðarlögum á Íslandi og einnig að framundan eru mikil tækifæri í landeldi sem ramma þarf löggjöf utan um. Uppbygging í lagareldi stuðlar bæði að mikilli atvinnu- og verðmætasköpun, ekki síst hjá byggðarlögum sem áður áttu á brattann að sækja, en samhliða uppbyggingu þarf að gæta að því að áhrif hennar verði ekki neikvæð á umhverfið. Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga vegna greinarinnar. Brýnt er að sveitarfélög fái sína hlutdeild með beinum hætti, líkt og t.d. í Noregi, í stað þess að þurfa að sækja um úthlutun úr Fiskeldissjóði.

    Byggðarráð Skagafjarðar hlakkar til að sjá áformaskjalið þróast yfir í frumvarp sem áformað er að birta í Samráðsgátt síðar í desember. Byggðarráð mun eftir því sem tilefni er til senda inn frekari umsagnir á síðari stigum málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2025, "Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025". Umsagnarfrestur er til og með 16.12. 2025.

    Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 174 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2025, "Stofnun innviðafélags". Umsagnarfrestur er til og með 22.12. 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 174. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 175

Málsnúmer 2512015FVakta málsnúmer

Fundargerð 175. fundar byggðarráðs frá 17. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Til fundarins kom Steingrímur Rafn Friðriksson fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls til að fylgja eftir styrkbeiðni vegna lagfæringa á eldri snjótroðara deildarinnar. Óskað er eftir styrk að upphæð 2,7 m.kr. vegna varahlutakaupa.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum. Umræðum verður haldið áfram þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um íbúðalóðir sem úthlutað er frá og með 1. janúar 2026 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12, og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, og 5. Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr. 1, 2 og 4. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31. desember 2026, sé þeim úthlutað eftir það tímamark. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurfelling gatnagerðargjalda, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • 2.3 2512126 Styrkbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lagður fram tölvupóstur, dags. 10.12. 2025, frá Siglingaklúbbnum Drangey, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 350.000 til að aftengja og fjarlægja gáma sem þjónað hafa sem aðstöðuhús klúbbsins við smábátahöfnina á Sauðárkróki.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við styrkbeiðninni. Styrkurinn greiðist út af lið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lagt fram bréf, dags. í desember 2025, frá stofnendum Skólahreysti, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250 þúsund, til að ráðast í endurnýjun keppnisbúnaðar. Fram kemur í erindinu að keppnin er 20 ára um þessar mundir en á þeim tíma hafa 12.000 keppendur tekið þá í Skólahreysti og 200.000 áhorfendur stutt á bak við sín lið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við styrkbeiðninni. Styrkurinn greiðist af lið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Leigufélagsins Bríetar dagsettur 16. desember sl. Skagafjörður og Leigufélagið Bríet ehf. undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis að Leigufélagið Bríet muni reisa tvær eignir í sveitarfélaginu fyrir lok desember 2025. Af ófyrirséðum orsökum fer framkvæmdastjóri Bríetar þess á leit við byggðarráð að viljayfirlýsing um uppbyggingu eigna í Skagafirði verði framlengd þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir vorið 2026.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að framlengja viljayfirlýsinguna út árið 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Skógargata 2, F213-2173, er á meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember 2025. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 175 Lögð fram til kynningar skýrsla Jafnréttisstofu, Umönnunarbilið - kapphlaupið við klukkuna og krónunar. Helstu niðurstöður hvað varðar umönnunarbilið, þ.e. tímabilið á milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar barna, eru þær að þörf er á samræmdri þjónustu og traustri fjármögnun, leggja þarf áherslu á kyngreinda tölfræði og jafnréttismat, sveitarfélög þurfa að samþætta jafnréttissjónarmið í ákvarðanir og að umönnunarbilinu hefur enn ekki verið lokað með þeim afleiðingum að verkaskipting kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði helst óbreytt. Bókun fundar Afgreiðsla 175. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 176

Málsnúmer 2601001FVakta málsnúmer

Fundargerð 176. fundar byggðarráðs frá 7. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Moniku Hjálmtýsdóttur fasteignasala, dagsettur 5. janúar sl. Í tölvupóstinum óskar Monika fyrir hönd kaupenda eftir að frestur til að aflétta fyrirvara um sölu á núverandi eign kaupanda verði framlengdur til 23. janúar næstkomandi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn frest.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir hér með samhljóða á fundi sínum að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að lánsfjárhæð allt að 550.000.000 kr. samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem undanfari langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Byggðarráð hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins.

    Til tryggingar láninu, þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði, samþykkir byggðarráð að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.

    Lánið er tekið til framkvæmda eignasjóðs samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun og áætlun um nýframkvæmdir fyrir Skagafjörð fyrir árið 2026. Um er að ræða verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf.

    Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. f.h. Skagafjarðar, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lántaka ársins 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 251/2025, "Jöfnun atkvæðavægis - breyting á kosningalögum nr. 112/2021". Umsagnarfrestur er til og með 08.01. 2026.
    Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við áform um breytingar á kosningalögum:
    1. Skipan starfshóps dómsmálaráðherra um jöfnun atkvæða vekur undrun, þ.e. að allir nefndarmenn skuli koma frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki felst mikið jafnvægi sjónarmiða í þeirri skipan.
    2. Misvægi atkvæða á milli kjördæma er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur þekkist það í mörgum öflugustu lýðræðisríkum heimsins. Má þar t.d. nefna Kanada, Noreg og Finnland þar sem meðvitað er tekið tillit til byggðasjónarmiða.
    3. Reynt hefur á fyrirkomulag hér á landi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem lítur ekki svo á að í kosningaréttinum felist að atkvæði skuli vega jafnt við úrslit kosninga. Þvert á móti styðji ýmis sjónarmið við að kosningakerfi geti falið í sér atkvæðamisvægi þegar tilgangurinn er að niðurstaða kosninga endurspegli sem best lýðræðislegt samfélag. Það verður því ekki fullyrt að misvægi atkvæða gangi gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum, eins og Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri, hefur rakið.
    4. Hafa ber í huga að öll ráðuneyti, Alþingi Íslendinga og flestar ríkisstofnanir eru staðsettar í Reykjavík. Því er brýnt að tryggt verði að raddir og sjónarmið landsbyggðarinnar heyrist. Ef ráðast á í jöfnun atkvæðavægis og fækka þingmönnum af landsbyggðinni er einboðið að hluti ráðuneyta og ríkisstofnanir verði fluttar til landsbyggðarinnar til að tryggja raunverulegt jafnvægi í stjórnsýslu og ákvarðanatöku.
    5. Mikilvægt er að ef farið verður í breytingar á kosningalögum verði sú breyting ekki til þess að þingmönnum landsbyggðarinnar fækki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra gerir það að tillögu sinni að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum.

    Bókunin verður þá svohljóðandi:
    Sveitarstjórn Skagafjarðar gerir athugasemdir við áform um breytingar á kosningalögum:
    1. Skipan starfshóps dómsmálaráðherra um jöfnun atkvæða vekur undrun, þ.e. að allir nefndarmenn skuli koma frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki felst mikið jafnvægi sjónarmiða í þeirri skipan.
    2. Misvægi atkvæða á milli kjördæma er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur þekkist það í mörgum öflugustu lýðræðisríkum heimsins. Má þar t.d. nefna Kanada, Noreg og Finnland þar sem meðvitað er tekið tillit til byggðasjónarmiða.
    3. Reynt hefur á fyrirkomulag hér á landi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem lítur ekki svo á að í kosningaréttinum felist að atkvæði skuli vega jafnt við úrslit kosninga. Þvert á móti styðji ýmis sjónarmið við að kosningakerfi geti falið í sér atkvæðamisvægi þegar tilgangurinn er að niðurstaða kosninga endurspegli sem best lýðræðislegt samfélag. Það verður því ekki fullyrt að misvægi atkvæða gangi gegn alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum, eins og Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri, hefur rakið.
    4. Hafa ber í huga að öll ráðuneyti, Alþingi Íslendinga og flestar ríkisstofnanir eru staðsettar í Reykjavík. Því er brýnt að tryggt verði að raddir og sjónarmið landsbyggðarinnar heyrist. Ef ráðast á í jöfnun atkvæðavægis og fækka þingmönnum af landsbyggðinni er einboðið að hluti ráðuneyta og ríkisstofnanir verði fluttar til landsbyggðarinnar til að tryggja raunverulegt jafnvægi í stjórnsýslu og ákvarðanatöku.
    5. Mikilvægt er að ef farið verður í breytingar á kosningalögum verði sú breyting ekki til þess að þingmönnum landsbyggðarinnar fækki.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 255/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur)". Umsagnarfrestur er til og með 19.01. 2026.
    Meirihluti byggðarráðs samþykkir eftirfarandi umsögn: Markmið íslenskra stjórnvalda um orkuskipti, er að Ísland skuli ná kolefnishlutleysi og að fullum orkuskiptum skuli náð eigi síðar en árið 2040. Rétt er að benda á að framboð raforku í dag nær engan veginn að fullnægja eftirspurn eftir henni og að einnig er mikill munur á milli landshluta hvað varðar aðgengi að orku. Þar ræður fjarlægð frá virkjunum og flutningskerfið mestu.
    Í Skagafirði er hvoru tveggja andsnúið íbúum og atvinnulífi héraðsins, þ.e.a.s raforkuframleiðsla á svæðinu er vart mælanleg og flutningskerfið í gegnum fjörðinn er bæði gamalt og fulllestað. Framboð af raforku umfram það magn sem notað er í dag er því mjög takmarkað. Ástæða þess að raforkuframleiðsla á svæðinu er lítil er að fáir álitlegir vatnsaflsvirkjunarkostir sem framleiða meira en 1 MW er hér að finna. Stærri virkjunarkostir eins og Skatastaðavirkjun eða Villinganesvirkjun hafa verið í afar löngu matsferli í rammaáætlun sem ekki sér fyrir endann á.
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar fagnar áformum um einföldun og flýtingu málsmeðferðar vindorkukosta en hefur efasemdir um að núverandi ferli rammaáætlunar stuðli að slíkri niðurstöðu. Með því að opna á þann möguleika að stytta og einfalda ferlið fyrir byggingu vindmylla upp að ákveðinni stærð gæti ferlið þó styst hvað það varðar og möguleikar sveitarfélaga til að efla orkuframleiðslu á eigin svæði aukist. Það er jákvætt, ekki síst fyrir sveitarfélög eins og Skagafjörð, þar sem aðgengi að aukinni raforku er mjög takmarkað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 254/2025, "Frumvarp til laga um stjórn vatnamála". Umsagnarfrestur er til og með 26.01. 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 252/2025, "Drög að frumvarpi til laga um lagareldi". Umsagnarfrestur er til og með 26.01.2026.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar löngu tímabærri löggjöf um lagareldi sem ætlað er að mæta áskorunum í umhverfi greinarinnar miðað við nútímann og uppbyggingu og þróun í greininni á undanförnum árum. Ljóst er að uppbygging í lagareldi er gríðarlega mikilvægt mörgum byggðarlögum á Íslandi og einnig að fram undan eru mikil tækifæri í landeldi sem ramma þarf löggjöf utan um. Uppbygging í landbúnaði stuðlar bæði að mikilli atvinnu- og verðmætasköpun, ekki síst hjá byggðarlögum sem áður áttu á brattann að sækja, en samhliða uppbyggingu þarf að gæta að því að áhrif hennar verði ekki neikvæð á umhverfið.
    Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga vegna greinarinnar. Brýnt er að sveitarfélög fái sína hlutdeild með beinum hætti, líkt og t.d. í Noregi, í stað þess að þurfa að sækja um úthlutun úr Fiskeldissjóði. Er því fagnað að komin sé fram tillaga um samfélagsframlag sem rennur beint til sveitarfélaga en eðlilegt væri að það framlag yrði ákveðið hlutfall af framleiðslugjaldi í stað fjárveitingar af fjárlögum hverju sinni.
    Byggðarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að eftirlit og stjórnsýsla með þessari starfsemi sé virk og að leyfisveitingaferlið sé skýrt og fyrirsjáanlegt fyrir rekstraraðila. Einnig að nauðsynlegt sé að byggja upp aukið eftirlit í þeim landshlutum sem fiskeldi er umsvifamest, svo það sé sem mest í tengslum við nærsamfélagið. Mikilvægt er að ákvarðanir í þessum málum byggist á greinargóðum rannsóknum og gögnum sem taka mið af íslenskum aðstæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 176 Á fundinum var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 30. desember 2025. Í tölvupóstinum fer Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambandsins, yfir þróun hagtalna á árinu sem ýmist endurspegla eða hafa áhrif á þjónustu og rekstur sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 176. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 177

