Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39
Málsnúmer 2512011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 45. fundur - 21.01.2026
Fundargerð 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 11. desember 2025 var lögð fram til afgreiðslu á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum og Hjörvar Halldórsson sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu mála og framtíðarsýn í hitaveitu í Skagafirði. Rætt um kostnað við lagningu hitaveitu frá Dælislaug að Róðhóli og lagningu hitaveitu um Hjaltadal frá Reykjum að Steinhólum. Einnig valkosti í tengingum í Viðvíkursveit frá Viðvík að Vatnsleysu eða alla leið í Hofstaðaplássið. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna málin áfram og á næsta fundi verði farið yfir þau svæði sem eftir eru.
Gunnar Björn Rögnvaldsson vék af fundi eftir þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Rætt um ástand girðinga meðfram þjóðveginum í Gönguskörðum, en ljóst er að ástand þeirra er ekki ásættanlegt á stórum köflum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að senda Vegagerðinni formlegt erindi þar sem óskað er svara um hvort hægt er að flytja núverandi ristahlið. Í framhaldinu þarf að gera átak í girðingum meðfram vegum í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar - farið yfir ársreikninga 2020-2024 ásamt umsókn um fjármuni til viðhalds á skálum félagsins. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að bjóða stjórn upprekstrarfélagsins á fund og fara yfir fyrirkomulag á rekstri skálanna. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Kynning á Open Rivers Programme - sjóður til styrktar endurheimt á ám, lækjum og vatnasviðum Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 39 Til kynningar Samráð; Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laxa- og silungsveiði og fiskræktar. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar var staðfest á 45. fundi sveitarstjórnar 21. janúar 2026 með níu atkvæðum.