Málsnúmer 2601011FVakta málsnúmer

Fundargerð 177. fundar byggðarráðs frá 14. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 177 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 177 Á fundinum voru lögð fram drög að Húsnæðisáætlun fyrir Skagafjörð fyrir árið 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 177 Byggðarráð samþykkir samhljóða að kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 16. maí 2026 verði eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 16. maí 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 177 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 258/2025, "Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, kostnaður o.fl.) og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda)".

    Umsagnarfrestur er til og með 16.01. 2026.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um aukinn skýrleika í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Það er jákvæð breyting að til standi að hækka kostnaðarhlutfall Ofanflóðasjóðs vegna undirbúnings og framkvæmda við varnarvirki sem og vegna kaupa á eignum eða eignarnáms. Jafnframt er nauðsynlegt skref í eftirfylgni við almannavarnir að lögreglustjóri fái heimild til að leggja sektir á einstaklinga og beita valdi til að rýma eignir á hættusvæði, verði brotið gegn banni um að dvelja í eða á eignum á hættusvæði, sem keyptar hafa verið eða teknar eignarnámi í samræmi við 11. gr. laganna, á tímabilinu 1. nóvember til 30. apríl.

    Byggðarráð bendir á að athuga þarf ábyrgð á eftirliti, skv. tillögu um nýjan 2. málslið 3. mgr. 3. gr. Þar er lagt til að aðilar sem oft skortir faglega þekkingu verði látnir bera ábyrgð á eftirliti með snjóflóðahættu. Þarna getur freistnihætta verið mikil, að gera lítið úr hættu. Orðalagið „annarri starfsemi“ sýnist ónákvæmt og virðist t.d. geta náð til skóla og heilbrigðisstofnana í dreifbýli.
    Byggðarráð bendir einnig á að í 4. gr. verði mælt fyrir um skyldu ráðherra til þess að taka afstöðu til skipunar hættumatsnefndar innan tveggja vikna. Hafni hann skipun nefndarinnar skuli málefnalegur rökstuðningur óvilhalls aðila, sem ekki skal vera Veðurstofa Íslands, fylgja ákvörðun ráðherra, sem tekin skal eftir tilhlýðilegt samráð við sveitarstjórn. Skal vera unnt að kæra ákvörðun ráðherra til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála innan nánar tiltekins frests.

    Lagt er til að í niðurlagsákvæði 9. gr. komi ákvæði um að ráðherra skuli við ákvarðanatöku skv. þessum lögum gæta í hvívetna að samræmi og afgreiða lík tilvik með líkum hætti.

    Heppilegt væri að mælt skuli fyrir um í lögunum hvernig birta skuli fjárhagsáætlun Ofanflóðasjóðs. Jafnframt að tekið skuli fram að ofanflóðagjald skuli einvörðungu vera til ráðstöfunar í þágu verkefna skv. ofanflóðalögum.

    Jafnframt væri heppilegra að annar málsl. 1. tölul. 3. mgr. 12. gr. orðist í þessa veru: Framkvæmdaáætlun skal miðast við markmið reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða, og skal í henni gert ráð fyrir tilfallandi uppkaupum og flutningi eigna skv. 11. gr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 177 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 4/2026, "Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga".

    Umsagnarfrestur er til og með 22.01. 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 177 Á fundinum var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jafnréttisstofnu, dagsettur 6. janúar 2026. Í tölvupóstinum er bent á nýjan gátlista sem er ætlað að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum. Bókun fundar Afgreiðsla 177. fundar byggðarráðs var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40

Málsnúmer 2512001FVakta málsnúmer

Fundargerð 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 9. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

    Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

    Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Sveitarfélagið auglýsti í október sl. eftir umsóknum frá aðilum sem vildu taka að sér rekstur félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki. Umsóknarfresturinn rann út 24. nóvember sl. og alls bárust inn þrjár umsóknir.

    Framlagðar umsóknir um rekstur félagsheimilisins Bifrastar.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða alla þrjá umsækjendur í viðtal.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með sjö atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Á 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnda þann 20. nóvember 2025 fól nefndin starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með MN og FFS hvað varðar kostnaðarskiptingu verkefnisins.

    Lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun og verkefnalýsing fyrir vinnu Markaðsstofu Norðurlands við stöðugreiningu og aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða uppfærða kostnaðaráætlun og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • 5.4 2508068 Laugardagsopnun
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Framlagt erindi dags. 14. nóvember 2025 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, forstöðumanni Héraðsbókasafns Skagfirðinga þar sem óskað er eftir að laugardagsopnunin, sem átti að hefjast um áramót, hefjist þess í stað í febrúar.

    Kristín Sigurrós Einarsdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.

    Nefndin samþykkir samhljóða að verða við beiðni forstöðumanns að hefja laugardagsopnun bókasafnsins 7. febrúar 2026 í stað janúar 2026. Jafnframt er forstöðumanni og starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa þessa þjónustuviðbót á heimasíðu sveitarfélagsins og safnsins og á samfélagsmiðlum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • 5.5 2508070 Sæluvika 2026
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Á 36. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 20. ágúst 2025 fól nefndin starfsmönnum nefndarinnar að setja í loftið leiðbeinandi íbúakönnun til að kanna áhuga á að færa tímasetningu Sæluvikunnar. Umsóknarfresturinn rann út 29. nóvember sl.

    Niðurstöður íbúakönnunarinnar lagðar fram.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór yfir fyrirliggjandi niðurstöður sem voru afgerandi, 74% þátttakenda voru fylgjandi breytingum og 26% voru á móti. Það kom fram í athugasemdum könnunarinnar að óskað væri eftir fjölbreyttara viðburðarhaldi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni.

    Nefndin samþykkir samhljóða að færa hátíðina fram um tvær vikur sem tilraunaverkefni til tveggja ára. Setning Sæluviku verður því 12. apríl 2026.

    Nefndin hvetur íbúa til þess að taka virkan þátt í Sæluviku 2026, bæði sem þátttakendur og skipuleggjendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40 Lagt fram erindi dags. 17. nóvember 2025 frá Ástu Búadóttur, formanni Gallerí Alþýðulistar, þar sem þakkað er fyrir stuðning Skagafjarðar við starfsemi félagsins á liðnum árum. Opnunartími gallerísins hefur verið lengdur og gestafjöldinn aukist mikið ár frá ári. Í ljósi hækkunar á rekstrarkostnaði óskar félagið þó eftir hækkun á rekstrarstuðningi sveitarfélagsins.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur, gestafjölda og starfsemi Gallerís Alþýðulistar. Jafnframt býður nefndin rekstraraðila á næsta fund nefndarinnar til að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41

Málsnúmer 2512018FVakta málsnúmer

Fundargerð 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 19. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Tinna Kristín Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.

    Á 40. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar samþykkti nefndin samhljóða að fela starfsmönnum að boða alla þrjá umsækjendur sem sækjast eftir að vera rekstraraðilar félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki, í viðtal.

    Fyrir fundinum lágu niðurstöður og samantektir viðtala.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfús Arnar Benediktsson til og með 31. desember 2027 með möguleika á árs framlengingu.

    Nefndin þakkar fyrir góðar umsóknir og vill jafnframt koma á framfæri þökkum til Sigurbjarnar Björnssonar og Báru Jónsdóttur fyrir þeirra störf í þágu samfélagsins.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með sjö atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42

Málsnúmer 2601009FVakta málsnúmer

Fundargerð 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 16. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

    Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

    Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Umræður um næstu fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

    Nefndin samþykkir samhljóða að næstu fundir nefndarinnar fram að kosningum í vor fari fram á eftirfarandi dögum:

    19. febrúar

    12. mars

    16. apríl
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Lagður fram undirritaður samningur um rekstur á félagsheimilinu Bifröst.


    Nefndin samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Félagsheimilið Bifröst - rekstur 2026-2028, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Samningur um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum rann út 31. desember 2025.

    Umræður um áform varðandi félagsheimilið.

    Nefndin samþykkir með tveimur atkvæðum svohljóðandi auglýsingu:

    Rekstraraðili fyrir félagsheimilið Ljósheima

    "Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur félagsheimilisins Ljósheima á Sauðárkróki til allt að 10 ára með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum.

    Rekstraraðila er ætlað að sjá um daglega starfsemi í húsinu, útleigu, ræstingar og minni háttar viðhald. Afhending húsnæðis er eftir samkomulagi.

    Leigugreiðsla tekur mið af álögðum fasteignasköttum, skyldutryggingum og viðhaldskostnaði sem nemur 0,85% af brunabótamati fasteignarinnar. Rekstraraðila ber jafnframt að standa straum af greiðslu rafmagns, hita og annarra trygginga.

    Óskað er eftir að umsókn fylgi upplýsingar um bakgrunn og reynslu umsækjanda.

    Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2026 og skal skila umsóknum í Ráðhúsið á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is."

    Forsendur eru þær sömu og þegar auglýst var eftir rekstraraðilum að félagsheimili Hegraness og Skagaseli.

    Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fulltrúi Byggðalista, sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Samningur um rekstur á félagsheimilinu Ketilás rann út 31. desember 2025.

    Umræður um áform varðandi félagsheimilið.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að semja við núverandi rekstraraðila um áframhaldandi rekstur á meðan unnið er að því að skýra eignarhald hússins.




    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með átta atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2026 frá Magnúsi Jónssyni, fyrir hönd Drangeyjar-smábátafélags í Skagafirði er varðar úthlutun á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025-2026. Í erindinu er lögð fram samþykkt frá aðalfundi félagsins þann 17. september 2025.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 18. desember 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026.

    Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 115 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn og Sauðárkrókur 100 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2026.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1333/2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026 í Skagafirði:

    1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

    2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.

    3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

    4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026."

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025-2026 Skagafjörður, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Lagðar fram aðsóknartölur tjaldsvæða í Skagafirði fyrir árið 2025.

    Lagt fram til kynningar.

    Ánægjulegt er að greina frá því að árið 2025 komu samtals 10.402 gestir á tjaldsvæði Skagafjarðar sem er aukning frá árinu 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Rætt um atvinnulífssýninguna. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Lagt fram erindi Berglindar Þorsteinsdóttur, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 9. október 2025 um núverandi stöðu Verkstæðissýningar.

    Berglind Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

    Nefndin þakkar Berglindi fyrir gott samtal um Verkstæðissýninguna.

    Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar í samvinnu við Eignasjóð að skoða ástandið á núverandi vörslugeymslu og tryggja öryggi munanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Á 40. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. desember 2025 var tekið fyrir erindi dags. 17. nóvember 2025 frá Ástu Búadóttur, formanni Gallerí Alþýðulistar, þar sem þakkað er fyrir stuðning Skagafjarðar við starfsemi félagsins á liðnum árum. Opnunartími gallerísins hefur verið lengdur og gestafjöldinn aukist mikið ár frá ári. Í ljósi hækkunar á rekstrarkostnaði óskar félagið þó eftir hækkun á rekstrarstuðningi sveitarfélagsins.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur, gestafjölda og starfsemi Gallerís Alþýðulistar. Jafnframt bauð nefndin rekstraraðila á næsta fund nefndarinnar til að fylgja málinu eftir.

    Helga Þórðardóttir sat fundinn undir þessum lið.

    Nefndin þakkar Helgu fyrir góða yfirferð. Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Lagt fram erindi dagsett 7. janúar 2026 frá Swanhild Ylfu Leifsdóttur fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins um styrkbeiðni fyrir árið 2026.

    Ragnar Helgason víkur af fundi undir þessum lið.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir samhljóða að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

8.Félagsmála- og tómstundanefnd - 40

Málsnúmer 2511019FVakta málsnúmer

Fundargerð 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 11. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Formaður lagði til að Sandra Björk Jónsdóttir nýkjörinn aðalmaður verði kosin varaformaður nefndarinnar í stað Guðlaugs Skúlasonar sem er nýkjörinn varamaður. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Sandra Björk því rétt kjörin. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi Ásgarðs skólaráðgjafar kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti drög að endurskoðaðri menntastefnu fyrir Skagafjörð. Vinna að endurskoðun stefnunnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og mikið samráð hefur verið haft við samfélagið, meðal annars með íbúafundum, könnunum ásamt því að rýnt hefur verið i fyrirliggjandi gögn. Búið er að kynna endurskoðaða stefnu á öllum skólastigum sveitarfélagsins ásamt því að stefnan hefur verið í opnu samráði. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2026, sem eru eftirfarandi:
    22.janúar, 12.febrúar, 26.mars, 16.apríl, 7. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Lögð fram til kynningar skýrsla um frumkvæðisathugun á búsetuúrræðum fatlaðs fólks - 1. fasi. Í apríl 2024 hóf Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins frumkvæðisathugun á búsetuúrræðum fyrir fullorðið fatlað fólk sem nær til allra svetirarfélaga landsins. Frumkvæðisathugunin skiptist í tvo fasa og er þeim fyrri nú lokið með útgáfu skýrslu sem er á heimasíðu GEV. Í skýrslunni setur GEV fram ábendingar til sveitarfélaganna varðandi þær úrbætur sem stofnunin telur mikilvægar út frá svörum sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að síðari fasa frumkvæðisathugunnar verði lokið á fyrri hluta næsta árs, en hann felur í sér ítarlegar úttektir á þjónustu í öllum búsetuúrræðum fyrir fullorðið fatlað fólk. Sveitarfélögunum var falið að framkvæma úttektir á úrræðunum með ítarlegum spurningarlista og leiðbeiningum frá GEV, ásamt því að skila inn tillögum að úrbótaáætlunum. Skagafjörður hefur skilað inn gögum innan tilskilins tímafrests og er með vinnu í gangi varðandi verkferla og gæðahandbóka varðandi þjónustu og innra mat. Styrkur að upphæð 13 m.kr. fékkst til vinnunar frá Jöfnunarsjóði. Nefndin þakkar leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks fyrir góða vinnu og utanumhald við þessa vinnu. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu, kynnt er til samráðs drög að landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Lagðar fram til kynningar fjórar fundargerðir nr. 39 frá október sl. nr. 40 og 41 frá nóvember sl. og nr. 42 frá desember 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Lögð fram til kynningar ein fundargerð frá fundi nr. 66 frá 1. desember 2025.

    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 40 Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar félagsmála- og tómstundanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 43

Málsnúmer 2511003FVakta málsnúmer

Fundargerð 43. fundar fræðslunefndar frá 16. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Álfhildur Leifsdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sigfús Ingi Sigfússon, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 43 Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi Ásgarðs skólaráðgjafar kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti drög að endurskoðaðri menntastefnu fyrir Skagafjörð. Vinna að endurskoðun stefnunnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og mikið samráð hefur verið haft við samfélagið, meðal annars með íbúafundum, könnunum ásamt því að rýnt hefur verið í fyrirliggjandi gögn. Búið er að kynna endurskoðaða stefnu á öllum skólastigum sveitarfélagsins ásamt því að stefnan hefur verið í opnu samráði.
    Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með það mikla og góða samráð sem hefur verið haft við íbúa.

    Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "VG og óháð fagna því að ný menntastefna Skagafjarðar sé loks að líta dagsins ljós en VG og óháð hafa reglulega minnt á mikilvægi endurskoðunar hennar, sem skýrt er kveðið á um að eigi að vera á þriggja ára fresti. Sú menntastefna sem nú er starfað eftir er frá árinu 2020 og hefur því verið úrelt um nokkurt skeið, sem vekur spurningar um forgangsröðun og eftirfylgni í menntamálum sveitarfélagsins. VG og óháð eru bjartsýn á að sú menntastefna sem nú liggur fyrir sé metnaðarfull og nýtist sem raunhæft leiðarljós fyrir skólastarf í Skagafirði á komandi árum".

    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundinum, svohljóðandi:
    "VG og óháð fagna því að ný menntastefna Skagafjarðar sé loks að líta dagsins ljós en VG og óháð hafa reglulega minnt á mikilvægi endurskoðunar hennar, sem skýrt er kveðið á um að eigi að vera á þriggja ára fresti. Sú menntastefna sem nú er starfað eftir er frá árinu 2020 og hefur því verið úrelt um nokkurt skeið, sem vekur spurningar um forgangsröðun og eftirfylgni í menntamálum sveitarfélagsins. VG og óháð eru bjartsýn á að sú menntastefna sem nú liggur fyrir sé metnaðarfull og nýtist sem raunhæft leiðarljós fyrir skólastarf í Skagafirði á komandi árum."
  • Fræðslunefnd - 43 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir og viðhald sem eru í gangi og eru framundan við skólamannvirki í Skagafirði.
    Framkvæmdum við nýjan leikskóla í Varmahlíð er að mestu lokið og var leikskólinn formlega opnaður 26. nóvember síðastliðinn. Framkvæmdir við lóð leikskólans ganga samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í byrjun árs 2026.
    Í sumar var drenlögn við Árskóla endurnýjuð, sem leysti úr öðrum afleiddum vandamálum á lóð og húsnæði. Gert er ráð fyrir að ráðast í viðgerðir á leiktækjum á skólalóðinni á komandi misserum, auk þess sem fyrirhugaðar eru múrviðgerðir og málun innanhúss vegna nýrra glugga í A‑álmu.
    Á næsta ári verður unnið að dren- og sökkuleinangrun á norðurhlið Varmahlíðarskóla. Innanhúss stendur til að ráðast í málun, endurnýjun gólfefna og uppsetningu nýrra kerfislofta.
    Á haustmánuðum lauk gluggaskiptum á vesturhlið yngri byggingar Grunnskólans austan Vatna, ásamt tilheyrandi klæðningarvinnu. Framundan er fyrsti áfangi við hönnun og upphaf framkvæmda við fyrirhugaða viðbyggingu undir mötuneyti skólans. Grunnhönnun íþróttahúss við Grunnskólann austan Vatna liggur fyrir.
    Gert er ráð fyrir að Skagafjörður leggi fram fjármuni vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í kostnaði við stækkun verknámshúss FNV.
    Á árinu lauk vinnu við endurnýjun þakpappa yfir sal Höfðaborgar sem í dag hýsir mötuneyti og íþróttaaðstöðu fyrir Grunnskólann austan Vatna.
    Vinna við lóð eldra stigs leikskólans Ársala er fyrirhuguð á vormánuðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2026, sem eru eftirfarandi:
    15. janúar, 26. febrúar, 19. mars, 21. apríl, 7. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Mönnun, staða innritunar barna og starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði hafa verið til umfjöllunar í fræðslunefnd. Þegar þetta er ritað er staðan eftirfarandi:
    Í Ársölum eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. má ætla að fjögur börn verði tekin inn í janúar en þau eru fædd á árunum 2021-2023 og fara á eldra stig.
    Á Birkilundi eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. verða tvö tekin inn í janúar en þau eru fædd árið 2023. Af þessum 14 börnum sem bíða innritunar eru þrjú börn sem eru þegar vistuð á öðrum leikskóla í Skagafirði. Nýir starfsmenn eru að koma til starfa á leikskólanum og m.v. þær ráðningar sem gerðar hafa verið nú þegar þá er hægt að taka inn sjö börn í mars.
    Í Tröllaborg eru þrjú börn sem bíða innritunar og eru þau fædd í lok ársins 2024. Ætla má að hægt verði að innrita öll þau börn í febrúar 2026.
    Umsóknir eru að berast um störf í leikskólunum. Vonir eru til þess að áframhald verði á ráðningum starfsmanna og hægt verði að innrita sem flest börn á næstu vikum.


    Á síðasta fundi fræðslunefndar var leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar falið að ganga til samninga við Auðnast ehf., Þemagreining á áskorunum leikskólans Ársala var framkvæmd af Auðnast í Ráðhúsi Skagafjarðar dagana 27. og 28. nóvember 2025. Öllum deildarstjórum skólans var boðið viðtal sem og aðstoðar- og leikskólastjóra. Enginn forföll voru á fólki. Auðnast er viðurkenndur þjónustuaðili á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012. Markmið þemagreiningar er að kortleggja áskoranir í vinnuumhverfi, vinnumenningu, sálfélagslega áhættuþætti og verndandi þætti, líðan í starfi og önnur þemu. Einnig að meta áhrif af þekktum og greindum áhættuþáttum í leikskólaumhverfinu. Jafnframt að leggja til úrbætur ef þurfa þykir. Ábyrgðarmaður greiningar fyrir hönd Auðnast er Katrín Þrastardóttir sérfræðingur í vinnuvernd. Auk hennar komu að greiningunni Helena Katrín Hjaltadóttir og Hrefna Hugosdóttir sérfræðingar í vinnuvernd. Niðurstaða þemagreiningar mun liggja fyrir í lok mánaðar. Sömu daga fór fram hóp handleiðsla á vegum Auðnast ehf., fyrir stjórnendur og alla deildarstjóra Birkilundar ásamt því að allir leikskólastjórendur leikskólanna í Skagafirði fengu einstaklings stjórnendahandleiðslu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Heillaspor er heildræn og tengslamiðuð nálgun sem styður við inngildandi skóla- og frístundastarf. Nálgunin á sér traustan fræðilegan og rannsóknarlegan grunn sem byggir á tengslakenningum, áfallamiðaðri nálgun, félags- og taugavísindum. Heillaspor markar skýra sýn á forvarnir, snemmtækan stuðning og eflingu verndandi þátta sem eru í samræmi við markmið farsældarlaga. Verkefnið er eitt af nokkrum verkefnum Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu sem byggir starf sitt á grunni farsældarlaga og menntastefnu stjórnvalda. Í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum 444/2019 kemur fram að skólaþjónusta skuli beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Með innleiðingu Heillaspora er hlutverk sérfræðinga skólaþjónustu við leiðsögn, fræðslu og eftirfylgni á fyrsta þjónustustigi skilgreint. Lagður er grunnur að umgjörð fyrir samstarfi milli skóla, foreldra, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila. Áhersla er lögð á að nýta samræmdar aðferðir, markvissa gagnaöflun og samfellda leiðsögn og eftirfylgd.
    Skólaþjónusta Skagafjarðar hefur kynnt sér verkefnið og vill gera samstarfsamning við miðstöð Menntunar- og skólaþjónustu um innleiðingu Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar. Skólaþjónustan hefur sótt um styrk til lýðsheilsusjóðs fyrir úthlutun árið 2026.
    Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela Leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að leggja drög að samstarfssamningi fyrir á næsta fund nefndarinnar ásamt kostnaðaráætlun og yfirlit yfir styrki sem hægt er að sækja í verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 5. nóvember 2025 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Tvær fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 5. nóvember 2025 og 10. desember 2025 lagðar fram til kynningar, ásamt breytingu á skóladagatali. Stjórnendur Varmahlíðarskóla, með samþykki skólaráðs óska eftir breytingu á skóladagatali vegna uppbrots- og vordaga sem voru ekki á fyrra dagatali.
    Fræðslunefnd staðfestir samhljóða breytingu skóladagatals.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans austan Vatna 2024-2025 Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 43 Fræðslunefnd barst erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, dagsett 17. nóv 2025, þar sem þess er óskað að sveitarfélög sameinist um tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026. Þann 15. desember barst tölvupóstur frá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu þar sem fyrra erindi var afturkallað. Kynna á nemendagrunninn betur fyrir sveitarfélögunum og verða kynningar í byrjun janúar.




    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 44

Málsnúmer 2601010FVakta málsnúmer

Fundargerð 44. fundar fræðslunefndar frá 15. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 44 Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi Ásgarðs skólaráðgjafar kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti menntastefnu fyrir Skagafjörð ásamt aðgerðaráætlun innleiðingarinnar.
    Menntastefna Skagfjarðar 2026-2031 ásamt aðgerðaráætlun um innleiðingu stefnunnar með áorðnum breytingum lögð fram til samþykktar. Ásgarður skólaráðgjöf leiddi vinnuna ásamt stýrihóp. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins og jafnframt hafa verið haldnir opnir fundir þar sem íbúum Skagafjarðar hefur gefist kostur á að koma með ábendingar og hugmyndir við stefnumótunarvinnuna. Menntastefna Skagafjarðar er leiðarljós skólastarfs í Skagafirði og nær hún til leik-, grunn-, og tónlistarskóla í Skagafirði.

    Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla menntastefnu og þakkar öllum þeim sem komið hafa að gerð hennar fyrir þeirra framlag. Fræðslunefnd hvetur íbúa til að kynna sér stefnuna vel. Fræðslunefnd samþykkir stefnuna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 44 Lögð fram styrkbeiðni frá ME félagi Íslands vegna dreifingar fræðsluefnis fyrir starfsfólk grunnskóla árið 2026. Fræðsluefninu er ætlað að auka skilning á vanda barna sem eru með ME sjúkdóminn. Nefndin telur sér ekki fært að styrkja félagið og samþykkir samhljóða að hafna erindinu og óskar ME félagi Íslands alls góðs í störfum sínum Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 44 Mönnun, staða innritunar barna og starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði hafa verið til umfjöllunar í fræðslunefnd. Umsóknir hafa verið að berast um lausar stöður, ráðningar farið fram og starfsemi leikskólanna hefur gengið vel undanfarnar vikur. Verið er að innrita börn í samræmi við mönnun. Leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar upplýsti jafnframt um að vinna við þemagreiningu Auðnast ehf. er á lokametrunum. Afurðin, þ.m.t. tillögur til úrbóta, verður tekin til umfjöllunar á næsta fundi fræðslunefndar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 44 Heillaspor er heildræn nálgun sem styður við velferð, öryggi og virka þátttöku barna í inngildandi skóla- og frístundastarfi. Vinnuferlar Heillaspora styðja fullorðna í því að efla seiglu og vellíðan barna, sérstaklega þeirra sem hafa upplifað áföll eða búa við erfiða félags-, efnahags- og menningarlega stöðu. Fjölskyldusvið Skagafjarðar hefur kynnt sér verkefnið og vill gera samstarfsamning við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu um innleiðingu Heillaspora í fræðsluþjónustu Skagafjarðar. Lögð fram kostnaðaráætlun, yfirlit yfir styrki sem hægt er að sækja um fyrir verkefnið og drög að samstarfsamningi við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fjölskyldusvið innleiði Heillaspor í fræðsluþjónustu sviðsins og felur leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að gera samstarfssamning við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 44 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2026, „Drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum“. Umsagnarfrestur er til og með 02.02.2026. Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar fræðslunefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

11.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39

Málsnúmer 2512011FVakta málsnúmer

Fundargerð 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 11. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum og Hjörvar Halldórsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu mála og framtíðarsýn í hitaveitu í Skagafirði. Rætt um kostnað við lagningu hitaveitu frá Dælislaug að Róðhóli og lagningu hitaveitu um Hjaltadal frá Reykjum að Steinhólum. Einnig valkosti í tengingum í Viðvíkursveit frá Viðvík að Vatnsleysu eða alla leið í Hofstaðaplássið. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna málin áfram og á næsta fundi verði farið yfir þau svæði sem eftir eru.
    Gunnar Björn Rögnvaldsson vék af fundi eftir þennan lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Rætt um ástand girðinga meðfram þjóðveginum í Gönguskörðum, en ljóst er að ástand þeirra er ekki ásættanlegt á stórum köflum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að senda Vegagerðinni formlegt erindi þar sem óskað er svara um hvort hægt er að flytja núverandi ristahlið. Í framhaldinu þarf að gera átak í girðingum meðfram vegum í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar - farið yfir ársreikninga 2020-2024 ásamt umsókn um fjármuni til viðhalds á skálum félagsins. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að bjóða stjórn upprekstrarfélagsins á fund og fara yfir fyrirkomulag á rekstri skálanna. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Kynning á Open Rivers Programme - sjóður til styrktar endurheimt á ám, lækjum og vatnasviðum Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Til kynningar Samráð; Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laxa- og silungsveiði og fiskræktar. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

12.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40

Málsnúmer 2601002FVakta málsnúmer

Fundargerð 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 8. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Rætt um úthlutun til fjallskilanefnda 2026.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Stjórn fjallskilasjóðs framhluta Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið, þau Björn Ólafsson á fundarstað og Þórunn Eyjólfsdóttir og Aron Pétursson í fjarfundabúnaði mættu til viðræðna um rekstur deildarinnar og málefni Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að umsjónarmaður eignasjóðs geri kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem fara þarf í á Mælifellsrétt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Lagður fram tölvupóstur frá fjallskilastjóra Staðarhrepps Jónínu Stefánsdóttur dags. 20.12.2025 með beiðni um fjárstyrk vegna kaupa á dróna fyrir fimm fjallskiladeildir í Vesturfjöllum. Nú þegar hafa fengist þrír styrkir frá hrossaræktardeildum sem hætt hafa starfssemi.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fundi með formönnum deildanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Beitarhólf nr. 27 í Efri Flóa við Hofsós er laust til leigu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Umhverfis og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa landið til leigu.
    Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með átta atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Til kynningar úr samráðsgátt, Atvinnuvegaráðuneyti: Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2024 fyrir Fjallskilasjóð framhluta Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Veiðifélagsins Kolku dags. 18.12.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 40 Lögð fram til kynningar afrit af tilkynningum Vegagerðarinnar um niðurfellingu vega af vegaskrá. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

13.Skipulagsnefnd - 88

Málsnúmer 2512014FVakta málsnúmer

Fundargerð 88. fundar skipulagsnefndar frá 11. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 88 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði, sett fram með uppdrætti ásamt greingargerð dags. 06.11. 2025, unnin af Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd Byggðasafn Skagfirðinga.

    Skipulagssvæðið er 18,90 hektarar, helstu markmið deiliskipulagsins verða að bæta aðgengi og móttöku ferðamanna og gesta sem sækja heim Byggðasafn Skagfirðinga og Glaumbæjarkirkju. Skipulaginu er ætlað að skapa ramma um jákvæða uppbyggingu til lengri tíma. Lögð verður áhersla á að mannvirki hafi samræmda heildarásýnd sem falli vel að sérkennum umhverfisins og núverandi byggð.
    Helstu viðfangsefni í deiliskipulaginu verða:
    Fyrirhuguð uppbygging á húsnæði undir starfsemi safnsins þar sem
    gerð verður grein fyrir byggingarreitum, hámarks byggingarmagni og öðrum byggingaskilmálum.
    Setja fram, í samstarfi við Vegagerðina, tillögu að bættri vegtengingu við Sauðárkróksbraut (75) til að auka umferðaröryggi og bæta aðgengi.
    Skipuleggja safnasvæðið og umhverfi Glaumbæjarkirkju, fyrirkomulag bílastæða, stígakerfi, aðgengi að minjasvæðum, merkingar og yfirbragð umhverfis.
    Stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Glaumbær Byggðasafn Skagfirðinga - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við deiliskipulagstillögu fyrir "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 16.10.2025- 30.11.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
    Þrjár umsagnir bárust sem gefa ekki tilefni til breytinga.

    Innan skipulagssvæðis “Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag" eru tvær óráðstafaðar lóðir, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 sem ekki falla að skipulagstillögunni, þeirra getið í skipulagslýsingu þar sem m.a. segir:
    "Þá eru lóðirnar Flæðar spennistöð og Flæðar hleðslustöð innan svæðisins. Þær eru nýjar og óbyggðar og verður fundin hentugri staðsetning með skipulagi þessu."
    Í kafla 2.2.3 Lóðir og byggingarreitir í skipulagslýsingu er gerð grein fyrir 2 nýjum nýjum lóðum sem ætlaðar eru fyrir spennistöð og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Þá samþykkir nefndin einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að eyða lóðum/fasteignum, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 og sameina þær landnúmeri Sauðarkróks L218097.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Kynnt fyrir skipulagsnefnd fyrirliggjandi samþykki frá Brák íbúðafélagi hses um minnkun á lóð þeirra við Freyjugötu 9 á Sauðárkróki. Það í samræmi við beiðni forsvarsmanna Gunnars Bjarnasonar ehf. varðandi möguleg uppbyggingaráform á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 88 Málið áður á dagskrá á 309. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 13. september 2017, má nr. 1707040, eftirfarandi bókað:
    Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)
    "Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, sbr. meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar byggðarráðs frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið."
    Á 359. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 11. október 2017 var fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt.
    Byggðarráð Svf. Skagafjarðar bókar eftirfarandi á 705. fundi - 13.08.2015
    "Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
    Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands."
    Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015.
    Í dag liggur fyrir umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 2. desember 2025 undirritað af Regínu Sigurðardóttur ásamt uppfærðu "LANDSPILDUBLAÐ - UNADALS- OG DEILDARDALSAFRÉTT - SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR" dags. 02.12.2025, kort nr. SV7B-UDA. Uppdráttur í mkv. 1:250.000 í A3.
    Í umsókn kemur m.a. fram: Landsvæði það sem óskast stofnað er þjóðlendna skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011 og dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
    Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
    Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra, skv. d-lið, 5. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 5/2025 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
    Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Unadals- og Deildardalsafréttir, er þjóðlenda og afrétt jarða í fyrrum Hofshreppi, nú í Skagafirði. Afmörkun svæðisins er sbr. dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012:
    Mörk milli þjóðlendu og eignarlanda á Una- og Deildardal afmarkast svo:
    Upphafspunktur er á sýslumörkum í sunnanverðum Hákömbum við Deildardalsjökul, punktur 1 hjá óbyggðanefnd (un1). Þaðan er fyrrum sveitarfélagamörkum Hofshrepps og Hólahrepps fylgt til suðvesturs þar til komið er að merkjum Grafarsels á háfjalli milli Vesturdals og Kolbeinsdals N497864,19 A589979,48 (un2), punktur 1 á korti Byggðasafns Skagafjarðar. Þaðan til norðvesturs í Afréttará (Vesturá) (un2a) þar til komið er að hornmerki Grindarsellands við Vesturdalsá N491458,76 A593383,29, punktur 6 (un3). Þaðan í hornpunkt Grindarsellands sunnan við Smjörskál, punktur 7 N491993,46
    A593846,67 (un4). Þaðan í hornmerki Grindarsel- lands við Seljadalsá (un5) N491993,48 A594486,92, punktur 8. Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Óslandssel við Selja- dalsá N492843,83 A594515,72 punktur 12 (un6). Þaðan í horn- merki Marbælissellands við Strangalæk og Seljadalsá, punktur 13 N495492,47 A593915,59 (un7). Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Deildardalsafrétt á háfjalli, punktur 14 N496051,16 A595900,40 (un8). Þaðan í punkt 15 N497258,75 A595600,81 á háfjalli milli Unadals og Seljadals (un9). Þaðan í punkt 16 við Klifhól, N497061,25 A598259,80 (un10). Eftir það til austurs í syðsta punkt Spánárlands við Grjótá (un11). Þaðan í háfjall á fyrrum hreppamörkum Hofshrepps og Fljótahrepps (punktur 13 hjá óbyggðanefnd) (un12). Þaðan er fylgt fyrrum hreppamörkum Fljótahrepps og Hofshrepps og síðan sýslumörkum um Hákamba (un13) til suðurs allt að upphafspunkti við Deildardalsjökul (un1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
    Fylgiskjöl umsóknar eru:
    Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011.
    Dómur HéraðsdómsNorðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015.
    Uppfært landspildublað sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar Unadals- og Deildardalsafréttar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Unadals- og Deildardalsafréttar í Skagafirði.
    Með vísan til nefndra bókana Skipulags- og byggingarnefndar, byggðarráðs og staðfestinga sveitarstjórnar Skagafjarðar hér að framan og dóms Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin stofnun umbeðinnar þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar, þjóðlendu 2.12.2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Einar E. Einarsson óskar eftir með tölvupósti dags. 26.11. sl. fyrir hönd Suðurgötu 3 ehf. þar sem ekki liggja fyrir þinglýst gögn, frumheimildir varðandi tilurð lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu, (landnúmer lóðar L143781) að gerður verði á grundvelli gildandi deiliskipulags staðfestu af Skipulagsstjóra Ríkisins 25.02.1987, lóðaleigusamningur ásamt lóðarblaði fyrir lóðina.
    Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að lóðarblaði með hnitsettri afmörkun lóðarinnar sem byggir á nefndu deiliskipulagi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að lóðarblaði og felur skipulagsfulltrúa að láta fullvinna lóðarblaðið ásamt merkjalýsingu og ganga frá skráningu lóðarinnar jafnframt því að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Bókun fundar Einar E. Einarsson forseti, vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaforseti kynnti þennan fundarlið.

    Afgreiðsla 88. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með átta atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 88 Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson f.h. Páfastaða ehf., sem er þinglýstur eigandi Páfastaða, landnr. 145989, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 1. des. 2025.
    Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7783-0101.

    Á byggingarreitinn er fyrirhugað að flytja tilbúið starfsmanna- og gestahús, sem komið verður fyrir á forsteyptum undirstöðum. Heildarstærð byggingarreits 50 m2, stærð húss sem fyrirhugað er að byggja á reitnum er um 15 m2, hæð allt að 3,0 m. Í húsinu verður gistiaðstaða fyrir starfsmann eða gesti á búinu.

    Stofnun byggingarreitsins skerðir ekki ræktað land eða búrekstrarskilyrði. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði nr. L-1 þar sem ræktarlandi er hlíft og ekki er verið að rjúfa samfellu landbúnaðarlands. Einnig er byggingarreitur í samræmi við almenn ákvæði fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæðum þar sem hann er nærri öðrum húsum á jörðinni, innviðir, s.s. vegir og veitur, nýtast áfram og uppbyggingin tengist landbúnaðarstarfsemi. Þá er byggingarreitur utan verndar- og helgunarsvæða og umfang hans hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur hvað varðar aðgengi, landnotkun, útsýni eða skuggavarp. Skv. kafla 12.4 í gildandi aðalskipulagi metur skipulagsnefnd hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, almennra ákvæða aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Í sama kafla kemur fram að sveitarstjórn getur heimilað stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.

    Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Páfastaðir á Langholti - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson, f.h. Mannskaðahóls ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Mannskaðahóll, landnr. 146558, óska eftir heimild til að stofna 5.300 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77410000 útg. 18. nóv. 2025. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjós. Hámarksbyggingarmagn verður 1.100 m² og hámarksbyggingarhæð verður 10 m frá gólfi í mæni. Þak verður tvíhalla.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur að óverulegu leyti inn á ræktað land og rífur ekki samfellu landbúnaðarlands, sbr. ákvæði 12.4.1. kafla greinargerðar aðalskipulags um uppbyggingu á L-1 landbúnaðarsvæðum. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags. Fyrirhuguð bygging er landbúnaðarbygging og mun styðja við landbúnaðarstarfsemi á jörðinni, byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir, og um er að ræða byggingu sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
    "Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
    Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
    Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægð milli bygginga og vega og ákvæðum aðalskipulags um að hlífa ræktuðu landi, samfellu ræktaðs lands og hagrænni nýtingu innviða. Þá var einnig horft til sjónlínu nærliggjandi bæjarhlaða, Mýrarkots og Litlu-Brekku, í Málmey. Sjónlína frá Mýrarkoti er sýnd á afstöðuuppdrætti og liggur vestan byggingarreits. Skv. hæðalínum stendur bæjarhlað Litlu-Brekku í um 60 m hæð en mæld landhæð undir byggingarreit er á bilinu 16-22 m hæð. Gólfkóti byggingar liggur ekki fyrir en óraunhæft er að setja hann í þá hæð að hann skerði sjónlínu frá íbúðarhúsi á Litlu-Brekku í Málmey, sem er í um 1,5 km fjarlægð frá byggingarreit. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Þar sem bygginaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Mýrarkots er erindið einnig áritað af eigendum þeirrar landeignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt framlögð gögn og þau geri ekki athugasemdir við uppbyggingaráform.
    Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Mannskaðahóll L146558 á Höfðaströnd - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Fyrir liggur erindi frá Fisk-Seafood dags. 5.12.2025 þar sem m.a. kemur fram:
    Þann 05. mars 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar úthluta FISK-Seafood ehf. iðnaðar- og athafnalóðinni Háeyri 8, landnr. 197574.
    Sveitarstjórn samþykkti að úthlutunina þann 12. mars 2025.
    Í erindi umsækjenda kemur m.a. fram:
    Undanfarin misseri hefur FISK-Seafood staðið í framkvæmdum annars staðar á hafnarsvæðinu og ekki haft tök á að ráðast í ætlaða uppbyggingu á Háeyri 8 samtímis. Nú er nefndri framkvæmd lokið og mun lóðarhafi nú hefja hönnunarvinnu vegna uppbygginar á Háeyri 8.
    Því er óskað eftir fresti til að skila inn umsókn um byggingarleyfi sbr. 10.1 gr. úthlutunarreglna Skagafjarðar dags. 14. sept. 2022. Hönnunarvinna mun hefjast á næstu vikum og lóðarhafi áformar að hefja uppbyggingu á haustmánuðum árið 2026, að fengnum tilheyrandi heimildum frá sveitarfélaginu.
    Þá óskar lóðarhafi eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin mun ná til Háeyrar 6, L179232, og Háeyrar 8, L197574, en umsækjandi er lóðarhafi beggja lóða. Að fengnu leyfi sveitarfélags, til að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulags, verður unnin breytingartillaga sem verður kynnt fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd, sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. 4. gr. hafnarreglugerðar nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Að fengnu samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar á breytingartillögu yrði hún lögð fyrir skipulagsnefnd.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn frest til að hefja framkvæmdir til og með 01.08.2026.
    Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og og skal deiliskipulagsbreytingunni vera lokið fyrir 01.05.2026 og minnir jafnframt á að vinna þarf skipulagið í samráði við landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar sbr. Hafnarreglugerð Skagafjarðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Háeyri 8, L197232 - Beiðni um frest til að skila inn umsókn um byggingarleyfi og heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Á 87. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar var tekið fyrir erindi frá Ágústi Andréssyni fyrir hönd Norðar ehf., beiðni um frest til að kynna byggingaráform og framkvæmdir á lóðinni við Borgarsíðu 5.
    Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði eftir frekari rökstuðningi.

    Í tölvupósti frá umsækjanda dags. 2.12.2025 kemur m.a. fram að lóðarhafi mun ákveða fyrir 1. júní 2026 hvort lóðinni verði skilað eða önnur áform en möguleg sameining lóðanna Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6 verði kynnt.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að framlengja frest til að hefja framkvæmdir við Borgarsíðu 5 til og með 01.05.2026. Sé ekki ætlunin að hefja framkvæmdir skal umsækjandi skila inn lóðinni fyrir 15.04.2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 88 Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
    Blöndulína, nr. 1028/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1028 .
    Kynningartími er frá 4.12.2025 til 15.1.2026.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 - 2022 vegna Blöndulínu 3.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni vegna máls nr 1028 2024 í Skipulagsgátt - Blöndulína (breyting á aðalskipulagi), síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 88 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 75 þann 01.12.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

14.Skipulagsnefnd - 89

Málsnúmer 2601004FVakta málsnúmer

Fundargerð 89. fundar skipulagsnefndar frá 8. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 89 Málið áður á dagskrá á 79. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 10. júlí síðastliðinn, eftirfarandi bókað:

    “Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)
    Margeir Friðriksson, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda Hofsóss, landnúmer 218098, í Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 15,8 ha (157.576,0 m²) spildu úr Hofsósslandi sem "Hofsósland 23" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 01. júlí 2025. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem Annað land (80). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag og landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar af heiti upprunalands og fyrri notkun. Landheiti er ekki skráð á aðra landeign í sveitarfélaginu.
    Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
    Hofsós, landnr 218098, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
    Málnúmer í landeignaskrá er M002392.
    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landsskipti.“


    Í ljós hefur komið misræmi sem brugðist hefur verið við. Fyrir liggja uppfærð gögn þar sem umrædd spilda fer úr stærðinni 15,8 ha, eða 157.576,0 m², í 14,1 ha, eða 140.760,7 m².
    Uppfærð merkjalýsing ásamt afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 með breytingaskrá dags. 14.08.2025, þar sem segir:
    “Landamörk leiðrétt í samræmi við fundarsamþykki Byggðarráðs Skagafjarðar í umboði sveitarstjórnar í sumarleyfi, dags. 16.7.2025. Merkjalína að sunnan uppfærð u.þ.b. 10 m frá bakka Grafarár. Hnitaskrá og stærð uppfært til samræmis."

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss), síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 89 Málið áður á dagskrá á 74. fundi skipulagsnefndar þann 19.5.2025, þá bókað:

    „Gránumóar lóð 64 - Beiðni um lóðarstækkun, málsnúmer 2505102.

    Þórólfur Gíslason fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um stækkun lóðar Gránumóa 64 skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 30130120, gerður hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Fyrirhugað er að hefja framleiðslu á gæludýrafóðri í húsnæði KS á lóð Gránumóum 63 og verður húsnæði og lóð Gránumóa 64 nýtt m.a. sem athafnarsvæði í tengslum við fyrirhugaða framleiðslu. Miðað við núverandi lóðaskipulags Gránumóa 64 og nærliggjandi lóða þá þykir eðlilegt að stækka lóðina nr. 64 til að hún eigi lóðamörk að aðliggjandi lóðum í stað þess að sé opið óræktar svæði um kring. Meðfylgjandi uppráttur gerir grein fyrir þeirri lóðarstækkun sem óskað er eftir. Stærð lóðar eftir stækkun yrði 8699 m².
    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslunni og óska eftir frekari upplýsingar varðandi fyrirhugaða notkun lóðarinnar og ásýnd. Bendum jafnframt á að á lóð Gránumóa 62 eru 2 steyptir niðurgrafnir vatnsgeymar frá Skagafjarðarveitum ásamt lokahúsi. Einnig er verið að ákveða framtíðarlegu nýrrar vegtengingar við Þverárfjallsveg í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 sem er í vinnslu og þarf að taka tillit til.“

    Í tölvupósti dags. 6.1.2026 kemur fram nánari skýring á framtíðarsýn lóðarhafa fyrir fyrir lóðina þar sem núverandi stærð lóðar sem er 3.330 m2 myndi stækkar í 8.699 m2 og hönnun á lóðarskipulagi er sýnd með m.a. stærri byggingarreit, athafnarsvæði, bílastæði fyrir starfsmenn, svæði fyrir geymslugáma þurrfóðurs og gras/gróður í útjaðrinum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta erindinu þar til umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði Skagafjarðar liggi fyrir vegna málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 89 Lögð fram merkjalýsing og lóðablað dags. 28.12.2025 fyrir Kirkjugötu 11 á Hofsósi. Lóðamörk eru unnin skv. mælingum frá 2005 og skráðum stærðum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagt lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Kirkjugötu 11 á Hofsósi og felur skipulagsfulltrúa að klára lögformlega stofnun lóðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 89 Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 22.12.2025 með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. K-tak ehf., umsókn um leyfi til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarflöt á Sauðárkróki.
    Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA25157, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 16.12.2025.
    Þann 9.05.1979 er veitt byggingarleyfi fyrir áfangaskiptri framkvæmd, alls 1040,0m².
    Þá byggður 1/3 ætlaðs mannvirkis, skv. fasteignaskra 349,6m². Í dag liggja fyrir gögn, umsókn um leyfi til að byggja við núverandi hús, 156,8m² viðbyggingu með 7 m. mænishæð.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við ætlaða framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarflöt 3 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 89 Gunnar Bjarnason ehf. sækir um með bréfi dags. 15.12.2025 um svæði sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9.
    Umsókn þessi er í samræmi við reglur sveitarfélagsins Skagafjörður um úthlutun
    byggingarlóða 8. gr. vilyrði.
    Sótt er um að vilyrði þetta verði gefið út til 6 mánaða frá samþykki sveitarfélagsins.
    Innan þess tíma skal umsóknaraðili leggja fram deiliskipulagsbreytingartillögu til samþykktar hjá sveitarfélaginu.
    Samþykki sveitarfélagið hið nýja deiliskipulag skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta umsóknaraðila öllum þeim lóðum sem umrætt deiliskipulag nær til.
    Umsóknaraðili skuldbindur sig að leggja fram aðalteikningar af öllum húsunum innan 6 mánaða frá úthlutun og hefja framkvæmdir innan 18 mánaða frá úthlutun.
    Framkvæmdatími er áætlaður u.þ.b.. 18 mánuðir að fullbúnu að utan.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
    Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
    Nefndin bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Freyjugata - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 89 Lögð fram umsögn frá Veðurstofu Íslands dags. 15.12.2025 sem barst eftir að umsagnartíma deiliskipulagstillögunnar lauk.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" án breytinga og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
    Fyrirliggjandi umsögn Veðurstofu Íslands undirstrikar áhyggjur sem fulltrúar Byggðalista hafa haft og bent á varðandi vinnslu deiliskipulags fyrir Flæðar.
    Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ekki sé skynsamlegt að reisa óstyrkt atvinnu- eða íbúðarhúsnæði á svæðinu innan hættumatslínu A. Jafnframt eru ýmsar leiðir nefndar til að styrkja mannvirki á umræddum byggingareit. Þá er einnig nefnt æskilegt að við hönnun varðveisluhluta menningarhússins sé gætt að því að sá hluti sé úr traustum byggingarefnum.
    Mikilvægt er að greina alla öryggisþætti á hönnunarstigi til að unnt sé að bregðast tímanlega við og draga þannig úr áhættu. Kostnaður við slíkar ráðstafanir á uppbyggingastigi getur reynst hagkvæmari en úrbætur eftir á eða það tjón sem ella gæti orðið. Í ljósi þess er mikilvægt að umsögn sem þessi komi frá Veðurstofu Íslands og athugasemdir sem koma þar fram verði til hliðsjónar við hönnun.

    Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG og óháðra þakka bæði Veðurstofunni og fulltrúa Byggðalista framkomnar ábendingar en benda á að mannvirki skulu hönnuð samkvæmt gildandi regluverki og stöðlum og á það ekki síst við þegar byggt er innan hættusvæði A (minnst hætta) eins og ætlað mannvirki kemur til með að rísa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

    Jóhanna Ey Harðardóttir ítrekar bókun fulltrúa byggðalista frá fundinum, svohljóðandi:
    Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
    Fyrirliggjandi umsögn Veðurstofu Íslands undirstrikar áhyggjur sem fulltrúar Byggðalista hafa haft og bent á varðandi vinnslu deiliskipulags fyrir Flæðar.
    Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ekki sé skynsamlegt að reisa óstyrkt atvinnu- eða íbúðarhúsnæði á svæðinu innan hættumatslínu A. Jafnframt eru ýmsar leiðir nefndar til að styrkja mannvirki á umræddum byggingareit. Þá er einnig nefnt æskilegt að við hönnun varðveisluhluta menningarhússins sé gætt að því að sá hluti sé úr traustum byggingarefnum.
    Mikilvægt er að greina alla öryggisþætti á hönnunarstigi til að unnt sé að bregðast tímanlega við og draga þannig úr áhættu. Kostnaður við slíkar ráðstafanir á uppbyggingastigi getur reynst hagkvæmari en úrbætur eftir á eða það tjón sem ella gæti orðið. Í ljósi þess er mikilvægt að umsögn sem þessi komi frá Veðurstofu Íslands og athugasemdir sem koma þar fram verði til hliðsjónar við hönnun.

    Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG og óháðra þakka bæði Veðurstofunni og fulltrúa Byggðalista framkomnar ábendingar en benda á að mannvirki skulu hönnuð samkvæmt gildandi regluverki og stöðlum og á það ekki síst við þegar byggt er innan hættusvæði A (minnst hætta) eins og ætlað mannvirki kemur til með að rísa."
  • Skipulagsnefnd - 89 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 76 þann 18.12.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

15.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 7

Málsnúmer 2601012FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 14. janúar 2026 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun.

Hlé gert á fundinum.

Einar E. Einarsson með leyfi varaforseta kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun.
  • Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 7 Þátt tóku í fundinum í gegnum fjarfundabúnað þau Birgir Teitsson, Sara Axelsdóttir og Heimir Freyr Hauksson frá ARKÍS arkitektum og fóru yfir drög að aðaluppdrætti nýs menningarhúss á Sauðárkróki.

    Byggingarnefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að aðaluppdráttum, þar sem búið er að hækka varðveislurými, hafa lokað milli sviðslistasals og sýningarsals og fækka fermetrum í nýbyggingu.
    Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra óskar bókað:
    "VG og óháð telja mikilvægt að við svo stórt og þýðingarmikið samfélagslegt verkefni sé tryggð víðtæk aðkoma íbúa og gagnsæi í allri ákvarðanatöku. Menningarhús á að vera sameign samfélagsins og því nauðsynlegt að samtalið nái til fleiri hópa en þeirra sem þegar sitja við borðið.
    Eftir að fjölmargar ákvarðanir voru teknar í hönnunarferli menningarhússins komu raddir úr samfélaginu sem vildu sjá fyrirhugaða notkun hússins víðtækari en gert er ráð fyrir og má þar nefna Tónlistarskóla Skagafjarðar sem getur séð fyrir sér aðstöðu í húsinu. Undanfarin ár hefur tónlistarkennsla á Sauðárkróki verið að mestu í kjallaraherbergjum Árskóla þar sem aðstaða er því miður ekki til fyrirmyndar. Þrátt fyrir áralöng loforð um úrbætur Tónlistarskólans er þetta staðan og verður líklega áfram. Hefði verið gott að ígrunda kosti og galla þess að Tónlistarskóli Skagafjarðar yrði staðsettur í nýju Menningarhúsi með hlutaðeigendum.
    Jafnframt teljum við í VG og óháðum ákveðinn skort á því að verkefnið sé hugsað til enda, það er að segja hvað varðar rekstur hússins til framtíðar. Skýrar forsendur þurfa að liggja fyrir um rekstrarkostnað og rekstrarform svo tryggt sé að húsið verði lifandi menningarsetur, iðandi af lífi, en ekki fjárhagsleg byrði fyrir sveitarfélagið.
    Að lokum viljum við nefna að það hefði verið eðlilegt og afar gagnlegt að heimsækja önnur menningarhús því með slíkum skoðunarferðum fæst betri innsýn í hvað virkar og hvað virkar ekki í hönnun. Einnig hefði mátt leita sérstaklega til ungs fólks í sveitarfélaginu og ræða við það um væntingar og hugmyndir um notkun hússins. Unga fólkið okkar er mikilvægur notendahópur framtíðarinnar og sjónarmið þeirra ætti vissulega að fá vægi í samfélagsverkefnum sem þessu.
    VG og óháð hvetja því til þess að áframhaldandi vinna við Menningarhúsið byggi á opnu samtali og virkri þátttöku íbúa svo menningarhús á Sauðárkróki verði sannarlega hús allra, það er enn ekki of seint.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðum."

    Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
    "Meirihluti sveitarstjórnar minnir á að grunnurinn að hönnun og útfærslu á miðstöð menningar og safna sem nú er verið að undirbúa byggingu á, er þarfagreining sem var unnin af starfshópi fulltrúa allra flokka í sveitarstjórn Skagafjarðar, ásamt fulltrúa ráðuneytisins að höfðu samráði við hagaðila. Þarfagreiningin er svo grunnurinn að þeim samningi sem gerður var við Mennta- og Menningarmálaráðuneytið um aðkomu ríkisins að uppbyggingunni. Rétt er líka að árétta að fulltrúar hagaðila hafa átt aðkomu að vali á teikningu og skipulagi. Fram undan er einnig fundur með ungmennaráði þar sem teikningar verða kynntar."

    Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.

16.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 19. janúar 2026 þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar til 25. febrúar næstkomandi.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Kristóferi umbeðið leyfi.

17.Endurtilnefning í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502121Vakta málsnúmer

Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar meðan hann er í leyfi. Forseti ber upp tillögu um Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem formann fræðslunefndar.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

18.Lántaka ársins 2026

Málsnúmer 2601026Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kvaddi sér hljóðs og bar upp tillögu um að í stað þess að heimila lántöku að fjárhæð 550.000.000 kr. eins og lagt var til á 176. fundi byggðarráðs þann 7. janúar 2026, veiti sveitarstjórn heimild til lántöku að lánsfjárhæð allt að 465.000.000 kr., sem er sú fjárhæð sem samþykkt var í gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum á 45. fundi sínum þann 21. janúar 2026 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að lánsfjárhæð allt að 465.000.000 kr. samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem undanfari langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Sveitarstjórn hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins.

Til tryggingar láninu, þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði, samþykkir sveitarstjórn að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.

Lánið er tekið til framkvæmda eignasjóðs samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun og áætlun um nýframkvæmdir fyrir Skagafjörð fyrir árið 2026. Um er að ræða verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf.

Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. f.h. Skagafjarðar, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

19.Glaumbær Byggðasafn Skagfirðinga - Deiliskipulag

Málsnúmer 2101290Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði, sett fram með uppdrætti ásamt greingargerð dags. 06.11. 2025, unnin af Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd Byggðasafn Skagfirðinga.

Skipulagssvæðið er 18,90 hektarar, helstu markmið deiliskipulagsins verða að bæta aðgengi og móttöku ferðamanna og gesta sem sækja heim Byggðasafn Skagfirðinga og Glaumbæjarkirkju. Skipulaginu er ætlað að skapa ramma um jákvæða uppbyggingu til lengri tíma. Lögð verður áhersla á að mannvirki hafi samræmda heildarásýnd sem falli vel að sérkennum umhverfisins og núverandi byggð.
Helstu viðfangsefni í deiliskipulaginu verða:
Fyrirhuguð uppbygging á húsnæði undir starfsemi safnsins þar sem
gerð verður grein fyrir byggingarreitum, hámarks byggingarmagni og öðrum byggingaskilmálum.
Setja fram, í samstarfi við Vegagerðina, tillögu að bættri vegtengingu við Sauðárkróksbraut (75) til að auka umferðaröryggi og bæta aðgengi.
Skipuleggja safnasvæðið og umhverfi Glaumbæjarkirkju, fyrirkomulag bílastæða, stígakerfi, aðgengi að minjasvæðum, merkingar og yfirbragð umhverfis.
Stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum skipulagslýsinguna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Skagafirði og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.

20.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við deiliskipulagstillögu fyrir "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 16.10.2025- 30.11.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust sem gefa ekki tilefni til breytinga.

Innan skipulagssvæðis "Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag" eru tvær óráðstafaðar lóðir, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 sem ekki falla að skipulagstillögunni, þeirra getið í skipulagslýsingu þar sem m.a. segir:
"Þá eru lóðirnar Flæðar spennistöð og Flæðar hleðslustöð innan svæðisins. Þær eru nýjar og óbyggðar og verður fundin hentugri staðsetning með skipulagi þessu."
Í kafla 2.2.3 Lóðir og byggingarreitir í skipulagslýsingu er gerð grein fyrir 2 nýjum nýjum lóðum sem ætlaðar eru fyrir spennistöð og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá samþykkir nefndin einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að eyða lóðum/fasteignum, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 og sameina þær landnúmeri Sauðarkróks L218097."

Sveitarstjórn samþykkir, með sjö atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að eyða lóðum/fasteignum, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 og sameina þær landnúmeri Sauðarkróks L218097. Jóhanna Ey Harðardóttir og Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

21.Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar, þjóðlendu 2.12.2025)

Málsnúmer 2512074Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 309. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 13. september 2017, má nr. 1707040, eftirfarandi bókað:
Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)
"Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, sbr. meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar byggðarráðs frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið."
Á 359. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 11. október 2017 var fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar bókar eftirfarandi á 705. fundi - 13.08.2015
"Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands."
Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015.
Í dag liggur fyrir umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 2. desember 2025 undirritað af Regínu Sigurðardóttur ásamt uppfærðu "LANDSPILDUBLAÐ - UNADALS- OG DEILDARDALSAFRÉTT - SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR" dags. 02.12.2025, kort nr. SV7B-UDA. Uppdráttur í mkv. 1:250.000 í A3.
Í umsókn kemur m.a. fram: Landsvæði það sem óskast stofnað er þjóðlendna skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011 og dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra, skv. d-lið, 5. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 5/2025 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Unadals- og Deildardalsafréttir, er þjóðlenda og afrétt jarða í fyrrum Hofshreppi, nú í Skagafirði. Afmörkun svæðisins er sbr. dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012:
Mörk milli þjóðlendu og eignarlanda á Una- og Deildardal afmarkast svo:
Upphafspunktur er á sýslumörkum í sunnanverðum Hákömbum við Deildardalsjökul, punktur 1 hjá óbyggðanefnd (un1). Þaðan er fyrrum sveitarfélagamörkum Hofshrepps og Hólahrepps fylgt til suðvesturs þar til komið er að merkjum Grafarsels á háfjalli milli Vesturdals og Kolbeinsdals N497864,19 A589979,48 (un2), punktur 1 á korti Byggðasafns Skagafjarðar. Þaðan til norðvesturs í Afréttará (Vesturá) (un2a) þar til komið er að hornmerki Grindarsellands við Vesturdalsá N491458,76 A593383,29, punktur 6 (un3). Þaðan í hornpunkt Grindarsellands sunnan við Smjörskál, punktur 7 N491993,46
A593846,67 (un4). Þaðan í hornmerki Grindarsel- lands við Seljadalsá (un5) N491993,48 A594486,92, punktur 8. Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Óslandssel við Selja- dalsá N492843,83 A594515,72 punktur 12 (un6). Þaðan í horn- merki Marbælissellands við Strangalæk og Seljadalsá, punktur 13 N495492,47 A593915,59 (un7). Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Deildardalsafrétt á háfjalli, punktur 14 N496051,16 A595900,40 (un8). Þaðan í punkt 15 N497258,75 A595600,81 á háfjalli milli Unadals og Seljadals (un9). Þaðan í punkt 16 við Klifhól, N497061,25 A598259,80 (un10). Eftir það til austurs í syðsta punkt Spánárlands við Grjótá (un11). Þaðan í háfjall á fyrrum hreppamörkum Hofshrepps og Fljótahrepps (punktur 13 hjá óbyggðanefnd) (un12). Þaðan er fylgt fyrrum hreppamörkum Fljótahrepps og Hofshrepps og síðan sýslumörkum um Hákamba (un13) til suðurs allt að upphafspunkti við Deildardalsjökul (un1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl umsóknar eru:
Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011.
Dómur HéraðsdómsNorðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015.
Uppfært landspildublað sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar Unadals- og Deildardalsafréttar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Unadals- og Deildardalsafréttar í Skagafirði.
Með vísan til nefndra bókana Skipulags- og byggingarnefndar, byggðarráðs og staðfestinga sveitarstjórnar Skagafjarðar hér að framan og dóms Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin stofnun umbeðinnar þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðna stofnun þjóðlendu, Unadals- og Deildardalsafréttar í Skagafirði. Með vísan til nefndra bókana Skipulags- og byggingarnefndar, byggðarráðs og staðfestinga sveitarstjórnar Skagafjarðar hér að framan og dóms Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015 samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa stofnun umbeðinnar þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.

22.Páfastaðir á Langholti - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2512077Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson f.h. Páfastaða ehf., sem er þinglýstur eigandi Páfastaða, landnr. 145989, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 1. des. 2025.
Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7783-0101.

Á byggingarreitinn er fyrirhugað að flytja tilbúið starfsmanna- og gestahús, sem komið verður fyrir á forsteyptum undirstöðum. Heildarstærð byggingarreits 50 m2, stærð húss sem fyrirhugað er að byggja á reitnum er um 15 m2, hæð allt að 3,0 m. Í húsinu verður gistiaðstaða fyrir starfsmann eða gesti á búinu.

Stofnun byggingarreitsins skerðir ekki ræktað land eða búrekstrarskilyrði. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði nr. L-1 þar sem ræktarlandi er hlíft og ekki er verið að rjúfa samfellu landbúnaðarlands. Einnig er byggingarreitur í samræmi við almenn ákvæði fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæðum þar sem hann er nærri öðrum húsum á jörðinni, innviðir, s.s. vegir og veitur, nýtast áfram og uppbyggingin tengist landbúnaðarstarfsemi. Þá er byggingarreitur utan verndar- og helgunarsvæða og umfang hans hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur hvað varðar aðgengi, landnotkun, útsýni eða skuggavarp. Skv. kafla 12.4 í gildandi aðalskipulagi metur skipulagsnefnd hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, almennra ákvæða aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Í sama kafla kemur fram að sveitarstjórn getur heimilað stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.

Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

23.Mannskaðahóll L146558 á Höfðaströnd - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2512080Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson, f.h. Mannskaðahóls ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Mannskaðahóll, landnr. 146558, óska eftir heimild til að stofna 5.300 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77410000 útg. 18. nóv. 2025. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjós. Hámarksbyggingarmagn verður 1.100 m² og hámarksbyggingarhæð verður 10 m frá gólfi í mæni. Þak verður tvíhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur að óverulegu leyti inn á ræktað land og rífur ekki samfellu landbúnaðarlands, sbr. ákvæði 12.4.1. kafla greinargerðar aðalskipulags um uppbyggingu á L-1 landbúnaðarsvæðum. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags. Fyrirhuguð bygging er landbúnaðarbygging og mun styðja við landbúnaðarstarfsemi á jörðinni, byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir, og um er að ræða byggingu sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægð milli bygginga og vega og ákvæðum aðalskipulags um að hlífa ræktuðu landi, samfellu ræktaðs lands og hagrænni nýtingu innviða. Þá var einnig horft til sjónlínu nærliggjandi bæjarhlaða, Mýrarkots og Litlu-Brekku, í Málmey. Sjónlína frá Mýrarkoti er sýnd á afstöðuuppdrætti og liggur vestan byggingarreits. Skv. hæðalínum stendur bæjarhlað Litlu-Brekku í um 60 m hæð en mæld landhæð undir byggingarreit er á bilinu 16-22 m hæð. Gólfkóti byggingar liggur ekki fyrir en óraunhæft er að setja hann í þá hæð að hann skerði sjónlínu frá íbúðarhúsi á Litlu-Brekku í Málmey, sem er í um 1,5 km fjarlægð frá byggingarreit. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Þar sem bygginaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Mýrarkots er erindið einnig áritað af eigendum þeirrar landeignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt framlögð gögn og þau geri ekki athugasemdir við uppbyggingaráform.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.

24.Háeyri 8, L197232 - Beiðni um frest til að skila inn umsókn um byggingarleyfi og heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2512079Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Fyrir liggur erindi frá Fisk-Seafood dags. 5.12.2025 þar sem m.a. kemur fram:
Þann 05. mars 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar úthluta FISK-Seafood ehf. iðnaðar- og athafnalóðinni Háeyri 8, landnr. 197574.
Sveitarstjórn samþykkti að úthlutunina þann 12. mars 2025.
Í erindi umsækjenda kemur m.a. fram:
Undanfarin misseri hefur FISK-Seafood staðið í framkvæmdum annars staðar á hafnarsvæðinu og ekki haft tök á að ráðast í ætlaða uppbyggingu á Háeyri 8 samtímis. Nú er nefndri framkvæmd lokið og mun lóðarhafi nú hefja hönnunarvinnu vegna uppbygginar á Háeyri 8.
Því er óskað eftir fresti til að skila inn umsókn um byggingarleyfi sbr. 10.1 gr. úthlutunarreglna Skagafjarðar dags. 14. sept. 2022. Hönnunarvinna mun hefjast á næstu vikum og lóðarhafi áformar að hefja uppbyggingu á haustmánuðum árið 2026, að fengnum tilheyrandi heimildum frá sveitarfélaginu.
Þá óskar lóðarhafi eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin mun ná til Háeyrar 6, L179232, og Háeyrar 8, L197574, en umsækjandi er lóðarhafi beggja lóða. Að fengnu leyfi sveitarfélags, til að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulags, verður unnin breytingartillaga sem verður kynnt fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd, sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. 4. gr. hafnarreglugerðar nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Að fengnu samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar á breytingartillögu yrði hún lögð fyrir skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn frest til að hefja framkvæmdir til og með 01.08.2026.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og og skal deiliskipulagsbreytingunni vera lokið fyrir 01.05.2026 og minnir jafnframt á að vinna þarf skipulagið í samráði við landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar sbr. Hafnarreglugerð Skagafjarðar."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umsækjanda að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og og skal deiliskipulagsbreytingunni vera lokið fyrir 01.05.2026 og minnir sveitarstjórn jafnframt á að vinna þarf skipulagið í samráði við landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar sbr. Hafnarreglugerð Skagafjarðar.

25.Umsagnarbeiðni vegna máls nr 1028 2024 í Skipulagsgátt - Blöndulína (breyting á aðalskipulagi)

Málsnúmer 2408184Vakta málsnúmer

Vísað frá 88. fundi skipulagsnefndar frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
Blöndulína, nr. 1028/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1028.
Kynningartími er frá 4.12.2025 til 15.1.2026.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 - 2022 vegna Blöndulínu 3."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 - 2022 vegna Blöndulínu 3.

26.Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)

Málsnúmer 2506179Vakta málsnúmer

Vísað frá 89. fundi skipulagsnefndar frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 79. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 10. júlí síðastliðinn, eftirfarandi bókað:

"Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)
Margeir Friðriksson, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda Hofsóss, landnúmer 218098, í Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 15,8 ha (157.576,0 m²) spildu úr Hofsósslandi sem "Hofsósland 23" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 01. júlí 2025. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem Annað land (80). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag og landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar af heiti upprunalands og fyrri notkun. Landheiti er ekki skráð á aðra landeign í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Hofsós, landnr 218098, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Málnúmer í landeignaskrá er M002392.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landsskipti."


Í ljós hefur komið misræmi sem brugðist hefur verið við. Fyrir liggja uppfærð gögn þar sem umrædd spilda fer úr stærðinni 15,8 ha, eða 157.576,0 m², í 14,1 ha, eða 140.760,7 m².
Uppfærð merkjalýsing ásamt afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 með breytingaskrá dags. 14.08.2025, þar sem segir:
"Landamörk leiðrétt í samræmi við fundarsamþykki Byggðarráðs Skagafjarðar í umboði sveitarstjórnar í sumarleyfi, dags. 16.7.2025. Merkjalína að sunnan uppfærð u.þ.b. 10 m frá bakka Grafarár. Hnitaskrá og stærð uppfært til samræmis."

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum erindið.

27.Borgarflöt 3 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 2601034Vakta málsnúmer

Vísað frá 89. fundi skipulagsnefndar frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 22.12.2025 með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. K-tak ehf., umsókn um leyfi til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarflöt á Sauðárkróki.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA25157, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 16.12.2025.
Þann 9.05.1979 er veitt byggingarleyfi fyrir áfangaskiptri framkvæmd, alls 1040,0m².
Þá byggður 1/3 ætlaðs mannvirkis, skv. fasteignaskra 349,6m². Í dag liggja fyrir gögn, umsókn um leyfi til að byggja við núverandi hús, 156,8m² viðbyggingu með 7 m. mænishæð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við ætlaða framkvæmd."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemd við ætlaða framkvæmd.

28.Freyjugata - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2511082Vakta málsnúmer

Vísað frá 89. fundi skipulagsnefndar frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gunnar Bjarnason ehf. sækir um með bréfi dags. 15.12.2025 um svæði sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9.
Umsókn þessi er í samræmi við reglur sveitarfélagsins Skagafjörður um úthlutun
byggingarlóða 8. gr. vilyrði.
Sótt er um að vilyrði þetta verði gefið út til 6 mánaða frá samþykki sveitarfélagsins.
Innan þess tíma skal umsóknaraðili leggja fram deiliskipulagsbreytingartillögu til samþykktar hjá sveitarfélaginu.
Samþykki sveitarfélagið hið nýja deiliskipulag skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta umsóknaraðila öllum þeim lóðum sem umrætt deiliskipulag nær til.
Umsóknaraðili skuldbindur sig að leggja fram aðalteikningar af öllum húsunum innan 6 mánaða frá úthlutun og hefja framkvæmdir innan 18 mánaða frá úthlutun.
Framkvæmdatími er áætlaður u.þ.b.. 18 mánuðir að fullbúnu að utan.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
Nefndin bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
Sveitarstjórn bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

29.Niðurfelling gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2512133Vakta málsnúmer

Vísað frá 175. fundi byggðarráðs frá 17. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um íbúðalóðir sem úthlutað er frá og með 1. janúar 2026 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12, og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, og 5. Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr. 1, 2 og 4. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31. desember 2026, sé þeim úthlutað eftir það tímamark."

Framlögð tillaga byggðarráðs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025-2026 Skagafjörður

Málsnúmer 2512187Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd frá 16. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 18. desember 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026.

Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 115 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn og Sauðárkrókur 100 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2026.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1333/2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026 í Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.

3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026."

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Tillögur atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar að breytingum á reglugerð nr. 1333/2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026 í Skagafirði bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

31.Félagsheimilið Bifröst - rekstur 2026-2028

Málsnúmer 2512034Vakta málsnúmer

Vísað frá 42. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd frá 16. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagður fram undirritaður samningur um rekstur á félagsheimilinu Bifröst.

Nefndin samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum framlagðan samning um rekstur á félagsheimilinu Bifröst.

32.Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 16. maí 2026

Málsnúmer 2601046Vakta málsnúmer

Vísað frá 177. fundi byggðarráðs frá 14. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 16. maí 2026 verði eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi."

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri, kvaddi sér hljóðs og lagði til að færa kjörstaðinn á Hofsósi verði í Grunnaskólanum austan vatna í ljósi þess að framkvæmdir síðustu ára hafa stórbætt aðgengismál í húsakynnunum, auk þess sem Höfðaborg er ekki laus til uppsetningar kjörstaðar á kjördag.

Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 16. maí 2026 verða þá eftirfarandi: Bóknámshús FNV á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúar VG og óháðra, sitja hjá við afgreiðslu málsins.

33.Húsnæðisáætlun 2026

Málsnúmer 2510123Vakta málsnúmer

Vísað frá 178. fundi byggðarráðs frá 21. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Húsnæðisáætlun 2026 fyrir Skagafjörð lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Húsnæðisáætlun fyrir Skagafjörð fyrir árið 2026 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 990 frá 5. desember 2025 og 991 frá 12. desember 2026 voru lagðar fram til kynningar á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026.

35.Fundagerðir NNV 2025

Málsnúmer 2501328Vakta málsnúmer

Fundargerð Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 10. desember 2025 var lögð fram til kynningar á 45. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar 2026.

36.Fundargerðir SSNV 2026

Málsnúmer 2601010Vakta málsnúmer

134. fundargerð stjórnar SSNV frá 6. janúar 2026 var lögð fram til kynningar á 45. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar 2026.

Fundi slitið - kl. 17:49.